Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 103-106 | Stjörnusigur eftir tvíframlengdan leik Árni Jóhannsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 27. janúar 2017 22:30 Justin Shouse og Reggie Dupree. Vísir/Anton Stjarnan bar sigurorð af Keflavík í kvöld í leik sem var tvíframlengdur. Venjulegur leiktími var mjög spennandi og áttu hvort lið um sig góða kafla en Keflavík þurfti að ná Stjörnunni í lokin sem þeir og gerðu. Keflavík virtist svo vera með unnin leik í lok fyrri framlengingar en Marvin Vald. náði að jafna og eftir spennandi seinni framlengingu náði Stjarnan að kreista fram sigur 103-106.Afhverju vann Stjarnan í kvöld?Þegar á hólminn var komið var það Stjarnan sem að hitti stóru skotunum þegar á reyndi í kvöld. Í venjulegum leiktíma hafði Keflavík náð góðu forskoti í fyrri hálfleik þar sem þeir máttu prísa sig sæla að vera með forskotið því Stjarnan tók urmul sóknarfrákasta en náðu ekki að nýta seinni tækifærin sem liðið fékk. Stjarnan náði svo að skjóta sig inn í leikinn í seinni hálfleik og þurfti Keflavík að ná í framlenginguna. Keflavík var svo með þriggja stiga forskot þegar nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Upp steig Marvin Vald. og setti niður ótrúleg þriggja stiga körfu sem jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Því þurfti að framlengja aftur og þar náði Stjarnan aftur að nýta sín tækifæri sem Keflvíkingar gerðu ekki. Þegar svona mjótt er á munum er lítið hægt að telja upp hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og jafnvel að heilladísirnar hafi bara verið með Garðbæingum í kvöld.Hvað gekk vel?Báðum liðum gekk vel að skora í leiknum og á köflum var mikill hraði og stutt milli karfa í kvöld og gerði það að verkum mikið fjör var í leiknum. Hjá gestunum voru það svo sóknarfráköstin sem gengu vel en þeir náðu alls 21 sóknarfrákasti í kvöld. Á tímabili í leiknum gátu heimamenn ekki keypt sér frákast.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá var það frákastageta Keflvíkinga sem kostar þá í þessum leik en þeir voru töluvert undir í þeirri baráttu. Hefðu Stjörnumenn verið duglegri að nýta tækifærin sem sköpuðust í kjölfarið hefði þessi leikur líklegast ekki farið í framlengingu og hvað þá tvær. Það má einnig tala um vítanýtinguna hjá báðum liðum en taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og því gekk illa að setja vítin niður. Það háði heimamönnum meira á lokasprettinum en tækifæri gáfust til að auka forskot sitt.Hverjir stóðu sig vel?Erlendu leikmenn liðanna voru atkvæðamestir í kvöld en Anthony Odunsi skoraði 28 stig fyrir heimamenn á meðan Amin Khalil Stevens skoraði 28 stig og reif niður 17 fráköst fyrir heimamenn sem er tæpur helmingur frákasta Keflavíkur liðsins í kvöld. Annars voru bæði lið að fá gott framlag frá öllum og úr varð gífurlega góður körfuboltaleikur en þeir sem lögðu leið sína í TM höllina fengu nóg fyrir skildinginn í kvöldMarvin Valdimarsson: Ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi Marvin Valdimarsson var hetja Stjörnumanna í fyrri framlengingunni þegar hann jafnaði metin þegar örfáar sekúndur voru eftir. Hann var spurður að því hvort gaman væri að koma í Keflavík og vísað í gamalt dægurlag. „Já, við elskum að vera hérna. Þetta er skemmtilegt íþróttahús með mikla hefð og eins og flestir vita þá er mikill rígur milli liðanna sem nær langt aftur og ég held hreinlega að þetta séu skemmtilegustu viðureignirnar, þetta er þvílíkt stríð.“ Marvin var svo spurður að því hvað færi í gegnum huga manns þegar boltanum er kastað upp í loftið í von um að setja hann niður og jafna metin í háspennuleik. „Það er bara sjálfstraust, ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi ásamt því að vilja ofboðslega að hitta. Sem betur fer fór hann ofan í. Þetta hefði getað fallið báðum megin en við lentum í skakkaföllum þar sem Tómas Heiðar, okkar jafnbesti leikmaður misstígur sig og Shouse er ekki nógu góður eftir höfuðhöggin og brunað var með hann í bæinn. Við náðum samt að þjappa okkur saman og berjast og ná muninum til baka og það tókst sem betur fer.“ „Við erum í bullandi séns á fyrsta sætinu. Við þurfum nú að ná okkur aftur upp eftir tvo slæma leiki á móti liðum í neðri hlutanum og eigum KR eftir úti. Að sjálfsögðu ráðumst við að fyrsta sætinu,“ sagði Marvin að lokum þegar hann var spurður að því hvernig hann sæi mótið þróast.Hjörtur Harðarson: Börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið„Við bara gáfum þeim of auðveld skot sem þeir settu niður, við vorum ekki nógu duglegir að fara út í þá og auðvitað hitta þeir úr þeim,“ sagði þjálfari heimamanna eftir svekkjandi tap á móti Stjörnunni í kvöld. „Við klikkuðum á þessu og þannig náðu þeir að skjota sig aftur inn í leikinn. Við bara börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið ásamt því að frákasta ekki nóg þeir tóku allt of mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. Það var til dæmis klaufaskapur hjá okkur að dekka ekki Marvin nógu vel í lok fyrri framlengingar, við vissum að þeir þurftu þrist en gerum fullt af mistökum sem kosta okkur leikinn.““ Hjörtur var spurður að því hvað þyrfti að gera til að bæta frákasta getur Keflavíkur en þeir hafa átt í basli með fráköstin í vetur. „Það má segja það en það væri betra ef fleiri tækju þátt í frákastabaráttunni. Okkur vantar dálítið baráttu og vera ákafar í að ná í boltann en ekki bara horfa á boltann.“ Um framhaldið sagði Hjörtur að Keflavík þyrfti að halda áfram að berjast og ná í sigra því deildin væri svakalega jöfn og það væri svakalegur pakki af liðum í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Keflavík-Stjarnan 103-106 (28-25, 22-14, 17-30, 21-19, 11-11, 4-7)Keflavík: Amin Khalil Stevens 28/17 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/5 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 19/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 8, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 7/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 28/9 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 16, Hlynur Elías Bæringsson 14/18 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 9, Justin Shouse 7/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6.Bein lýsing: Keflavík - Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Stjarnan bar sigurorð af Keflavík í kvöld í leik sem var tvíframlengdur. Venjulegur leiktími var mjög spennandi og áttu hvort lið um sig góða kafla en Keflavík þurfti að ná Stjörnunni í lokin sem þeir og gerðu. Keflavík virtist svo vera með unnin leik í lok fyrri framlengingar en Marvin Vald. náði að jafna og eftir spennandi seinni framlengingu náði Stjarnan að kreista fram sigur 103-106.Afhverju vann Stjarnan í kvöld?Þegar á hólminn var komið var það Stjarnan sem að hitti stóru skotunum þegar á reyndi í kvöld. Í venjulegum leiktíma hafði Keflavík náð góðu forskoti í fyrri hálfleik þar sem þeir máttu prísa sig sæla að vera með forskotið því Stjarnan tók urmul sóknarfrákasta en náðu ekki að nýta seinni tækifærin sem liðið fékk. Stjarnan náði svo að skjóta sig inn í leikinn í seinni hálfleik og þurfti Keflavík að ná í framlenginguna. Keflavík var svo með þriggja stiga forskot þegar nokkrar sekúndur lifðu af leiknum. Upp steig Marvin Vald. og setti niður ótrúleg þriggja stiga körfu sem jafnaði metin fyrir Stjörnuna. Því þurfti að framlengja aftur og þar náði Stjarnan aftur að nýta sín tækifæri sem Keflvíkingar gerðu ekki. Þegar svona mjótt er á munum er lítið hægt að telja upp hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi og jafnvel að heilladísirnar hafi bara verið með Garðbæingum í kvöld.Hvað gekk vel?Báðum liðum gekk vel að skora í leiknum og á köflum var mikill hraði og stutt milli karfa í kvöld og gerði það að verkum mikið fjör var í leiknum. Hjá gestunum voru það svo sóknarfráköstin sem gengu vel en þeir náðu alls 21 sóknarfrákasti í kvöld. Á tímabili í leiknum gátu heimamenn ekki keypt sér frákast.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá var það frákastageta Keflvíkinga sem kostar þá í þessum leik en þeir voru töluvert undir í þeirri baráttu. Hefðu Stjörnumenn verið duglegri að nýta tækifærin sem sköpuðust í kjölfarið hefði þessi leikur líklegast ekki farið í framlengingu og hvað þá tvær. Það má einnig tala um vítanýtinguna hjá báðum liðum en taugarnar voru þandar til hins ýtrasta og því gekk illa að setja vítin niður. Það háði heimamönnum meira á lokasprettinum en tækifæri gáfust til að auka forskot sitt.Hverjir stóðu sig vel?Erlendu leikmenn liðanna voru atkvæðamestir í kvöld en Anthony Odunsi skoraði 28 stig fyrir heimamenn á meðan Amin Khalil Stevens skoraði 28 stig og reif niður 17 fráköst fyrir heimamenn sem er tæpur helmingur frákasta Keflavíkur liðsins í kvöld. Annars voru bæði lið að fá gott framlag frá öllum og úr varð gífurlega góður körfuboltaleikur en þeir sem lögðu leið sína í TM höllina fengu nóg fyrir skildinginn í kvöldMarvin Valdimarsson: Ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi Marvin Valdimarsson var hetja Stjörnumanna í fyrri framlengingunni þegar hann jafnaði metin þegar örfáar sekúndur voru eftir. Hann var spurður að því hvort gaman væri að koma í Keflavík og vísað í gamalt dægurlag. „Já, við elskum að vera hérna. Þetta er skemmtilegt íþróttahús með mikla hefð og eins og flestir vita þá er mikill rígur milli liðanna sem nær langt aftur og ég held hreinlega að þetta séu skemmtilegustu viðureignirnar, þetta er þvílíkt stríð.“ Marvin var svo spurður að því hvað færi í gegnum huga manns þegar boltanum er kastað upp í loftið í von um að setja hann niður og jafna metin í háspennuleik. „Það er bara sjálfstraust, ég veit að ég get skotið þessu skoti og hef gert það áður í þessu húsi ásamt því að vilja ofboðslega að hitta. Sem betur fer fór hann ofan í. Þetta hefði getað fallið báðum megin en við lentum í skakkaföllum þar sem Tómas Heiðar, okkar jafnbesti leikmaður misstígur sig og Shouse er ekki nógu góður eftir höfuðhöggin og brunað var með hann í bæinn. Við náðum samt að þjappa okkur saman og berjast og ná muninum til baka og það tókst sem betur fer.“ „Við erum í bullandi séns á fyrsta sætinu. Við þurfum nú að ná okkur aftur upp eftir tvo slæma leiki á móti liðum í neðri hlutanum og eigum KR eftir úti. Að sjálfsögðu ráðumst við að fyrsta sætinu,“ sagði Marvin að lokum þegar hann var spurður að því hvernig hann sæi mótið þróast.Hjörtur Harðarson: Börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið„Við bara gáfum þeim of auðveld skot sem þeir settu niður, við vorum ekki nógu duglegir að fara út í þá og auðvitað hitta þeir úr þeim,“ sagði þjálfari heimamanna eftir svekkjandi tap á móti Stjörnunni í kvöld. „Við klikkuðum á þessu og þannig náðu þeir að skjota sig aftur inn í leikinn. Við bara börðumst ekki nóg til að gera skotin erfið ásamt því að frákasta ekki nóg þeir tóku allt of mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. Það var til dæmis klaufaskapur hjá okkur að dekka ekki Marvin nógu vel í lok fyrri framlengingar, við vissum að þeir þurftu þrist en gerum fullt af mistökum sem kosta okkur leikinn.““ Hjörtur var spurður að því hvað þyrfti að gera til að bæta frákasta getur Keflavíkur en þeir hafa átt í basli með fráköstin í vetur. „Það má segja það en það væri betra ef fleiri tækju þátt í frákastabaráttunni. Okkur vantar dálítið baráttu og vera ákafar í að ná í boltann en ekki bara horfa á boltann.“ Um framhaldið sagði Hjörtur að Keflavík þyrfti að halda áfram að berjast og ná í sigra því deildin væri svakalega jöfn og það væri svakalegur pakki af liðum í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.Keflavík-Stjarnan 103-106 (28-25, 22-14, 17-30, 21-19, 11-11, 4-7)Keflavík: Amin Khalil Stevens 28/17 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/5 fráköst/9 stoðsendingar/3 varin skot, Guðmundur Jónsson 19/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Reggie Dupree 8, Ágúst Orrason 8, Magnús Már Traustason 7/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 2.Stjarnan: Anthony Odunsi 28/9 fráköst/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 16, Hlynur Elías Bæringsson 14/18 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 9, Justin Shouse 7/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 7, Tómas Þórður Hilmarsson 7/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6.Bein lýsing: Keflavík - Stjarnan
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira