Ábending frá sjónvarpsáhorfanda réði úrslitum á fyrsta risamóti ársins | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2017 08:24 Lexi Thompson var í öngum sínum. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017 Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson var gráti næst eftir að hafa misst af sigrinum á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins. Thompson var með forystu fyrir lokahringinn og á góðri leið með að tryggja sér sigur á mótinu. En svo varð ekki. Athugull sjónvarpsáhorfandi sendi inn ábendingu og sagði að Thompson hefði ekki stillt boltanum rétt upp áður en hún púttaði á 17. holu þriðja hringsins. Dómararnir fóru yfir málið og dæmdu fjögur vítishögg á Thompson í refsingu. Ótrúleg uppákoma en á þessum tímapunkti var Thompson með tveggja högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Við þetta missti Thompson forystuna en tókst að koma sér í bráðabana með því að ná fugli á 18. holu. Thompson lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari, líkt og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu. Sú síðarnefnda hafði svo betur í bráðabananum og tryggði sér sinn annan sigur á risamóti á ferlinum.Lexi Thompson was assessed a 4-shot penalty for an incorrect marking of a ball and signing an incorrect card yesterday at #ANAInspiration pic.twitter.com/6pNJ5haql9— Golf Channel (@GolfChannel) April 3, 2017
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira