Málstofa um mál málanna í íþróttaheiminum | „Veðjað á rangan hest“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 14:15 Vísir/Samsett/Getty Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. Í dag er hægt að veðja um úrslit í nær öllum boltaleikjum á Íslandi en það er líka farið að veðja á úrslit yngri flokka leikja eins og sást þegar fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni eins og fram kom á Vísi.Sjá einnig:Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Breyttar kringumstæður og meiri líkur á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum kallar á umræðu og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að leikmenn láti plata sig út í slíkt. Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands stendur á morgun fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan heitir „Veðjað á rangan hest“ og þar verður meðal annars fjallað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu. Málstofan verður haldin í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík og er fram föstudaginn 31. mars, frá klukkan 12:00 - 14:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að áhugasamir mætir og hlusti á þá sex fyrirlesara sem koma með sína sýn á málið. Auk þess munu Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, taka þátt í pallborðsumræðum þar sem þátttakendur eru frummælendur.Dagskrá:Setning Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HRSkipulögð glæpastarfsemi og hagræðing úrslita Sveinn Helgason, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinuPeningaspil og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu Hafrún Kristjánsdóttir, lektor í HR og Daníel Þór Ólason, prófessor við HÍVeðjað á hliðarlínunni Arnar Már Björgvinsson, lögfræðingur og knattspyrnumaðurSkuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður starfshóps um tillögur vegna hagræðingar úrslita í íþróttakeppnumPallborðsumræður Þátttakendur eru frummælendur, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast síðustu misseri um aukinn áhuga veðmálsíðna og fjárhættuspilara á íslenskum boltaleikjum. Í dag er hægt að veðja um úrslit í nær öllum boltaleikjum á Íslandi en það er líka farið að veðja á úrslit yngri flokka leikja eins og sást þegar fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni eins og fram kom á Vísi.Sjá einnig:Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Breyttar kringumstæður og meiri líkur á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum kallar á umræðu og fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að leikmenn láti plata sig út í slíkt. Lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands stendur á morgun fyrir málstofu um hættuna af hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og nauðsynleg viðbrögð. Málstofan heitir „Veðjað á rangan hest“ og þar verður meðal annars fjallað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi, skuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu. Málstofan verður haldin í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík og er fram föstudaginn 31. mars, frá klukkan 12:00 - 14:00. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að áhugasamir mætir og hlusti á þá sex fyrirlesara sem koma með sína sýn á málið. Auk þess munu Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, taka þátt í pallborðsumræðum þar sem þátttakendur eru frummælendur.Dagskrá:Setning Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HRSkipulögð glæpastarfsemi og hagræðing úrslita Sveinn Helgason, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinuPeningaspil og hagræðing úrslita í íslenskri knattspyrnu Hafrún Kristjánsdóttir, lektor í HR og Daníel Þór Ólason, prófessor við HÍVeðjað á hliðarlínunni Arnar Már Björgvinsson, lögfræðingur og knattspyrnumaðurSkuldbindingar Íslands í baráttunni gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum Óskar Þór Ármannsson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og formaður starfshóps um tillögur vegna hagræðingar úrslita í íþróttakeppnumPallborðsumræður Þátttakendur eru frummælendur, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Aðrar íþróttir Íslenski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira