Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Óvenju margir fylgdust með leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira