Benedikt: Vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 06:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, bætir sitt eigið met í kvöld. Vísir/Eyþór Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.) Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.)
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira