Hlynur og Tyson-Thomas best í fyrri hluta Domino´s-deildanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2016 23:30 Hlynur Bæringsson og Carmen Tyson-Thomas hafa skarað fram úr hingað til. vísir/eyþór/ernir Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var kjörinn besti leikmaður fyri ellefu umferða Domino´s-deildar karla í körfubolta og Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, fékk sömu verðlaun í kvennadeildinni. Uppgjör fyrri hluta deildanna fór fram í jólaþætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport í kvöld en KKÍ og Stöð 2 Sport eru komin í samstarf um verðlaunin. Hlynur var einnig besti varnarmaðurinn hjá körlunum og átti sæti í úrvalsliðinu. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR fékk verðlaun fyrir að vera besti ungi leikmaður fyrri hlutans. Þá var Finnur Jónsson, þjálfari nýliða Skallagríms, kjörinn besti þjálfarinn en sérstök valnefnd greiddi atkvæði bæði í karla- og kvennaflokki. Skallagrímur hefur komið skemmtilega á óvart og er með tíu stig eftir ellefu umferðir.Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru bestu ungu leikmenn fyrri hlutans.vísir/anton brink/ernirHin bráðefnilega Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kjörin besti ungi leikmaðurinn í Domino´s-deild kvenna og þá var hún einnig kjörin besti varnarmaðurinn. Keflavíkurliðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en þetta unga og skemmtilega lið er á toppnum í deildinni. Þjálfari hennar, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn besti þjálfarinn. Emelía á sæti í úrvalsliðinu ásamt samherja sínum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Tyson-Thomas en auk þeirra eru í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar. Tveir leikmenn Tindastóls, sem er á toppnum í Domino´s-deild karla, eru í úrvalsliðinu en það eru Pétur Rúnar Birgisson og Chris Caird. Auk þeirra og Hlyns eru í liðinu Brynjar Þór Björnsson úr KR og Amin Steven, miðherji Keflavíkur.Verðlaunin fyrir fyrri hluta Domino´s-deildar karla:Domino´s-deild karla:Besti leikmaður: Hlynur Bæringsson, StjörnunniBesti ungi leikmaður: Þórir Guðmundur Þorbjarnason, KRBesti varnarmaður: Hlynur Bæringsson, StjörnunniBesti þjálfarinn: Finnur Jónsson, SkallagrímiÚrvalsliðið: Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli Brynjar Þór Björnsson, KR Chris Caird, Tindastóli Hlynur Bæringsson, Stjörnunni Amin Stevens, KeflavíkDomino´s-deild kvenna:Besti leikmaður: Carmen-Tyson Thomas, NjarðvíkBesti ungi leikmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, KeflavíkBesti varnarmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, KeflavíkBesti þjálfarinn: Sverrir Þór Sverrisson, KeflavíkÚrvalsliðið: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími Ragna Margrét Brynjarsdóttir, StjörnunniFinnur Jónsson, þjálfari Skallagríms.vísir/ernirSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur.vísir/anton brink Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var kjörinn besti leikmaður fyri ellefu umferða Domino´s-deildar karla í körfubolta og Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, fékk sömu verðlaun í kvennadeildinni. Uppgjör fyrri hluta deildanna fór fram í jólaþætti Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport í kvöld en KKÍ og Stöð 2 Sport eru komin í samstarf um verðlaunin. Hlynur var einnig besti varnarmaðurinn hjá körlunum og átti sæti í úrvalsliðinu. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR fékk verðlaun fyrir að vera besti ungi leikmaður fyrri hlutans. Þá var Finnur Jónsson, þjálfari nýliða Skallagríms, kjörinn besti þjálfarinn en sérstök valnefnd greiddi atkvæði bæði í karla- og kvennaflokki. Skallagrímur hefur komið skemmtilega á óvart og er með tíu stig eftir ellefu umferðir.Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru bestu ungu leikmenn fyrri hlutans.vísir/anton brink/ernirHin bráðefnilega Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var kjörin besti ungi leikmaðurinn í Domino´s-deild kvenna og þá var hún einnig kjörin besti varnarmaðurinn. Keflavíkurliðið hefur spilað frábærlega á leiktíðinni en þetta unga og skemmtilega lið er á toppnum í deildinni. Þjálfari hennar, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn besti þjálfarinn. Emelía á sæti í úrvalsliðinu ásamt samherja sínum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Tyson-Thomas en auk þeirra eru í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími, og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar. Tveir leikmenn Tindastóls, sem er á toppnum í Domino´s-deild karla, eru í úrvalsliðinu en það eru Pétur Rúnar Birgisson og Chris Caird. Auk þeirra og Hlyns eru í liðinu Brynjar Þór Björnsson úr KR og Amin Steven, miðherji Keflavíkur.Verðlaunin fyrir fyrri hluta Domino´s-deildar karla:Domino´s-deild karla:Besti leikmaður: Hlynur Bæringsson, StjörnunniBesti ungi leikmaður: Þórir Guðmundur Þorbjarnason, KRBesti varnarmaður: Hlynur Bæringsson, StjörnunniBesti þjálfarinn: Finnur Jónsson, SkallagrímiÚrvalsliðið: Pétur Rúnar Birgisson, Tindastóli Brynjar Þór Björnsson, KR Chris Caird, Tindastóli Hlynur Bæringsson, Stjörnunni Amin Stevens, KeflavíkDomino´s-deild kvenna:Besti leikmaður: Carmen-Tyson Thomas, NjarðvíkBesti ungi leikmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, KeflavíkBesti varnarmaður: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, KeflavíkBesti þjálfarinn: Sverrir Þór Sverrisson, KeflavíkÚrvalsliðið: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík Carmen Tyson-Thomas, Njarðvík Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími Ragna Margrét Brynjarsdóttir, StjörnunniFinnur Jónsson, þjálfari Skallagríms.vísir/ernirSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur.vísir/anton brink
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira