Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak.90-80 | KR-ingar sópuðu Þórsurum í sumarfrí Árni Jóhannsson í DHL-höllinni skrifar 21. mars 2017 22:00 Þórir Þorbjarnarson. Vísir/Eyþór KR-ingar þurftu að hafa sig alla við til að vinna Þór frá Akureyri í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos deildarinn í körfubolta. Þórsarar vildu svo sannarlega fá einn leik í viðbót en KR náði að harka af sér ákveðið slen sem var yfir leik þeirra og sigla fram úr gestunum í fjórða leikhluta. Þar með eru þeir komnir í undan úrslit Íslandsmótsins og eru fyrsta liðið til að tryggja sig þar inn. Þór lýkur keppni en geta geta farið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld en KR liðið er með rosaleg gæði í hverri stöðu þannig að brekkan var brött að ná að vinna á heimavelli KR. Leikurinn endaði 90-80 en munurinn var mun minni á leik liðanna í kvöld og lengi vel var Þór með forskotið. Stigahæstir voru PJ Alawoya fyrir KR með 22 stig en Pavel Ermolinski skilað þrefaldri tvennu, 10 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá Þór var George Beamon stigahæstur með 18 stig. Afhverju vann KR? Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt en gæðin í þessu KR liði er rosaleg og geta þeir farið ansi djúpt á bekkinn sinn og náð í framlag ef þeir sem byrja leikin eru ekki að skila sínu eins og best er á kosið. Þórsarar sýndu það að enginn áhugi var af þeirra hendi að fara í sumarfrí og gáfu þeir heimamönnum mjög erfiðum leik með góðum varnarleik sem gerði það af verkum að KR hittu illa sem nýttist gestunum vel í sínum leik. KR-ingar voru lengi í gang í kvöld og mikið kæruleysi í þeirra leik en þeir þurftu 30 mínútur til að koma sér í gang en leikur þeirra einkenndist af klaufalegum töpuðum boltum og döprum varnarleik á köflum sem gaf Þórsurum blóð á tennurnar. Þegar heimamenn hristu það slen af sér þá var ekki spurning um það hvernig leikurinn myndi fara en KR-ingar sigldu leiknum heim í fjórða leikhluta og voru það menn eins og Brynjar Þór og Jón Arnór sem settu mikilvægar körfur fyrir sína menn þegar á þurfti að halda.Bestu leikmenn vallarins?Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðann leik fyrir gestina ásamt George Beamon og Ingva Rafn Ingvasyni en allt Þórs liðið sýndi mikla baráttu og seldu sig dýrt og geta þeir allir labbað frá borði þetta tímabilið með höfuðið hátt. Mikil reynsla fyrir þá í framhaldinu. Hjá KR var það PJ Alawoya sem skoraði 22 stig en hann fékk mikla hjálp frá sínum helstu félögum þegar á þurfit að halda en Pavel Ermolinski skilaði góðri vakt og endaði með þrefalda tvennu 10 stig, 16 fráköst og 10 stig. Brynjar Þór og Jón Arnór stigu upp með mikilvægar körfur þegar á reyndi og Þórir Þorbjarnason átti einnig flotta spretti.Áhugaverð tölfræðiVítanýting liðanna var ótrúlega döpur en Þór hitti úr 50% víta sinna á meðan KR setti 60% af sínum vítum niður. Þetta gefur jafnvel til kynna að spennustigið var nokkuð hátt í leiknum enda mikið undir.Hvað næst?Þór Akureyri er komið í sumarfrí frá körfubolta en þeir munu líklega nýta tímann til að fara yfir það sem betur mátti fara en tímabilið hefur líklega verið lærdómsríkt fyrir leikmenn liðsins en margir þeirra voru að þreyta frumraun sína í úrslitakeppni. KR er á leiðinni í undanúrslit enn einu sinni og eru vel að því komnir. Þjálfari þeirra segir í viðtali, hér að neðan, að hvíldin er kærkomin en það er slæmt ef hún verður of löng. Það er þó mikilvægt að hvíla þessar lappir en margir leikmanna þeirra eru að fara ansi langt í úrslitakeppni aftur og hafa gert það mörg ár í röð.Benedikt Guðmundson: KR-ingar eru miklir höfðingjar og kunna að klára svona leikiÞjálfari Þórs var ánægður með sína menn þrátt fyrir tap í kvöld í DHL höllinni enda vissi hann það að það var við ramman reip að draga að reyna að vinna KR á útivelli til að halda lífi í einvígi liðanna. Hann var spurður að því hvort það hefði verið eitthvað sem liðið hans hefði getað gert betur. „Það er náttúrulega alltaf hægt að gera aðeins betur. Við samt lengi vel, eins og á Akureyri um daginn, bara flottir. Það vantaði svo lítið upp á þetta, kannski eilítið meiri töffaraskap í lokin en það er alltaf sama sagan hérna í Vesturbænum. Þegar leikirnir eru jafnir þá eiga þeir inni menn eins og Brynjar Þór og Jón Arnór sem setja niður þrista með menn í grillinu á sér og allt í einu er leiknum bara lokið. Ég get ekkert verið svekktur út í mína menn með það hvað þessir gæjar í KR eru góðir í körfubolta. Þeir eru miklir höfðingjar og kunna að klára svona leiki.“ Benedikt var því næst spurður að því hvort það hafi ekki verið gæði KR liðsins sem skáru úr um þessa rimmu enda liðin í fyrsta sæti deildarinnar og því áttunda að mætast. „Það eru náttúrlega endalaus gæði í þessu liði en við áttum góða spretti á móti þeim. Það er samt svo erfitt að vinna þá í fimm leikja seríu þar sem þarf að vinna þrjá leiki en við göngum frá þessu með höfuðið upp og lærum af þessu. Það er svo margt jákvætt í þessu, þú sérð það að Tryggi [Snær Hlinason] er að spila sína fyrstu úrslitakeppni og stendur sig frábærlega. Ragnar [Helgi Friðriksson] líka að stíga sín fyrstu skref, tveir unglingar sem fá þvílíka reynslu út úr þessu. Það vissi enginn hver Sindri Davíðsson var fyrir tímabilið en það vita llir það núna, þannig að körfuboltinn á Akureyri er kominn til að vera.“ „Ég er mjög ánægður með tímabilið að mestu leyti. Ekki allt enda erum við búnir að ganga í gegnum ýmislegt og með minna rugg á bátnum allt tímabilið þá er ég viss um að við hefðum endað ofar og værum í mikið meiri séns að fara í undarúrslit enda hefðum við ekki verið að mæta KR í 8 liða úrslitum.“Finnur Freyr Stefánsson: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir en ánægður að hafa náð að kláraÞjálfari KR var sammála blaðamanni í því að það hafi verið mikið kæruleysi í leik hans manna fyrstu þrjá fjórðungana í kvöld. „Við vorum að gera okkur þetta mjög erfitt þar sem við vorum að klikka á sniðskotum og klaufalega töpuðum boltum. Varnarlega vorum við langt frá því sem við höfum verið að gera. Á sama tíma verðum við að hrósa Þór fyrir að mæta tilbúnir til leiks og hætta aldrei þannig að ég er mjög ánægður með það að klára þessa erfiðu seríu. Þórs liðið er lið sem hentar okkur mjög illa.“ Finnur var spurður út í hvíldina sem liðið hans er að fá eftir að hafa sópað Þór úr keppni og var beðinn um að meta hvernig hún myndi nýtast sínum mönnum. „Hvíldin er alltaf hinu góða en hún getur verið hættuleg ef hún verður of löng. Ég held að menn séu ekkert spenntir fyrir því að fara á einhverjar æfingar og berja á hvorum öðrum þar heldur vilja halda þessu gangandi. En að sjálfsögðu tökum við hvíldina frekar en að hafa allt of stutt á milli leikja þannig að við erum glaðir að vera komnir í undanúrslitin.“ Finnur á sér enga óskamótherja heldur veit hann vel að sá sem lið hans mætir er verðskuldað komið í undanúrslit og þarf lið hans að hafa mikið fyrir því að komast alla leið og var hann spurður að því hvort það væri ekkert erfitt að halda hungri í liði sem er kannski að fara í fjórða sinn alla leið í úrslit Íslandsmótsins. „Það var pínu erfitt fyrir jól og aðeins eftir áramót en nú er svo stutt í þetta og hver leikur er mikilvægur og við vitum hvað við þurfum að gera. Það er að vinna sex leiki í viðbót til að verða Íslandsmeistarar og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Það er orðrómur um það að Kristófer Acox muni koma heim á næstu dögum og spila með KR út úrslitakeppnina og var Finnur spurður hvort hann gæti eitthvað sagt um orðróminn. Hann svaraði brosandi: „Þið hafið nóg af slúðri en Kristó er að spila leik á laugardaginn á einhverju post-season móti. Ég mun fylgjast með honum eins og öllum mínum mönnum erlendis en eins best og ég veit þá er hann ekki á leiðinni. Hópurinn okkar er vel mannaður af strákum sem eru að standa sig vel en ef svo verður að hann kemur þá verður hann góð viðbót við liðið. Kristó er mikill KR-ingur og þykir mjög vænt um félagið sitt enda átti hann mjög góða tíma hérna og eru vinir hans hérna. Eðlilega langar honum að spila með KR og okkur langar að sjá hann í KR-búningnum en hvort það verður á næstunni eða eftir einhver ár verður að koma í ljós.“ Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
KR-ingar þurftu að hafa sig alla við til að vinna Þór frá Akureyri í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos deildarinn í körfubolta. Þórsarar vildu svo sannarlega fá einn leik í viðbót en KR náði að harka af sér ákveðið slen sem var yfir leik þeirra og sigla fram úr gestunum í fjórða leikhluta. Þar með eru þeir komnir í undan úrslit Íslandsmótsins og eru fyrsta liðið til að tryggja sig þar inn. Þór lýkur keppni en geta geta farið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í kvöld en KR liðið er með rosaleg gæði í hverri stöðu þannig að brekkan var brött að ná að vinna á heimavelli KR. Leikurinn endaði 90-80 en munurinn var mun minni á leik liðanna í kvöld og lengi vel var Þór með forskotið. Stigahæstir voru PJ Alawoya fyrir KR með 22 stig en Pavel Ermolinski skilað þrefaldri tvennu, 10 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá Þór var George Beamon stigahæstur með 18 stig. Afhverju vann KR? Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt en gæðin í þessu KR liði er rosaleg og geta þeir farið ansi djúpt á bekkinn sinn og náð í framlag ef þeir sem byrja leikin eru ekki að skila sínu eins og best er á kosið. Þórsarar sýndu það að enginn áhugi var af þeirra hendi að fara í sumarfrí og gáfu þeir heimamönnum mjög erfiðum leik með góðum varnarleik sem gerði það af verkum að KR hittu illa sem nýttist gestunum vel í sínum leik. KR-ingar voru lengi í gang í kvöld og mikið kæruleysi í þeirra leik en þeir þurftu 30 mínútur til að koma sér í gang en leikur þeirra einkenndist af klaufalegum töpuðum boltum og döprum varnarleik á köflum sem gaf Þórsurum blóð á tennurnar. Þegar heimamenn hristu það slen af sér þá var ekki spurning um það hvernig leikurinn myndi fara en KR-ingar sigldu leiknum heim í fjórða leikhluta og voru það menn eins og Brynjar Þór og Jón Arnór sem settu mikilvægar körfur fyrir sína menn þegar á þurfti að halda.Bestu leikmenn vallarins?Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðann leik fyrir gestina ásamt George Beamon og Ingva Rafn Ingvasyni en allt Þórs liðið sýndi mikla baráttu og seldu sig dýrt og geta þeir allir labbað frá borði þetta tímabilið með höfuðið hátt. Mikil reynsla fyrir þá í framhaldinu. Hjá KR var það PJ Alawoya sem skoraði 22 stig en hann fékk mikla hjálp frá sínum helstu félögum þegar á þurfit að halda en Pavel Ermolinski skilaði góðri vakt og endaði með þrefalda tvennu 10 stig, 16 fráköst og 10 stig. Brynjar Þór og Jón Arnór stigu upp með mikilvægar körfur þegar á reyndi og Þórir Þorbjarnason átti einnig flotta spretti.Áhugaverð tölfræðiVítanýting liðanna var ótrúlega döpur en Þór hitti úr 50% víta sinna á meðan KR setti 60% af sínum vítum niður. Þetta gefur jafnvel til kynna að spennustigið var nokkuð hátt í leiknum enda mikið undir.Hvað næst?Þór Akureyri er komið í sumarfrí frá körfubolta en þeir munu líklega nýta tímann til að fara yfir það sem betur mátti fara en tímabilið hefur líklega verið lærdómsríkt fyrir leikmenn liðsins en margir þeirra voru að þreyta frumraun sína í úrslitakeppni. KR er á leiðinni í undanúrslit enn einu sinni og eru vel að því komnir. Þjálfari þeirra segir í viðtali, hér að neðan, að hvíldin er kærkomin en það er slæmt ef hún verður of löng. Það er þó mikilvægt að hvíla þessar lappir en margir leikmanna þeirra eru að fara ansi langt í úrslitakeppni aftur og hafa gert það mörg ár í röð.Benedikt Guðmundson: KR-ingar eru miklir höfðingjar og kunna að klára svona leikiÞjálfari Þórs var ánægður með sína menn þrátt fyrir tap í kvöld í DHL höllinni enda vissi hann það að það var við ramman reip að draga að reyna að vinna KR á útivelli til að halda lífi í einvígi liðanna. Hann var spurður að því hvort það hefði verið eitthvað sem liðið hans hefði getað gert betur. „Það er náttúrulega alltaf hægt að gera aðeins betur. Við samt lengi vel, eins og á Akureyri um daginn, bara flottir. Það vantaði svo lítið upp á þetta, kannski eilítið meiri töffaraskap í lokin en það er alltaf sama sagan hérna í Vesturbænum. Þegar leikirnir eru jafnir þá eiga þeir inni menn eins og Brynjar Þór og Jón Arnór sem setja niður þrista með menn í grillinu á sér og allt í einu er leiknum bara lokið. Ég get ekkert verið svekktur út í mína menn með það hvað þessir gæjar í KR eru góðir í körfubolta. Þeir eru miklir höfðingjar og kunna að klára svona leiki.“ Benedikt var því næst spurður að því hvort það hafi ekki verið gæði KR liðsins sem skáru úr um þessa rimmu enda liðin í fyrsta sæti deildarinnar og því áttunda að mætast. „Það eru náttúrlega endalaus gæði í þessu liði en við áttum góða spretti á móti þeim. Það er samt svo erfitt að vinna þá í fimm leikja seríu þar sem þarf að vinna þrjá leiki en við göngum frá þessu með höfuðið upp og lærum af þessu. Það er svo margt jákvætt í þessu, þú sérð það að Tryggi [Snær Hlinason] er að spila sína fyrstu úrslitakeppni og stendur sig frábærlega. Ragnar [Helgi Friðriksson] líka að stíga sín fyrstu skref, tveir unglingar sem fá þvílíka reynslu út úr þessu. Það vissi enginn hver Sindri Davíðsson var fyrir tímabilið en það vita llir það núna, þannig að körfuboltinn á Akureyri er kominn til að vera.“ „Ég er mjög ánægður með tímabilið að mestu leyti. Ekki allt enda erum við búnir að ganga í gegnum ýmislegt og með minna rugg á bátnum allt tímabilið þá er ég viss um að við hefðum endað ofar og værum í mikið meiri séns að fara í undarúrslit enda hefðum við ekki verið að mæta KR í 8 liða úrslitum.“Finnur Freyr Stefánsson: Gerðum okkur þetta erfitt fyrir en ánægður að hafa náð að kláraÞjálfari KR var sammála blaðamanni í því að það hafi verið mikið kæruleysi í leik hans manna fyrstu þrjá fjórðungana í kvöld. „Við vorum að gera okkur þetta mjög erfitt þar sem við vorum að klikka á sniðskotum og klaufalega töpuðum boltum. Varnarlega vorum við langt frá því sem við höfum verið að gera. Á sama tíma verðum við að hrósa Þór fyrir að mæta tilbúnir til leiks og hætta aldrei þannig að ég er mjög ánægður með það að klára þessa erfiðu seríu. Þórs liðið er lið sem hentar okkur mjög illa.“ Finnur var spurður út í hvíldina sem liðið hans er að fá eftir að hafa sópað Þór úr keppni og var beðinn um að meta hvernig hún myndi nýtast sínum mönnum. „Hvíldin er alltaf hinu góða en hún getur verið hættuleg ef hún verður of löng. Ég held að menn séu ekkert spenntir fyrir því að fara á einhverjar æfingar og berja á hvorum öðrum þar heldur vilja halda þessu gangandi. En að sjálfsögðu tökum við hvíldina frekar en að hafa allt of stutt á milli leikja þannig að við erum glaðir að vera komnir í undanúrslitin.“ Finnur á sér enga óskamótherja heldur veit hann vel að sá sem lið hans mætir er verðskuldað komið í undanúrslit og þarf lið hans að hafa mikið fyrir því að komast alla leið og var hann spurður að því hvort það væri ekkert erfitt að halda hungri í liði sem er kannski að fara í fjórða sinn alla leið í úrslit Íslandsmótsins. „Það var pínu erfitt fyrir jól og aðeins eftir áramót en nú er svo stutt í þetta og hver leikur er mikilvægur og við vitum hvað við þurfum að gera. Það er að vinna sex leiki í viðbót til að verða Íslandsmeistarar og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Það er orðrómur um það að Kristófer Acox muni koma heim á næstu dögum og spila með KR út úrslitakeppnina og var Finnur spurður hvort hann gæti eitthvað sagt um orðróminn. Hann svaraði brosandi: „Þið hafið nóg af slúðri en Kristó er að spila leik á laugardaginn á einhverju post-season móti. Ég mun fylgjast með honum eins og öllum mínum mönnum erlendis en eins best og ég veit þá er hann ekki á leiðinni. Hópurinn okkar er vel mannaður af strákum sem eru að standa sig vel en ef svo verður að hann kemur þá verður hann góð viðbót við liðið. Kristó er mikill KR-ingur og þykir mjög vænt um félagið sitt enda átti hann mjög góða tíma hérna og eru vinir hans hérna. Eðlilega langar honum að spila með KR og okkur langar að sjá hann í KR-búningnum en hvort það verður á næstunni eða eftir einhver ár verður að koma í ljós.“
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira