Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu á 74 höggum eða einu höggi yfir pari. Ólafía er þar með á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana og náði með því niðurskurðinum en það mátti engu muna. Ólafía Þórunn er í 65. til 75. sæti eftir tvo fyrstu dagana og níu höggum á eftir efstu konu sem er Sarah Jane Smith frá Ástralíu. Ólafía Þórunn sýndi mikinn andlegan styrk með því að koma til baka í lokin eftir að hafa fengið skolla á þremur holum í röð. Ólafía Þórunn fékk skolla á 13., 14. og 15. holu og var þá komin tvö högg yfir par samanlagt. Það var ljóst að slíkt skor hefði ekki komið henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía náði hinsvegar fugli á síðustu tveimur holunum og það átti eftir að reynast heldur betur dýrmætt. Ólafía Þórunn var með fjóra fugla og fjóra skolla á öðrum hringnum. Hún var komin tvö högg undir par eftir fugl á fjórðu holu. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt. Ólafía Þórunn lék annan hringinn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu á 74 höggum eða einu höggi yfir pari. Ólafía er þar með á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana og náði með því niðurskurðinum en það mátti engu muna. Ólafía Þórunn er í 65. til 75. sæti eftir tvo fyrstu dagana og níu höggum á eftir efstu konu sem er Sarah Jane Smith frá Ástralíu. Ólafía Þórunn sýndi mikinn andlegan styrk með því að koma til baka í lokin eftir að hafa fengið skolla á þremur holum í röð. Ólafía Þórunn fékk skolla á 13., 14. og 15. holu og var þá komin tvö högg yfir par samanlagt. Það var ljóst að slíkt skor hefði ekki komið henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía náði hinsvegar fugli á síðustu tveimur holunum og það átti eftir að reynast heldur betur dýrmætt. Ólafía Þórunn var með fjóra fugla og fjóra skolla á öðrum hringnum. Hún var komin tvö högg undir par eftir fugl á fjórðu holu.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira