Einu víti frá því að missa stigatitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 08:00 Enginn skoraði meira en Amin Stevens í vetur. vísir/anton Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9 Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9
Dominos-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira