Spenna og öruggur sigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem keppa í undanúrslitum Maltbikarskeppni karla í dag. Frá vinstri eru Benedikt Blöndal, Val, Þorleifur Ólafsson, Grindavík, Emil Karel Einarsson, Þór, og Brynjar Þór Björnsson, KR. Fréttablaðið/Eyþór Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“ Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira