Ekki litli „Ísskápurinn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Ágúst Birgisson hefur á hálfu öðru ári farið úr því að vera varamaður í Aftureldingu í það að vera í úrvalsliði Olís-deildarinnar. vísir/anton „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir það sem maður er að gera en á endanum snýst þetta allt um liðið,“ segir Ágúst Birgisson, línumaður FH, sem var kjörinn í úrvalslið Olís-deildar karla í handbolta en bestu leikmennirnir voru verðlaunaðir á kynningarfundi HSÍ fyrir úrslitakeppnina í gær. Ágúst var algjör lykilmaður í FH-liðinu sem varð óvænt deildarmeistari í fyrsta skipti í 25 ár. Fyrir utan að binda saman vörn Hafnarfjarðarliðsins var hann fjórði markahæstur hjá FH með 76 mörk. „Það má segja að þetta sé mitt besta tímabil á ferlinum,“ segir Ágúst og fullyrðir að þó enginn hafi búist við svona árangri hjá FH-liðinu stefndu leikmennirnir í hæstu hæðir á tímabilinu. „Við settum okkur markmið í sumar því við vissum hvað við gátum gert. Við höfðum alltaf trú þótt tímabilið byrjaði brösuglega. Við vissum að þetta myndi koma þannig að við misstum aldrei trúna.“Sannaði fyrir sjálfum sér Ágúst skipti úr Aftureldingu í FH á miðju tímabili í fyrra en hann komst aldrei að hjá strákunum í kjúklingabænum. Það gerði ekkert nema gott fyrir Ágúst að skipta um umhverfi, en hann er nú orðinn einn besti línumaður deildarinnar. Síðustu 18 mánuðir hafa snúið ferli hans á rétta braut. „Dóri [Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, innsk. blm.] sá eitthvað í mér. Ég fékk tækifæri hjá honum til að byrja á núlli fannst mér. Það var mikilvægt fyrir mig sjálfan að sýna og sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti eitthvað í handbolta því mig langar til að geta eitthvað í handbolta. Ég fékk tíma og traust hjá FH til að byrja upp á nýtt fannst mér,“ segir Ágúst sem var orðinn vel þreyttur á fáum tækifærum hjá Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar.„Mér fannst ég ekki fá tækifæri. Þegar ég var hjá Aftureldingu var ég að berjast um stöðuna við Pétur Júníusson sem er auðvitað frábær leikmaður. Hann fékk sénsinn hjá Einari Andra á undan mér og það er ekkert að því enda var Pétur að spila frábærlega. Ég fékk samt aldrei sénsinn. Kannski passaði ég bara ekki inn í spilið hjá Einari, hver veit?“Stærri en gamli „Ísskápurinn“ Ágúst hefur ekki langt að sækja hæfileikana á línunni. Faðir hans er einn besti línumaður efstu deildar frá upphafi, Birgir Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings. „Ég er með tvo þjálfara; einn heima og einn í salnum,“ segir Ágúst og hlær. „Ég leita mikið til pabba og við förum yfir það góða og slæma. Hann bendir mér á rétta hluti og segir mér til. Ég hlusta svo stundum og stundum ekki. Maður getur ekki tekið við öllu en maður tekur það sem maður getur nýtt sér. Hann getur stundum verið erfiður en yfirleitt erum við bara góðir á því, feðgarnir, og spjöllum.“ Birgir var og er algjört heljarmenni og var kallaður „Ísskápurinn“ þegar hann var að spila. Er Ágúst kominn með viðurnefni? „Vallarþulurinn í Krikanum, sem er sá besti á landinu, kallar mig alltaf Ísskápinn eða Frystikistuna,“ segir Ágúst en þarf hann ekki að vera litli ísskápurinn fyrst hann er sonur upprunalega skápsins? „Ég er stærri en hann. Það má ekki gleyma því,“ segir Ágúst og hlær við en er hann orðinn jafn sterkur og faðir hans? „Ég næ því kannski einn daginn. Kallinn er alveg hrikalegur,“ segir Ágúst Birgisson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49 Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir það sem maður er að gera en á endanum snýst þetta allt um liðið,“ segir Ágúst Birgisson, línumaður FH, sem var kjörinn í úrvalslið Olís-deildar karla í handbolta en bestu leikmennirnir voru verðlaunaðir á kynningarfundi HSÍ fyrir úrslitakeppnina í gær. Ágúst var algjör lykilmaður í FH-liðinu sem varð óvænt deildarmeistari í fyrsta skipti í 25 ár. Fyrir utan að binda saman vörn Hafnarfjarðarliðsins var hann fjórði markahæstur hjá FH með 76 mörk. „Það má segja að þetta sé mitt besta tímabil á ferlinum,“ segir Ágúst og fullyrðir að þó enginn hafi búist við svona árangri hjá FH-liðinu stefndu leikmennirnir í hæstu hæðir á tímabilinu. „Við settum okkur markmið í sumar því við vissum hvað við gátum gert. Við höfðum alltaf trú þótt tímabilið byrjaði brösuglega. Við vissum að þetta myndi koma þannig að við misstum aldrei trúna.“Sannaði fyrir sjálfum sér Ágúst skipti úr Aftureldingu í FH á miðju tímabili í fyrra en hann komst aldrei að hjá strákunum í kjúklingabænum. Það gerði ekkert nema gott fyrir Ágúst að skipta um umhverfi, en hann er nú orðinn einn besti línumaður deildarinnar. Síðustu 18 mánuðir hafa snúið ferli hans á rétta braut. „Dóri [Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, innsk. blm.] sá eitthvað í mér. Ég fékk tækifæri hjá honum til að byrja á núlli fannst mér. Það var mikilvægt fyrir mig sjálfan að sýna og sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti eitthvað í handbolta því mig langar til að geta eitthvað í handbolta. Ég fékk tíma og traust hjá FH til að byrja upp á nýtt fannst mér,“ segir Ágúst sem var orðinn vel þreyttur á fáum tækifærum hjá Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar.„Mér fannst ég ekki fá tækifæri. Þegar ég var hjá Aftureldingu var ég að berjast um stöðuna við Pétur Júníusson sem er auðvitað frábær leikmaður. Hann fékk sénsinn hjá Einari Andra á undan mér og það er ekkert að því enda var Pétur að spila frábærlega. Ég fékk samt aldrei sénsinn. Kannski passaði ég bara ekki inn í spilið hjá Einari, hver veit?“Stærri en gamli „Ísskápurinn“ Ágúst hefur ekki langt að sækja hæfileikana á línunni. Faðir hans er einn besti línumaður efstu deildar frá upphafi, Birgir Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings. „Ég er með tvo þjálfara; einn heima og einn í salnum,“ segir Ágúst og hlær. „Ég leita mikið til pabba og við förum yfir það góða og slæma. Hann bendir mér á rétta hluti og segir mér til. Ég hlusta svo stundum og stundum ekki. Maður getur ekki tekið við öllu en maður tekur það sem maður getur nýtt sér. Hann getur stundum verið erfiður en yfirleitt erum við bara góðir á því, feðgarnir, og spjöllum.“ Birgir var og er algjört heljarmenni og var kallaður „Ísskápurinn“ þegar hann var að spila. Er Ágúst kominn með viðurnefni? „Vallarþulurinn í Krikanum, sem er sá besti á landinu, kallar mig alltaf Ísskápinn eða Frystikistuna,“ segir Ágúst en þarf hann ekki að vera litli ísskápurinn fyrst hann er sonur upprunalega skápsins? „Ég er stærri en hann. Það má ekki gleyma því,“ segir Ágúst og hlær við en er hann orðinn jafn sterkur og faðir hans? „Ég næ því kannski einn daginn. Kallinn er alveg hrikalegur,“ segir Ágúst Birgisson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49 Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00
Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49
Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52
Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52