Mjölnismenn komust ekki til Tékklands: Skráningin á EM bjargaðist fyrir horn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2016 15:00 Hópurinn sem hélt utan í gær. Mynd/Facebook-síða Mjölnis Mjölnismenn óttuðust að missa af skráningarfresti fyrir EM áhugamanna í blönduðum bardagalistum vegna erfiðleika í samgöngum til Prag, þar sem mótið fer fram. Ellefu manna hópur keppenda og aðstandenda þeirra frá Mjölni hélt í gær utan til Tékklands. Hópurinn flaug fyrst til Parísar í gærmorgun og átti að halda áfram til Prag en flugvélin sem hópurinn var í gat ekki lent í borginni vegna þoku. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, segir að flugvélin hafi þurft að hætta við lendingu í Prag og lenti hún svo í Dresden í Þýskalandi, um 150 km frá Prag. Mjölnismenn, sem voru með átta keppendur skráða í mótið, þurftu að staðfesta skráningu sína á staðnum fyrir klukkan 17.00 að staðartíma í dag og óttuðust að ná því ekki vegna óvæntrar lendingar í Dresden. „Ég hringdi í mótshaldara og útskýrði málið fyrir þeim. Þessu hefur verið kippt í liðinn og ekkert að óttast fyrir keppendur,“ sagði Haraldur. Í fyrra urðu Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir Evrópumeistarar í sínum flokkum en eru nú bæði orðin atvinnumenn. Þar með er ljóst að þau munu ekki verja titla sína en Haraldur er bjartsýnn á gott gengi síns fólks. „Við gerum okkur alltaf vonir. Ég held að við eigum raunhæfan möguleika á verðlaunum og að jafnvel muni einhverjir koma heim með gull um hálsinn.“ MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Mjölnismenn óttuðust að missa af skráningarfresti fyrir EM áhugamanna í blönduðum bardagalistum vegna erfiðleika í samgöngum til Prag, þar sem mótið fer fram. Ellefu manna hópur keppenda og aðstandenda þeirra frá Mjölni hélt í gær utan til Tékklands. Hópurinn flaug fyrst til Parísar í gærmorgun og átti að halda áfram til Prag en flugvélin sem hópurinn var í gat ekki lent í borginni vegna þoku. Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, segir að flugvélin hafi þurft að hætta við lendingu í Prag og lenti hún svo í Dresden í Þýskalandi, um 150 km frá Prag. Mjölnismenn, sem voru með átta keppendur skráða í mótið, þurftu að staðfesta skráningu sína á staðnum fyrir klukkan 17.00 að staðartíma í dag og óttuðust að ná því ekki vegna óvæntrar lendingar í Dresden. „Ég hringdi í mótshaldara og útskýrði málið fyrir þeim. Þessu hefur verið kippt í liðinn og ekkert að óttast fyrir keppendur,“ sagði Haraldur. Í fyrra urðu Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir Evrópumeistarar í sínum flokkum en eru nú bæði orðin atvinnumenn. Þar með er ljóst að þau munu ekki verja titla sína en Haraldur er bjartsýnn á gott gengi síns fólks. „Við gerum okkur alltaf vonir. Ég held að við eigum raunhæfan möguleika á verðlaunum og að jafnvel muni einhverjir koma heim með gull um hálsinn.“
MMA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira