Neymar er miklu verðmætari en Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2017 08:00 Þrír af fimm verðmætustu leikmönnum heims, Suarez, Neymar og Messi. Vísir/Getty Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er langverðmætasti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri samantekt CIES Football Observatory á því hverjir eru hundrað verðmætustu fótboltamenn heimsins í dag. Neymar sem spilar hjá Barcelona er talinn vera 246,8 milljóna evra virði sem er mun meira en liðsfélagi hans Lionel Messi sem er metinn á 170,5 milljónir evra. 246,8 milljónir evra eru tæpir 30 milljarðar íslenskra króna. Það efast enginn um getu Lionel Messi en hér skiptir örugglega talsverðu máli að hann er fimm árum eldri en Neymar. Það er því mun meiri framtíð í Neymar þó að það bendi ekkert til þess að Messi sé á einhverji niðurleið enda verður hann er þrítugur fyrr en seinna á þessu ári. Paul Pogba hjá Manchester United kemur síðan í þriðja sætinu en verðmæti hans er talið vera 155,3 milljónir evra eða mun meira en United borgaði Juventus fyrir hann í sumar. Antonie Griezmann er í fjórða sæti og fimmti er síðan Luis Suarez. Barcelona á því þrjá af fimm verðmætustu fótboltamönnum heims. Nýkjörinn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, kemst hinsvegar aðeins í sjöunda sæti listans en næstur á undan honum er Harry Kane, framherji Tottenham. Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á tvo á topp tíu því Dele Alli er níundi verðmætasti knattspyrnumaður heims. Af leikmönnum í einstökum stöðum þá er Jan Oblak hjá Atletico Madrid verðmætasti markvörðurinn (59,8 milljónir evra), Raphael Varane hjá Real Madrid er verðmætasti miðvörðurinn (64 milljónir evra) og Hector Bellerín hjá Arsenal verðmætasti bakvörðurinn. Manchester United, Chelsea, Tottenham, Manchester City, Arsenal og Leicester eiga öll leikmenn inn á topp tuttugu. Verðmætasti leikmaður Liverpool er aftur á móti Sadio Mané sem er í 39. sæti. Liverpool á reynda þrjá aðra leikmenn frá 45. til 49. Sæti. CIES Football Observatory hefur tekið samskonar tölur saman frá árinu 2012 og nota þeir ákveðinn algóritma til að finna þetta út. Það má sjá listann hér. Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er langverðmætasti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri samantekt CIES Football Observatory á því hverjir eru hundrað verðmætustu fótboltamenn heimsins í dag. Neymar sem spilar hjá Barcelona er talinn vera 246,8 milljóna evra virði sem er mun meira en liðsfélagi hans Lionel Messi sem er metinn á 170,5 milljónir evra. 246,8 milljónir evra eru tæpir 30 milljarðar íslenskra króna. Það efast enginn um getu Lionel Messi en hér skiptir örugglega talsverðu máli að hann er fimm árum eldri en Neymar. Það er því mun meiri framtíð í Neymar þó að það bendi ekkert til þess að Messi sé á einhverji niðurleið enda verður hann er þrítugur fyrr en seinna á þessu ári. Paul Pogba hjá Manchester United kemur síðan í þriðja sætinu en verðmæti hans er talið vera 155,3 milljónir evra eða mun meira en United borgaði Juventus fyrir hann í sumar. Antonie Griezmann er í fjórða sæti og fimmti er síðan Luis Suarez. Barcelona á því þrjá af fimm verðmætustu fótboltamönnum heims. Nýkjörinn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, kemst hinsvegar aðeins í sjöunda sæti listans en næstur á undan honum er Harry Kane, framherji Tottenham. Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á tvo á topp tíu því Dele Alli er níundi verðmætasti knattspyrnumaður heims. Af leikmönnum í einstökum stöðum þá er Jan Oblak hjá Atletico Madrid verðmætasti markvörðurinn (59,8 milljónir evra), Raphael Varane hjá Real Madrid er verðmætasti miðvörðurinn (64 milljónir evra) og Hector Bellerín hjá Arsenal verðmætasti bakvörðurinn. Manchester United, Chelsea, Tottenham, Manchester City, Arsenal og Leicester eiga öll leikmenn inn á topp tuttugu. Verðmætasti leikmaður Liverpool er aftur á móti Sadio Mané sem er í 39. sæti. Liverpool á reynda þrjá aðra leikmenn frá 45. til 49. Sæti. CIES Football Observatory hefur tekið samskonar tölur saman frá árinu 2012 og nota þeir ákveðinn algóritma til að finna þetta út. Það má sjá listann hér.
Enski boltinn Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira