Martin: Erum ekki að spila sem lið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2017 22:15 Israel Martin segir sínum mönnum til í leik fyrr í vetur. vísir/ernir Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Israel Martin þjálfari Tindastóls vildi frekar einbeita sér að þeim leikjum sem framundan eru heldur en tapleiknum gegn Haukum í kvöld. Hann var svekktur með tapið enda urðu hans menn af 2. sætinu í deildinni. „Mér fannst vanta einbeitingu hjá báðum liðum í byrjun og það var töluvert af mistökum. Í seinni hálfleik fengum við alvöru körfuboltaleik og bæði lið reyndu að ná sigrinum. Haukar höfðu ekkert að spila fyrir á meðan við vildum ná 2. sætinu. Við náðum því ekki og það er bara þannig,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. „Ef við endum í 3. sæti er það vegna þess að við eigum skilið að vera þar, það er mjög einfalt.“ Tapið í kvöld og sigur Stjörnunnar á KR þýðir að Stólarnir falla niður í 3. sætið og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. „Okkar leið er að taka einn leik í einu. Það lítur út fyrir að við munum mæta Keflavík og við höfum heimaleikjaréttinn. Við þurfum að nota hann og sjá hvað gerist. Það sem ég er að hugsa um núna er að fá leikmenn tilbúna í fyrsta leikinn gegn Keflavík,“ bætti Martin við. „Þeir eru með einn besta skotbakvörðinn í deildinni, einn besta erlenda leikmenninn og þar að auki með góða skotmenn. Þeir eru gott lið og líkamlega sterkir. Þetta verður mikil barátta fyrir okkur. Við höfum trú á okkar varnarleik og ákveðni." Martin talaði um að hans menn hefðu ekki spilað sem lið í leiknum í kvöld og sagði að það þyrfti að vinna í því vandamáli fyrir úrslitakeppnina. „Ég hef áhyggjur af því að við séum ekki að spila nógu mikið eins og lið og það þurfum við að laga. Ég held að við verðum tilbúnir, ég er viss um strákarnir muni berjast og að við verðum tilbúnir fyrir úrslitakeppnina." "Við erum með eina bestu stuðningsmennina í deildinni og heimavöllurinn er lykillinn fyrir okkur. Ég veit ekki hversu langt við förum en heimavöllurinn verður mikilvægur og við munum fá 100% stuðning þar,“ sagði Martin og sagði að ekki væri ljóst hvenær skyttan öfluga Chris Caird myndi snúa til baka en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné. „Í gær byrjaði hann að skokka en snerti ekki boltann. Í augablikinu einbeiti ég mér að því sem ég er með í höndunum akkúrat núna. Við munum gera okkar besta, ef Chris verður klár verður það bónus fyrir okkur. En ef hann er ennþá meiddur þá getum við ekki treyst á hann,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45 Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 77-74 | Tindastóll missti af 2. sætinu Haukar unnu þriggja stiga sigur á Tindastóli, 77-74 í leik liðanna í Dominos-deildinni í kvöld. Sigur Hauka þýðir að Stólarnir fara niður í 3. sæti deildarinnar og mæta Keflavík í 8-liða úrslitum. 9. mars 2017 22:45