Óskarinn áfram á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason lyfta Coca Cola-bikarnum eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik. Valsmenn vörðu þar með bikarmeistaratitilinn en þeir hafa alls tíu sinnum orðið bikarmeistarar, oftast allra liða. vísir/andri marinó Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“ Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira