Mayweather býður Conor tæpa tvo milljarða fyrir að mæta sér í hringnum 12. janúar 2017 09:30 Þetta yrði rosalegt! vísir Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni. MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Floyd Mayweather Jr., einn besti hnefaleikakappi sögunnar, hefur boðið írsku MMA-ofurstjörnunni og Íslandsvininum Conor McGregor að mæta sér í hnefaleikahringnum. Þessu sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN í gær. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.Sjá einnig:Conor ögrar Maywaether: Mun brjóta á honum andlitið „Ég er viðskiptamaður og þetta er eitthvað sem mun ganga upp,“ sagði Mayweather sem er búinn að bjóða Conor fimmtán milljónir dollara eða tæplega tvo milljarða íslenskra króna fyrir að berjast við sig. Conor hefur áður sagt að hann vilji fá 100 milljónir dollara fyrir að berjast við hnefaleikagoðsögnina en honum bjóðast þessar fimmtán bara fyrir það eitt að mæta til leiks. „Við erum tilbúnir til að borga honum 15 milljónir dollara og svo getum við talað um hvernig við skiptum aðgangseyrinum og sjónvarpstekjunum. Þeir vita alveg hver talan mín er. Hún er alltaf 100 milljónir dollara. Það er mín tala,“ sagði Mayweather sem er alveg með munninn fyrir neðan nefið eins og Írinn. Conor veit alveg af tekjumöguleikum í kringum þennan bardaga og nældi sér því í hnefaleikaleyfi undir lok síðasta árs. Það gæti því verið styttra í þennan ofurbardaga en margir telja. Írinn er þó samningsbundinn UFC og þyrfti það samband að fá að taka þátt í herferðinni fyrir bardagann ef af verður og væntanlega að fá sneið af kökunni.
MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira