LeBron finnur til með Rondu: „Ég veit hvernig henni líður því ég gekk líka í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 09:00 Ronda Rousey er mögulega hætt. vísir/getty Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James. MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Sjá meira
Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James.
MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Sjá meira
Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08
Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00
Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00
Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30