Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2017 06:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Vísir/Anton Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00