Birgir Leifur snýr aftur til Leynis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2017 17:27 Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Birgir Leifur Hafþórsson íþróttastjóri Leynis og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis. mynd/leynir Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Þetta kemur fram á heimasíðu Leynis. Birgir Leifur er uppalinn Skagamaður og keppti fyrir Leyni fram til ársins 1997 er hann gekk í raðir GKG. Birgir Leifur mun hafa umsjón með allri þjálfun hjá Leyni en hann er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi. Meðfram starfi sínu hjá Leyni heldur Birgir Leifur áfram að keppa sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. „Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í að móta og byggja upp íþróttastarf míns gamla heimaklúbbs GL samhliða því að vera í atvinnumennskunni. Á Akranesi er mikil íþróttahefð og hefur bæjarfélagið og stjórn GL mikinn metnað að móta aðstæður sem eru til fyrirmyndar og munu auðvelda að gera gott starf enn betra,“ sagði Birgir Leifur. „Að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdastjóra GKG þá segir hann alla vita sem koma að golfíþróttinni hve mikill metnaður er varðandi þá þætti á Akranesi og því er það ánægjulegt fyrir okkur GKG-inga að geta unnið að þessum hlutum í sameiningu með Birgi Leif og Golfklúbbnum Leyni,“ segir á heimasíðu Leynis. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. Þetta kemur fram á heimasíðu Leynis. Birgir Leifur er uppalinn Skagamaður og keppti fyrir Leyni fram til ársins 1997 er hann gekk í raðir GKG. Birgir Leifur mun hafa umsjón með allri þjálfun hjá Leyni en hann er menntaður PGA golfkennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi. Meðfram starfi sínu hjá Leyni heldur Birgir Leifur áfram að keppa sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni (European Challenge Tour) þar sem hann er með keppnisrétt. „Ég hlakka mikið til að fá að taka þátt í að móta og byggja upp íþróttastarf míns gamla heimaklúbbs GL samhliða því að vera í atvinnumennskunni. Á Akranesi er mikil íþróttahefð og hefur bæjarfélagið og stjórn GL mikinn metnað að móta aðstæður sem eru til fyrirmyndar og munu auðvelda að gera gott starf enn betra,“ sagði Birgir Leifur. „Að sögn Agnars Más Jónssonar framkvæmdastjóra GKG þá segir hann alla vita sem koma að golfíþróttinni hve mikill metnaður er varðandi þá þætti á Akranesi og því er það ánægjulegt fyrir okkur GKG-inga að geta unnið að þessum hlutum í sameiningu með Birgi Leif og Golfklúbbnum Leyni,“ segir á heimasíðu Leynis.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira