Ólafía Þórunn: Golf er ekki alltaf dans á rósum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2017 11:45 Ólafía Þórunn hefur nú keppt á fimm mótum á LPGA-mótaröðinni. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu.Ólafía Þórunn var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Lotte/Hershey mótsins á Hawaii. Þetta var þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði frábærlega á fyrstu tveimur mótunum og komst þá í gegnum niðurskurðinn. „Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að... eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá,“ segir Ólafía Þórunn í pistli sínum. „Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.“ Ólafía Þórunn segist hafa sett of mikla pressu á sjálfa sig að undanförnu og þurfi að slaka betur á og einbeita sér að golfinu. Pistil Ólafíu Þórunnar má lesa hér að neðan. Golf Tengdar fréttir Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir í nýjum pistli á Facebook að hún þurfi að slaka betur á og halda sér í núinu.Ólafía Þórunn var talsvert frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Lotte/Hershey mótsins á Hawaii. Þetta var þriðja mótið í röð á LPGA-mótaröðinni þar sem Ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði frábærlega á fyrstu tveimur mótunum og komst þá í gegnum niðurskurðinn. „Langt síðan ég hef skrifað hérna. Ég er búin að rekast óvart á nokkur komment um mig. Að velta fyrir sér hvað er eiginlega að... eða hvað er í gangi hjá mér. Fjölmiðlar skrifa líka af og til greinar um mig sem segja ekki alltaf rétt frá,“ segir Ólafía Þórunn í pistli sínum. „Þetta er jú allt eðlilegt og hluti af þessu, allt í góðu. Ég reyni að hunsa þetta því það virkar best fyrir mig, og er þakklát fyrir jákvæðu, fallegu skilaboðin sem ég fæ send. En ég get sagt ykkur það að golf er ekki alltaf dans á rósum. Þér þarf að líða vel, vera mátulega afslappaður, æfa mikið, passa líkamann, borða hollt, sofa vel, vera hamingjusamur, vera með caddý sem passar þér, halda sér í núinu, vera jákvæður, vera andlega sterkur, vel einbeittur o.s.frv.“ Ólafía Þórunn segist hafa sett of mikla pressu á sjálfa sig að undanförnu og þurfi að slaka betur á og einbeita sér að golfinu. Pistil Ólafíu Þórunnar má lesa hér að neðan.
Golf Tengdar fréttir Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. 14. apríl 2017 09:00
Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58