Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik á móti KR. Vísir/Eyþór Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli. Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli.
Dominos-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira