Antonio Conte sá fyrsti sem nær tvennunni á móti Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2017 15:00 Pep Guardiola og Antonio Conte í gær. Vísir/Getty Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017 Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Pep Guardiola kynntist í gærkvöldi tvennu sem hann hafði aldrei áður upplifað á knattspyrnustjóraferlinum sínum. Bæði tímamótin segja samt kannski meira um frábæran árangur hans sem stjóra frekar en annað. Það er allavega ljóst að tímabilið með Manchester City hefur verið enginn dans á rósum fyrir spænska stjórann sem hefur hingað til unnið 21 titil með stórliðum Barcelona og Bayern München. Pep Guardiola horfði í gærkvöldi upp á sína menn í Manchester City tapa 2-1 á móti toppliði Chelsea. Með því varð Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, fyrstur til að vinna báða leikina á móti liði Guardiola á einu tímabili. Þetta er áttunda tímabil Guardiola sem knattspyrnustjóra og hann hafði alltaf náð í stig á móti öllum liðum deildarinnar. Chelsea vann hinsvegar báða leikina þar af fyrri leikinn 3-1 á heimavelli Manchester City. Guardiola varð ennfremur að sætta sig við sjötta deildartap sinna manna á tímabilinu og það hefur heldur aldrei gerst áður á hans stjóraferli með Barcelona, Bayern München og nú Manchester City. Guardiola hafði mest áður tapað fimm deildarleikjum á einu tímabili en það gerðist á fyrsta tímabili hans með Barcelona 2008-09 og á öðru tímabili hans með Bayern München 2014-15. Hér fyrir neðan má sjá tapleiki liða undir stjórn Pep Guardiola í deildarkeppninni og eins og sjá má þá er þetta nú ekki mjög langur listi.Stjóraferill Pep Guardiola og tapleikirnir í deildinniBarcelona 2008-09 - 5 1-0 á útivelli á móti Numancia 1-2 á heimavelli á móti Espanyol 4-3 á útivelli á móti Atlético Madrid 2-1 á útivelli á móti Mallorca 1-0 á heimavelli á móti OsasunaBarcelona 2009-10 - 1 2-1 á útivelli á móti Atlético MadridBarcelona 2010-11 - 2 2-0 á heimavelli á móti Hércules 2-1 á útivelli á móti Real SociedadBarcelona 2011-12 - 3 1-0 á útivelli á móti Getafe 3-2 á útivelli á móti Osasuna 2-1 á heimavelli á móti Real MadridBayern München 2013-14 - 2 1-0 á útivelli á móti Augsburg 3-0 á heimavelli á móti Borussia DortmundBayern München 2014-15 - 5 4-1 á útivelli á móti Wolfsburg 2-0 á heimavelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-0 á útivelli á móti Bayer Leverkusen 1-0 á heimavelli á móti Augsburg 2-1 á útivelli á móti FreiburgBayern München 2015-16 - 2 3-1 á útivelli á móti Borussia Mönchengladbach 2-1 á heimavelli á móti Mainz 05Manchester City 2016-17 - 6 2-0 á útivelli á móti Tottenham 3-1 á heimavelli á móti Chelsea 4-2 á útivelli á móti Leicester 1-0 á útivelli á móti Liverpool 4-0 á útivelli á móti Everton 2-1 á útivelli á móti Chelsea#OJOALDATO - El Chelsea es el primer rival que le gana dos partidos de liga en una misma temporada a un club entrenado por Pep Guardiola.— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) April 5, 2017
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira