Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. desember 2016 20:00 Ólafía Þórunn hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga með glæstri frammistöðu sinni. Mynd af Twitter-síðu GSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst alla leið á LPGA-mótaröðina en hún varð á þessu ári annar kylfingurinn sem komst inn á LET-mótaröðina, sterkustu mótaröðina í Evrópu. Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari með þrjá skolla og tvo fugla en það kom ekki að sök eftir góðan árangur hennar undanfarna daga. Hafnaði hún í öðru sæti en bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green tryggði sér sigur með fugli á lokaholunni. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum ásamt myndböndum sem Golfsamband Íslands birti frá Flórída.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári. Ólafía er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst alla leið á LPGA-mótaröðina en hún varð á þessu ári annar kylfingurinn sem komst inn á LET-mótaröðina, sterkustu mótaröðina í Evrópu. Ólafía lék hringinn í dag á einu höggi yfir pari með þrjá skolla og tvo fugla en það kom ekki að sök eftir góðan árangur hennar undanfarna daga. Hafnaði hún í öðru sæti en bandaríski kylfingurinn Jaye Marie Green tryggði sér sigur með fugli á lokaholunni. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum ásamt myndböndum sem Golfsamband Íslands birti frá Flórída.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Leik lokið: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira