Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Stjarnan 93-78 | Ellenberg mögnuð þegar Snæfell tók forystuna Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 28. mars 2017 22:30 Aaryn Ellenberg átti stórkostlegan leik. Vísir/Daníel Aaryn Ellenberg átti stórleik þegar Snæfell vann öruggan sigur á Stjörnunni, 93-78, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell og Stjarnan byrjuðu leikinn vel í kvöld og virtist stefna í jafnan og spennandi leik við fyrstu sýn. Gestirnir úr Garðabænum unnu uppkastið og fóru um hæl í fyrstu sóknina þar sem Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Stjörnunar, setti tóninn og skoraði fyrstu stig leiksins. Snæfell var þó ekki lengi að svara kallinu og fylgdi góðri byrjun gestana tafalaust eftir. Upphafsbarátta Garðbæinga dugði skammt því varnarleikur Snæfells bættist með hverri mínútu og varð það æ erfiðara fyrir Stjörnuna að fylgja deildarmeisturunum sem skoruðu nú jafnt og þétt úr sínum sóknum og byggðu hægt og rólega upp 10 stiga forystu sem átti meira og minna eftir að haldast það sem eftir var leiks. Snæfellskonur héldu allan tíman sínu striki og spiluðu skemmtilegan bolta í öðrum leikhluta en Stjörnunni tókst á sama tíma að skora í auknum mæli. Þrátt fyrir það gat Stjarnan ekki minkað muninn og var í töluverðum erfiðleikum með að stöðva Snæfell sem hélt áfram að spila öflugan og skilvirkan sóknarleik. Liðin skiptust á að skora en staðan í hálfleik var 50-38. Í seinni hálfleik kom Stjarnan aftur sterk til leiks en líkt því sem gerðist í öðrum leikhluta fengu gestirnir aðeins að elta heimamenn og þá sérstaklega Aaryn Ellenberg sem var nánast óstöðvandi á köflum. Lokaleikhlutinn var enn ein endurtekning á fyrri leikhlutum þar sem gestirnir fengu það hlutverk að elta yfirvegaða Snæfellinga sem ætluðu sér ekkert annað en sigur í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Ásgarði á laugardaginn.Afhverju vann Snæfell? Snæfellskonur mættu mjög ákveðnar til leiks og gátu fljótlega byggt upp forystu sem gerði þeim kleift að stjórna leiknum auðveldlega. Deildarmeistararnir létu fátt trufla sig og héldu þær sínu striki frá upphafi til enda bæði í vörn og sókn. Liðsheildin var sterk og leikgleðin til staðar og var áhugavert að sjá hversu margir leikmenn stigu upp á hárréttum tíma. Allir leikmenn Snæfells virtust vera tilbúnir í verkefni kvöldsins. Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg ,leikmaður Snæfells, virtist óstöðvandi í kvöld en hún endaði á að skora 42 stig. Ásamt því var hún með 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Danielle Rodriguez með 18 stig, 2 fráköst og 9 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Liðin voru frekar jöfn í öllum helstum tölfræðiþáttum. Skotnýting beggja liða var svipuð eða í kringum 45%. Munurinn í kvöld lá fyrst og fremst í fráköstum en Snæfell tók alls 46 fráköst á móti 34 frá Stjörnunni. Einnig vakti athygli að stigahæsti leikmaður Snæfells var með rúmlega tvöfalt fleiri stig en stigahæsti leikmaður Stjörnunar.Snæfell-Stjarnan 93-78 (24-14, 26-24, 25-22, 18-18)Snæfell: Aaryn Ellenberg 42/14 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, María Björnsdóttir 6/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 18/9 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 14/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 9/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 4.Ingi Þór: Mjög ánægður að hafa náð fyrsta sigri Ingi Þór Steinþórsson, þjáfari Snæfells, var kátur í lok leiks og virtist á heildina litið ánægður með frammistöðu Snæfells í kvöld. „Mér fannst við fá fullt frá öllum. Kaninn okkar var auðvitað frammúrskarandi í dag. Aaryn var með algjöra sýningu á tímabili og sýndi afhverju hún var valin besti leikmaður seinni umferðar,“ sagði Ingi Þór sáttur. „Við vorum að fá framlag frá öllum. Það voru þrjár sem voru með yfir tíu stig og það er gríðarlega jákvætt.“ Snæfell vill spila betri vörn en samkvæmt Inga var stigaskorið of hátt í kvöld. „Eina sem ég sé í þessu er að mér fannst stigaskorið í leiknum of hátt og það er eitthvað sem við ætlum að laga. Mér fannst við hefðum geta gert betur varnarlega séð oft á tíðum. En baráttan og allir sem komu af bekknum skiluðu alltaf einhverju inn og þetta snýst um það,“ sagði Ingi og bætti við: „Báðir þjálfarar eiga eftir að laga einhverjar færslur en það er fegurðin við úrslitakeppnina, maður er bara alla nóttina og alla daga að bæta sig.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
Aaryn Ellenberg átti stórleik þegar Snæfell vann öruggan sigur á Stjörnunni, 93-78, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfell og Stjarnan byrjuðu leikinn vel í kvöld og virtist stefna í jafnan og spennandi leik við fyrstu sýn. Gestirnir úr Garðabænum unnu uppkastið og fóru um hæl í fyrstu sóknina þar sem Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Stjörnunar, setti tóninn og skoraði fyrstu stig leiksins. Snæfell var þó ekki lengi að svara kallinu og fylgdi góðri byrjun gestana tafalaust eftir. Upphafsbarátta Garðbæinga dugði skammt því varnarleikur Snæfells bættist með hverri mínútu og varð það æ erfiðara fyrir Stjörnuna að fylgja deildarmeisturunum sem skoruðu nú jafnt og þétt úr sínum sóknum og byggðu hægt og rólega upp 10 stiga forystu sem átti meira og minna eftir að haldast það sem eftir var leiks. Snæfellskonur héldu allan tíman sínu striki og spiluðu skemmtilegan bolta í öðrum leikhluta en Stjörnunni tókst á sama tíma að skora í auknum mæli. Þrátt fyrir það gat Stjarnan ekki minkað muninn og var í töluverðum erfiðleikum með að stöðva Snæfell sem hélt áfram að spila öflugan og skilvirkan sóknarleik. Liðin skiptust á að skora en staðan í hálfleik var 50-38. Í seinni hálfleik kom Stjarnan aftur sterk til leiks en líkt því sem gerðist í öðrum leikhluta fengu gestirnir aðeins að elta heimamenn og þá sérstaklega Aaryn Ellenberg sem var nánast óstöðvandi á köflum. Lokaleikhlutinn var enn ein endurtekning á fyrri leikhlutum þar sem gestirnir fengu það hlutverk að elta yfirvegaða Snæfellinga sem ætluðu sér ekkert annað en sigur í kvöld. Liðin mætast öðru sinni í Ásgarði á laugardaginn.Afhverju vann Snæfell? Snæfellskonur mættu mjög ákveðnar til leiks og gátu fljótlega byggt upp forystu sem gerði þeim kleift að stjórna leiknum auðveldlega. Deildarmeistararnir létu fátt trufla sig og héldu þær sínu striki frá upphafi til enda bæði í vörn og sókn. Liðsheildin var sterk og leikgleðin til staðar og var áhugavert að sjá hversu margir leikmenn stigu upp á hárréttum tíma. Allir leikmenn Snæfells virtust vera tilbúnir í verkefni kvöldsins. Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg ,leikmaður Snæfells, virtist óstöðvandi í kvöld en hún endaði á að skora 42 stig. Ásamt því var hún með 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Danielle Rodriguez með 18 stig, 2 fráköst og 9 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Liðin voru frekar jöfn í öllum helstum tölfræðiþáttum. Skotnýting beggja liða var svipuð eða í kringum 45%. Munurinn í kvöld lá fyrst og fremst í fráköstum en Snæfell tók alls 46 fráköst á móti 34 frá Stjörnunni. Einnig vakti athygli að stigahæsti leikmaður Snæfells var með rúmlega tvöfalt fleiri stig en stigahæsti leikmaður Stjörnunar.Snæfell-Stjarnan 93-78 (24-14, 26-24, 25-22, 18-18)Snæfell: Aaryn Ellenberg 42/14 fráköst/6 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, María Björnsdóttir 6/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/4 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 18/9 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 14/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 13/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 9/9 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 4.Ingi Þór: Mjög ánægður að hafa náð fyrsta sigri Ingi Þór Steinþórsson, þjáfari Snæfells, var kátur í lok leiks og virtist á heildina litið ánægður með frammistöðu Snæfells í kvöld. „Mér fannst við fá fullt frá öllum. Kaninn okkar var auðvitað frammúrskarandi í dag. Aaryn var með algjöra sýningu á tímabili og sýndi afhverju hún var valin besti leikmaður seinni umferðar,“ sagði Ingi Þór sáttur. „Við vorum að fá framlag frá öllum. Það voru þrjár sem voru með yfir tíu stig og það er gríðarlega jákvætt.“ Snæfell vill spila betri vörn en samkvæmt Inga var stigaskorið of hátt í kvöld. „Eina sem ég sé í þessu er að mér fannst stigaskorið í leiknum of hátt og það er eitthvað sem við ætlum að laga. Mér fannst við hefðum geta gert betur varnarlega séð oft á tíðum. En baráttan og allir sem komu af bekknum skiluðu alltaf einhverju inn og þetta snýst um það,“ sagði Ingi og bætti við: „Báðir þjálfarar eiga eftir að laga einhverjar færslur en það er fegurðin við úrslitakeppnina, maður er bara alla nóttina og alla daga að bæta sig.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira