Finnur: Eins gott að menn mæti með blóðbragð í munni og berjist Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. apríl 2017 22:30 Finnur með KR. „Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45