Ósætti hjá körfuboltaliðum vegna manneklu í Útlendingastofnun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2017 15:46 Myron Dempsey í búningi Tindastóls. vísir/valli Þrír erlendir leikmenn sem eru allir komnir hingað til lands og bíða þess eins að spila með liðum sínum í Domino's-deild karla hafa ekki enn fengið dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Þetta eru Myron Dempsey, leikmaður Njarðvíkur, Anthony Odunsi í Stjörnunni og Christian David Covile hjá Snæfelli. „Það vildi svo óheppilega til að allir leyfafulltrúar í Útlendingastofnun voru fjarverandi í dag. Við skulum sjá hvað gerist á næsta hálftíma,“ sagði Róbert Þór Guðnason, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur við Vísi klukkan 15.30. Þá var hálftími í að vinnudegi lyki hjá Útlendingastofnun. Erlendir leikmenn þurfa að fá dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en sótt er um atvinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun. Málið er í strandi hjá fyrrnefndu stofnunni vegna fjarvista allra þeirra starfsmanna sem geta afgreitt umsóknirnar. „Þetta fór inn löngu fyrir jól en menn hafa verið í fríi og verið veikir,“ sagði Skarphéðinn Eiríksson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók í svipaðan streng. „Við sendum okkar pappíra inn strax eftir jól en það var heldur enginn við þá,“ sagði Ingi Þór. „Þetta var rosalega fúlt. Þetta er ekki eins og þetta á að vera. Nógu erfitt er að skipta um erlendan leikmann og svo bætist nú við að útskýra þetta fyrir leikmönnum og leikmanninum sjálfum sem er kominn til landsins og bíður þess eins að geta spilað með liðinu.“ Öll þrjú lið eiga leiki í Domino's-deild karla í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík klukkan 19.15 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sem eru allir komnir hingað til lands og bíða þess eins að spila með liðum sínum í Domino's-deild karla hafa ekki enn fengið dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Þetta eru Myron Dempsey, leikmaður Njarðvíkur, Anthony Odunsi í Stjörnunni og Christian David Covile hjá Snæfelli. „Það vildi svo óheppilega til að allir leyfafulltrúar í Útlendingastofnun voru fjarverandi í dag. Við skulum sjá hvað gerist á næsta hálftíma,“ sagði Róbert Þór Guðnason, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur við Vísi klukkan 15.30. Þá var hálftími í að vinnudegi lyki hjá Útlendingastofnun. Erlendir leikmenn þurfa að fá dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun áður en sótt er um atvinnuleyfi hjá Vinnumálastofnun. Málið er í strandi hjá fyrrnefndu stofnunni vegna fjarvista allra þeirra starfsmanna sem geta afgreitt umsóknirnar. „Þetta fór inn löngu fyrir jól en menn hafa verið í fríi og verið veikir,“ sagði Skarphéðinn Eiríksson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók í svipaðan streng. „Við sendum okkar pappíra inn strax eftir jól en það var heldur enginn við þá,“ sagði Ingi Þór. „Þetta var rosalega fúlt. Þetta er ekki eins og þetta á að vera. Nógu erfitt er að skipta um erlendan leikmann og svo bætist nú við að útskýra þetta fyrir leikmönnum og leikmanninum sjálfum sem er kominn til landsins og bíður þess eins að geta spilað með liðinu.“ Öll þrjú lið eiga leiki í Domino's-deild karla í kvöld. Njarðvík mætir Keflavík klukkan 19.15 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira