Algjör forréttindi að fá að vera með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 09:45 Rakel Dögg skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. vísir/andri marinó Rúmt ár er síðan Rakel Dögg Bragadóttir sneri aftur á handboltavöllinn eftir tveggja ára fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Þetta síðasta rúma ár hefur verið afar tíðindaríkt hjá Rakel. Þann 12. febrúar 2016 lék hún sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna, tveimur vikum síðar varð hún bikarmeistari, lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu um haustið. Og á laugardaginn varð Rakel aftur bikarmeistari með Stjörnunni eftir eins marks sigur á Fram, 19-18, í úrslitaleik. „Ég er rosalega ánægð og það eru algjör forréttindi að fá að vera með. Ég er gríðarlega stolt af liðinu og stolt af sjálfri mér fyrir að vera hluti af því og hafa komið svona sterkt til baka,“ sagði Rakel sem var stödd í bollukaffi hjá tengdaforeldrum sínum þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Rakel segist ekki hafa búist við að vera komin svona langt og hafa gert svona mikið á þessu eina ári eftir að hún sneri aftur. „Alls ekki, ég leiddi hugann ekkert að því. Ég ákvað bara að taka eitt skref í einu. Ég ætlaði bara rétt að koma og hjálpa en svo þróaðist þetta svona,“ sagði Rakel sem er farin að spila stærra hlutverk í liði Stjörnunnar en á síðasta tímabili. Þá spilaði hún nær eingöngu vörnina en núna spilar hún nánast 60 mínútur í leik, bæði í vörn og sókn. „Það tók tíma að koma sér í form og mig vantaði aðeins meiri vöðvastyrk til að geta tekið þátt í bæði vörn og sókn. Eftir tímabilið í fyrra setti ég mér það markmið að vera dugleg að æfa og styrkja mig þannig ég gæti tekið þátt í sókninni. Ég hef æft vel og fengið meira og meira traust í sókninni,“ sagði Rakel sem skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. Eins og áður sagði var Rakel tilneydd til að leggja skóna á hilluna í byrjun árs 2014 vegna erfiðra eftirkasta heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í nóvember 2013. En finnur hún enn fyrir höfuðmeiðslunum sem héldu henni frá keppni í tvö ár? „Sem betur fer er ég að mestu laus við þetta. En þegar það er mikið álag og mikil læti finn ég að það er styttra í höfuðverkinn. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og þættir eins og svefn og mataræði hafa mikil áhrif. Ég reyni að halda þessu þannig í skefjum,“ sagði Rakel sem segist ekki fá slæm höfuðverkjaköst eins og hún fékk áður. „Ég er sjálf rosalega meðvituð um þetta sem og fólkið í kringum liðið, þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Ef ég finn að ég þarf að slaka á geri ég það,“ sagði Rakel sem var að vonum ánægð þegar Axel Stefánsson valdi hana í landsliðið fyrir forkeppni HM 2017. „Það var mikill heiður og eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég var rosalega stolt og ánægð þegar ég var valin,“ sagði Rakel sem hefur skorað 301 mark í 100 landsleikjum. Hún segist ekki horfa langt fram í tímann og taka bara eitt tímabili í einu. „Ég horfi bara á eitt tímabil í einu. Ég ákvað að taka þetta eina tímabil og svo skoða ég hvort ég tek næsta tímabil. Ég er hvorki búin að útiloka né staðfesta það og hef varla hugsað út í það. Ég lifi bara í núinu og nýt þess að spila handbolta,“ sagði Rakel að lokum. Sem fyrr sagði urðu Stjörnukonur bikarmeistarar á laugardaginn, annað árið í röð. Þær eru þó ekki saddar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009. „Við höfum sagt það í fleiri ár; nú er kominn tími til að vinna,“ sagði Rakel en Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár. „Auðvitað er það markmiðið. Við förum ekkert leynt með það enda væri það skrítið ef þetta væri ekki markmiðið. Við stefnum á þann stóra og erum með það sem lokamarkmið.“ Rakel er á því að Stjarnan sé með sterkara lið en síðustu ár. „Við höfum fengið unga og flotta leikmenn inn og það er rosalega góð breidd í hópnum. Við erum með ólíka leikmenn. Ég segi að við séum með sterkara lið núna en á síðasta ári,“ sagði Rakel sem er að vonum ánægð með hvernig tekist hefur að fylla skarð markvarðarins frábæra, Florentinu Stanciu. „Við erum með frábært markvarðateymi. Heiða [Ingólfsdóttir] kom inn í úrslitakeppninni í fyrra þegar Florentina meiddist og stóð sig gríðarlega vel. Hún hefur spilað vel í vetur og var óheppin að meiðast. En þá kom Hafdís [Renötudóttir] hrikalega sterk inn og það var stórkostlegt að fylgjast með henni í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Rakel að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Rúmt ár er síðan Rakel Dögg Bragadóttir sneri aftur á handboltavöllinn eftir tveggja ára fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Þetta síðasta rúma ár hefur verið afar tíðindaríkt hjá Rakel. Þann 12. febrúar 2016 lék hún sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna, tveimur vikum síðar varð hún bikarmeistari, lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn um vorið og vann sér aftur sæti í íslenska landsliðinu um haustið. Og á laugardaginn varð Rakel aftur bikarmeistari með Stjörnunni eftir eins marks sigur á Fram, 19-18, í úrslitaleik. „Ég er rosalega ánægð og það eru algjör forréttindi að fá að vera með. Ég er gríðarlega stolt af liðinu og stolt af sjálfri mér fyrir að vera hluti af því og hafa komið svona sterkt til baka,“ sagði Rakel sem var stödd í bollukaffi hjá tengdaforeldrum sínum þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Rakel segist ekki hafa búist við að vera komin svona langt og hafa gert svona mikið á þessu eina ári eftir að hún sneri aftur. „Alls ekki, ég leiddi hugann ekkert að því. Ég ákvað bara að taka eitt skref í einu. Ég ætlaði bara rétt að koma og hjálpa en svo þróaðist þetta svona,“ sagði Rakel sem er farin að spila stærra hlutverk í liði Stjörnunnar en á síðasta tímabili. Þá spilaði hún nær eingöngu vörnina en núna spilar hún nánast 60 mínútur í leik, bæði í vörn og sókn. „Það tók tíma að koma sér í form og mig vantaði aðeins meiri vöðvastyrk til að geta tekið þátt í bæði vörn og sókn. Eftir tímabilið í fyrra setti ég mér það markmið að vera dugleg að æfa og styrkja mig þannig ég gæti tekið þátt í sókninni. Ég hef æft vel og fengið meira og meira traust í sókninni,“ sagði Rakel sem skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum. Eins og áður sagði var Rakel tilneydd til að leggja skóna á hilluna í byrjun árs 2014 vegna erfiðra eftirkasta heilahristings sem hún fékk á landsliðsæfingu í nóvember 2013. En finnur hún enn fyrir höfuðmeiðslunum sem héldu henni frá keppni í tvö ár? „Sem betur fer er ég að mestu laus við þetta. En þegar það er mikið álag og mikil læti finn ég að það er styttra í höfuðverkinn. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og þættir eins og svefn og mataræði hafa mikil áhrif. Ég reyni að halda þessu þannig í skefjum,“ sagði Rakel sem segist ekki fá slæm höfuðverkjaköst eins og hún fékk áður. „Ég er sjálf rosalega meðvituð um þetta sem og fólkið í kringum liðið, þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Ef ég finn að ég þarf að slaka á geri ég það,“ sagði Rakel sem var að vonum ánægð þegar Axel Stefánsson valdi hana í landsliðið fyrir forkeppni HM 2017. „Það var mikill heiður og eitthvað sem ég bjóst ekki við. Ég var rosalega stolt og ánægð þegar ég var valin,“ sagði Rakel sem hefur skorað 301 mark í 100 landsleikjum. Hún segist ekki horfa langt fram í tímann og taka bara eitt tímabili í einu. „Ég horfi bara á eitt tímabil í einu. Ég ákvað að taka þetta eina tímabil og svo skoða ég hvort ég tek næsta tímabil. Ég er hvorki búin að útiloka né staðfesta það og hef varla hugsað út í það. Ég lifi bara í núinu og nýt þess að spila handbolta,“ sagði Rakel að lokum. Sem fyrr sagði urðu Stjörnukonur bikarmeistarar á laugardaginn, annað árið í röð. Þær eru þó ekki saddar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hefur ekki unnið síðan 2009. „Við höfum sagt það í fleiri ár; nú er kominn tími til að vinna,“ sagði Rakel en Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fjögur ár. „Auðvitað er það markmiðið. Við förum ekkert leynt með það enda væri það skrítið ef þetta væri ekki markmiðið. Við stefnum á þann stóra og erum með það sem lokamarkmið.“ Rakel er á því að Stjarnan sé með sterkara lið en síðustu ár. „Við höfum fengið unga og flotta leikmenn inn og það er rosalega góð breidd í hópnum. Við erum með ólíka leikmenn. Ég segi að við séum með sterkara lið núna en á síðasta ári,“ sagði Rakel sem er að vonum ánægð með hvernig tekist hefur að fylla skarð markvarðarins frábæra, Florentinu Stanciu. „Við erum með frábært markvarðateymi. Heiða [Ingólfsdóttir] kom inn í úrslitakeppninni í fyrra þegar Florentina meiddist og stóð sig gríðarlega vel. Hún hefur spilað vel í vetur og var óheppin að meiðast. En þá kom Hafdís [Renötudóttir] hrikalega sterk inn og það var stórkostlegt að fylgjast með henni í bikarúrslitaleiknum,“ sagði Rakel að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira