Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 70-93 | Þórsarar völtuðu yfir Keflavík í seinni hálfleik Guðmundur Steinarsson í Sláturhúsinu skrifar 4. desember 2016 18:15 Amin Stevens hefur verið frábær í liði Keflavíkur í vetur. vísir/ernir Þór Þorlákshöfn er komið í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík í Sláturhúsinu 70-93 en eftir jafnan fyrri hálfleik gengu Þórsarar frá Keflavík í seinni hálfleik. Það voru tvö særð lið sem mættu til leiks í TM-höllina í dag. Leikurinn bar þess merki í upphafi leiks, liðin voru frekar róleg og leikmenn ragir við að taka tiltölulega opin skot. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að hafa forystu. Heimamenn í Keflavík fóru inn í hálfleik með eins stigs forystu 42-41. Strax í upphafi þriðja leikhluta kom meiri hraði og ákafi í leikinn. Áfram var leikurinn í járnum, en um miðjan leikhluta tóku Þórsarar völdin. Tobin Carberry tók þá leikinn hálfpartinn yfir og stýrði leik gestana frá Þorlákshöfn virkilega vel. Tobin var bæði duglegur í stigaskoruninni sem og að spila samherja sína uppi. Í loka fjórðungnum hefði maður haldið að Keflvíkingar mundu gera almennilegt áhlaup á Þór en svo var ekki. Gestirnir voru við öllu búnir og í staðinn fyrir að hleypa heimamönnum nær sér, þá juku þeir forystuna jafnt og þétt þangað til yfir lauk. Lokatölur 70-93 fyrir Þór Þorlákshöfn sem er komið í 8-liða úrslit og var sigur þeirra sanngjarn í kvöld og jafnframt sá fyrsti í sögu þeirra í Keflavík.Af hverju vann Þór Þorlákshöfn ? Þeir voru betri í dag á nánast öllum sviðum og virtust hafa meiri trú á því sem þeir voru að gera. Þegar Þórsarar sáu að það væri þeirra að taka þennan leik að þá nýttu þeir tækifærið, tóku leikinn föstum tökum og slepptu ekki takinu.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var bestur á vellinum í dag. Hann hafði frekar hægt um sig í byrjun leiks en í síðari hálfleik skipta hann um gír og tók leikinn yfir. Tobin endaði leikinn með 34 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Emil átti líka fínan leik, var með 18 stig og setti niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Tölfræði sem vakti athygli Tapaðir bolta hjá Kelfavík, þeir töpuðu 15 boltum á móti 6 hjá Þór. Þriggja stiga nýting heimamanna var líka arfaslök eða 4 þristar af eingöngu 15 skotum. Þórsarar hittu úr 14 þristum í 35 tilraunum og er alveg hægt að segja að munurinn á liðunum liggji þarna í þessum tveimur þáttum.Hvað gekk illa ? Lykilleikmenn Keflvíkinga voru slakir í dag. Amin Stevens sem hefur verið öflugur það sem af er tímabili átti afleitan leik. Amin var að vísu með tvöfalda tvennu en hann skoraði aðeins 11 stig og tók 12 fráköst í kvöld. Amin er búinn að vera með 30 stig að meðaltali í vetur. Reggie Dupree átti einnig slæman dag en hann skoraði ekki stig í dag. Hörður Axel á líka að geta gert betur, hann var reyndar með 17 stig og 9 stoðsendingar en hann tekur ekkert frákast í leiknum og er með 5 tapaða bolta eða einum minna en allt Þórsliðið.Keflavík-Þór Þ. 70-93 (22-17, 20-24, 15-24, 13-28)Keflavík: Magnús Már Traustason 18, Guðmundur Jónsson 18/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/9 stoðsendingar, Amin Khalil Stevens 11/12 fráköst, Andrés Kristleifsson 4, Daði Lár Jónsson 2, Reggie Dupree 0/5 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 34/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 18/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ragnar Örn Bragason 6, Grétar Ingi Erlendsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Einar Árni: Þurftum að sýna úr hverju við erum gerðirEinar Árni þjálfari Þórs var kátur í leikslok og honum létt. Þetta var fyrsti sigur þeirra í mánuð og óhætt að segja að hann hafi verið stór. Fyrsti sigur Þórsara í Keflavík í sögunni og þeir eru áfram með í bikarnum. „Ég er gríðarlega sáttur, varnarleikurinn var til fyrirmyndar og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur“ sagði Einar Árni eftir leikinn i dag og bætti við: „Þetta er búinn að vera erfiður mánuður og við þurftum aðeins og hugsa hlutina uppá nýtt og sýna úr hverju við erum gerðir.“ Einari Árna fannst þetta vera kjörinn leikur til að snúa gengi liðsins við og átti þá við að fá bikarleik þar sem allt er undir. Þór fór í bikarúrslit í fyrra í fyrsta skipti og leikmönnum liðsins langar væntanlega að fara þangað aftur. „Já það er hvatning á bakvið það að hafa farið í fyrra og þá reynslu sem við upplifðum þá og það hefur ýtt undir. En umfarm allt vildum við rífa okkur upp úr þeirri lægð sem við vorum í,“ sagði Einar Árni að lokum. Hörður Axel: Erum ekki að fá neinar auðveldar körfurHörður Axel Vilhjálmsson var þungur á brún eftir leikinn í dag. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði með liðunum en endaði með stóru tapi Keflavíkinga, annað stóra tapið í röð. „Já þetta var skrítinn leikur, það var kraftur í okkur til að byrja með en svo fjarar það út í seinni hálfleik.“ Hörður Axel sagði að liðið kæmi ekki nægilega sterkt til leiks eftir hálfleik, það hefði gerst í dag og einnig gegn KR síðast og það sé eitthvað sem verði að laga. Keflavík var aðeins með fjórar þriggja stiga körfur í leiknum á móti fjórtán hjá gestunum frá Þorlákshöfn. „Svona er þetta stundum að þá er hittnin ekki til staðar, en við megum ekki lifa og deyja með þristum. Við verðum líka að keyra að körfunni, sem við byrjuðum að gera en hættum svo,“ sagði Hörður Axel og bætti við: „Við vorum að henda boltanum mikið inn á hann (Amin) en hann þarf kannski líka að vera duglegur að láta boltann aftur út ef það eru komnir 2-3 leikmenn á hann og finna þá betri valmöguleika.“ Hörður Axel er tiltölulega nýkominn til baka eftir mánaðarveru í Belgíu og á enn eftir að vinna leik með Keflvíkingum eftir þessa endurkomu. „Það vantar að ég læri almennilega inn á strákana og þeir á mig. Hvernig þeir eigi að hreyfa sig þegar ég keyri að körfunni og finna þá opnari skot og auðveldari körfur sem við erum ekki að fá í dag“ sagði Hörður Axel að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn er komið í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík í Sláturhúsinu 70-93 en eftir jafnan fyrri hálfleik gengu Þórsarar frá Keflavík í seinni hálfleik. Það voru tvö særð lið sem mættu til leiks í TM-höllina í dag. Leikurinn bar þess merki í upphafi leiks, liðin voru frekar róleg og leikmenn ragir við að taka tiltölulega opin skot. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að hafa forystu. Heimamenn í Keflavík fóru inn í hálfleik með eins stigs forystu 42-41. Strax í upphafi þriðja leikhluta kom meiri hraði og ákafi í leikinn. Áfram var leikurinn í járnum, en um miðjan leikhluta tóku Þórsarar völdin. Tobin Carberry tók þá leikinn hálfpartinn yfir og stýrði leik gestana frá Þorlákshöfn virkilega vel. Tobin var bæði duglegur í stigaskoruninni sem og að spila samherja sína uppi. Í loka fjórðungnum hefði maður haldið að Keflvíkingar mundu gera almennilegt áhlaup á Þór en svo var ekki. Gestirnir voru við öllu búnir og í staðinn fyrir að hleypa heimamönnum nær sér, þá juku þeir forystuna jafnt og þétt þangað til yfir lauk. Lokatölur 70-93 fyrir Þór Þorlákshöfn sem er komið í 8-liða úrslit og var sigur þeirra sanngjarn í kvöld og jafnframt sá fyrsti í sögu þeirra í Keflavík.Af hverju vann Þór Þorlákshöfn ? Þeir voru betri í dag á nánast öllum sviðum og virtust hafa meiri trú á því sem þeir voru að gera. Þegar Þórsarar sáu að það væri þeirra að taka þennan leik að þá nýttu þeir tækifærið, tóku leikinn föstum tökum og slepptu ekki takinu.Bestu menn vallarins Tobin Carberry var bestur á vellinum í dag. Hann hafði frekar hægt um sig í byrjun leiks en í síðari hálfleik skipta hann um gír og tók leikinn yfir. Tobin endaði leikinn með 34 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Emil átti líka fínan leik, var með 18 stig og setti niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Tölfræði sem vakti athygli Tapaðir bolta hjá Kelfavík, þeir töpuðu 15 boltum á móti 6 hjá Þór. Þriggja stiga nýting heimamanna var líka arfaslök eða 4 þristar af eingöngu 15 skotum. Þórsarar hittu úr 14 þristum í 35 tilraunum og er alveg hægt að segja að munurinn á liðunum liggji þarna í þessum tveimur þáttum.Hvað gekk illa ? Lykilleikmenn Keflvíkinga voru slakir í dag. Amin Stevens sem hefur verið öflugur það sem af er tímabili átti afleitan leik. Amin var að vísu með tvöfalda tvennu en hann skoraði aðeins 11 stig og tók 12 fráköst í kvöld. Amin er búinn að vera með 30 stig að meðaltali í vetur. Reggie Dupree átti einnig slæman dag en hann skoraði ekki stig í dag. Hörður Axel á líka að geta gert betur, hann var reyndar með 17 stig og 9 stoðsendingar en hann tekur ekkert frákast í leiknum og er með 5 tapaða bolta eða einum minna en allt Þórsliðið.Keflavík-Þór Þ. 70-93 (22-17, 20-24, 15-24, 13-28)Keflavík: Magnús Már Traustason 18, Guðmundur Jónsson 18/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/9 stoðsendingar, Amin Khalil Stevens 11/12 fráköst, Andrés Kristleifsson 4, Daði Lár Jónsson 2, Reggie Dupree 0/5 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 34/9 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 18/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ragnar Örn Bragason 6, Grétar Ingi Erlendsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Einar Árni: Þurftum að sýna úr hverju við erum gerðirEinar Árni þjálfari Þórs var kátur í leikslok og honum létt. Þetta var fyrsti sigur þeirra í mánuð og óhætt að segja að hann hafi verið stór. Fyrsti sigur Þórsara í Keflavík í sögunni og þeir eru áfram með í bikarnum. „Ég er gríðarlega sáttur, varnarleikurinn var til fyrirmyndar og seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur“ sagði Einar Árni eftir leikinn i dag og bætti við: „Þetta er búinn að vera erfiður mánuður og við þurftum aðeins og hugsa hlutina uppá nýtt og sýna úr hverju við erum gerðir.“ Einari Árna fannst þetta vera kjörinn leikur til að snúa gengi liðsins við og átti þá við að fá bikarleik þar sem allt er undir. Þór fór í bikarúrslit í fyrra í fyrsta skipti og leikmönnum liðsins langar væntanlega að fara þangað aftur. „Já það er hvatning á bakvið það að hafa farið í fyrra og þá reynslu sem við upplifðum þá og það hefur ýtt undir. En umfarm allt vildum við rífa okkur upp úr þeirri lægð sem við vorum í,“ sagði Einar Árni að lokum. Hörður Axel: Erum ekki að fá neinar auðveldar körfurHörður Axel Vilhjálmsson var þungur á brún eftir leikinn í dag. Leikurinn fór rólega af stað og jafnræði með liðunum en endaði með stóru tapi Keflavíkinga, annað stóra tapið í röð. „Já þetta var skrítinn leikur, það var kraftur í okkur til að byrja með en svo fjarar það út í seinni hálfleik.“ Hörður Axel sagði að liðið kæmi ekki nægilega sterkt til leiks eftir hálfleik, það hefði gerst í dag og einnig gegn KR síðast og það sé eitthvað sem verði að laga. Keflavík var aðeins með fjórar þriggja stiga körfur í leiknum á móti fjórtán hjá gestunum frá Þorlákshöfn. „Svona er þetta stundum að þá er hittnin ekki til staðar, en við megum ekki lifa og deyja með þristum. Við verðum líka að keyra að körfunni, sem við byrjuðum að gera en hættum svo,“ sagði Hörður Axel og bætti við: „Við vorum að henda boltanum mikið inn á hann (Amin) en hann þarf kannski líka að vera duglegur að láta boltann aftur út ef það eru komnir 2-3 leikmenn á hann og finna þá betri valmöguleika.“ Hörður Axel er tiltölulega nýkominn til baka eftir mánaðarveru í Belgíu og á enn eftir að vinna leik með Keflvíkingum eftir þessa endurkomu. „Það vantar að ég læri almennilega inn á strákana og þeir á mig. Hvernig þeir eigi að hreyfa sig þegar ég keyri að körfunni og finna þá opnari skot og auðveldari körfur sem við erum ekki að fá í dag“ sagði Hörður Axel að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira