Tók metið í starfi Sigurðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi Rúnarsson. vísir/anton Keflvíkingar eru heldur betur búnir að finna sjálfa sig á ný inn á körfuboltavellinum og þeir geta þakkað Njarðvíkingnum Friðriki Inga Rúnarssyni fyrir það. Keflavík hefur unnið sex af átta leikjum sínum síðan að Friðrik tók við liðinu og Keflvíkingar sjá nú langþráð sæti í undanúrslitum í hillingum. Keflavík er komið í 2-0 í einvígi sínu á móti Tindastól og fær þrjá nú þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn í sex ár. Keflavík sem komst í tíu undanúrslit af ellefu mögulegum frá 2001 til 2011 hefur dottið út úr átta liða úrslitunum undanfarin fimm ár. Þeir sem höfðu áhyggjur af því að þjálfaraferill Friðriks Inga Rúnarssonar væri á enda runninn eftir að hann hætti óvænt með Njarðvíkurliðið síðasta vor, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því í dag.Fann fjórða og fimmta gírinn Friðrik Ingi lítur nú út eins og endurfæddur maður á hliðarlínunni fullur af orku og eldmóði. Hann er jafnframt búinn að finna fjórða og fimmta gír Keflavíkurliðsins sem fundust ekki áður en hann mætti á Sunnubrautina. Það hefur margt breyst í Keflavík síðan að Friðrik Ingi mætti á svæðið í bikarúrslitaleikjahléinu í febrúar. Keflavíkurliðið riðaði þá til falls eftir tvö töp í röð og sjö tapleiki frá því í nóvember. Þá sáu fáir glitta í lið sem var líklegt til að fara að berjast um titilinn seinna um vorið enda jafnlangt niður í fallsæti og í upp í sjöunda sætið. Friðrik Ingi er ekki aðeins búinn að breyta gengi Keflavíkurliðsins svo um munaði heldur er hann búinn að gera Hörð Axel Vilhjálmsson að besta leikstjórnandanum í deildinni og gera Amin Stevens að óstöðvandi afli inn í teig. Hann er líka langt kominn með að enda sex ára bið Keflvíkinga eftir leik í undanúrslitum og um leið búinn að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar. Nú hefur Friðrik Ingi Rúnarsson tekið metið af Sigurði Ingimundarsyni yfir flesta sigurleiki þjálfara í úrslitakeppni og gerði það í starfinu hans Sigurðar en Sigurður vann næstum því alla leikina sem þjálfari Keflavíkur. Friðrik Ingi missti metið til Sigurðar í úrslitakeppninni 2009.Átti metið í átta ár Sigurðar var því búinn að eiga metið í átta ár en hann jafnaði Friðrik Inga þegar Keflavíkurliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðast vorið 2008. Lokaleikurinn var 58. sigurinn hjá liði undir stjórn Sigurðar í úrslitakeppni. Sigurður eignaðist metið einn ári seinna og hefur átt það þar til í ár. Friðrik Ingi hefur þegar gert bæði Njarðvík (1991, 1998) og Grindavík (1996) að Íslandsmeisturum og nú velta margir því fyrir sér hvort að hann sé búinn að blanda í meistaralið í Keflavík. Fyrst á dagskrá er þó að ná þriðja sigrinum á móti Stólunum en næsti leikur er á Króknum á miðvikudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Keflvíkingar eru heldur betur búnir að finna sjálfa sig á ný inn á körfuboltavellinum og þeir geta þakkað Njarðvíkingnum Friðriki Inga Rúnarssyni fyrir það. Keflavík hefur unnið sex af átta leikjum sínum síðan að Friðrik tók við liðinu og Keflvíkingar sjá nú langþráð sæti í undanúrslitum í hillingum. Keflavík er komið í 2-0 í einvígi sínu á móti Tindastól og fær þrjá nú þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn í sex ár. Keflavík sem komst í tíu undanúrslit af ellefu mögulegum frá 2001 til 2011 hefur dottið út úr átta liða úrslitunum undanfarin fimm ár. Þeir sem höfðu áhyggjur af því að þjálfaraferill Friðriks Inga Rúnarssonar væri á enda runninn eftir að hann hætti óvænt með Njarðvíkurliðið síðasta vor, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því í dag.Fann fjórða og fimmta gírinn Friðrik Ingi lítur nú út eins og endurfæddur maður á hliðarlínunni fullur af orku og eldmóði. Hann er jafnframt búinn að finna fjórða og fimmta gír Keflavíkurliðsins sem fundust ekki áður en hann mætti á Sunnubrautina. Það hefur margt breyst í Keflavík síðan að Friðrik Ingi mætti á svæðið í bikarúrslitaleikjahléinu í febrúar. Keflavíkurliðið riðaði þá til falls eftir tvö töp í röð og sjö tapleiki frá því í nóvember. Þá sáu fáir glitta í lið sem var líklegt til að fara að berjast um titilinn seinna um vorið enda jafnlangt niður í fallsæti og í upp í sjöunda sætið. Friðrik Ingi er ekki aðeins búinn að breyta gengi Keflavíkurliðsins svo um munaði heldur er hann búinn að gera Hörð Axel Vilhjálmsson að besta leikstjórnandanum í deildinni og gera Amin Stevens að óstöðvandi afli inn í teig. Hann er líka langt kominn með að enda sex ára bið Keflvíkinga eftir leik í undanúrslitum og um leið búinn að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar. Nú hefur Friðrik Ingi Rúnarsson tekið metið af Sigurði Ingimundarsyni yfir flesta sigurleiki þjálfara í úrslitakeppni og gerði það í starfinu hans Sigurðar en Sigurður vann næstum því alla leikina sem þjálfari Keflavíkur. Friðrik Ingi missti metið til Sigurðar í úrslitakeppninni 2009.Átti metið í átta ár Sigurðar var því búinn að eiga metið í átta ár en hann jafnaði Friðrik Inga þegar Keflavíkurliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðast vorið 2008. Lokaleikurinn var 58. sigurinn hjá liði undir stjórn Sigurðar í úrslitakeppni. Sigurður eignaðist metið einn ári seinna og hefur átt það þar til í ár. Friðrik Ingi hefur þegar gert bæði Njarðvík (1991, 1998) og Grindavík (1996) að Íslandsmeisturum og nú velta margir því fyrir sér hvort að hann sé búinn að blanda í meistaralið í Keflavík. Fyrst á dagskrá er þó að ná þriðja sigrinum á móti Stólunum en næsti leikur er á Króknum á miðvikudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira