Snorri tryggði sér silfur í þrettán gráðu frosti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 12:00 Íslenski göngugarpurinn Snorri Einarsson heldur áfram að standa sig vel og í morgun komst hann á verðlaunapall á alþjóðlegu FIS móti í Olos í Finnlandi. Snorri Einarsson nældi sér þá í silfurverðlaun í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð en hann hafði áður verið í áttunda sæti í 10 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Þetta er frábær árangur hjá Snorra sem fékk fyrir þetta 39.24 FIS punkta. Þessi stig munu skila sér á næsta heimslista og færist Snorri því enn framar á listanum sem eru mjög góðar fréttir. Með árangri sínum í gær þá hafi Snorri tryggt sér þátttökurétt í öllum lengri vegalengdum á Heimsmeistaramótinu í Lahti sem fram fer í febrúar 2017. Snorri lét ekki krefjandi aðstæður stoppa sig í dag en mikill kuldi var í Finnlandi, eða um þrettán gráðu frost. Snorri gekk mjög vel í dag og sótti á eftir því sem leið á gönguna. Hann var í fjórða sæti eftir fyrstu 5 kílómetrana og þriðja sæti eftir 10 kílómetra. Lokaspretturinn dugði honum svo til silfurverðlauna en hann var einungis 0,8 sek á undan Perttu Hyvarinen sem endaði þriðji. Finninn Lari Lehtonen vann gönguna en hann var 30,5 sekúndum á undan okkar manni. Sturla Björn Einarsson, yngri bróðir Snorra, endaði í 102. sæti í þessari göngu í dag. Hann var tæpum fjórum mínútum á eftir bróður sínum. Brynjar Leó Kristinsson tók einnig þátt í þessari göngu en hann var rétt tæpum fimm mínútum á eftir efsta manni og endaði í 119. sæti. Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Íslenski göngugarpurinn Snorri Einarsson heldur áfram að standa sig vel og í morgun komst hann á verðlaunapall á alþjóðlegu FIS móti í Olos í Finnlandi. Snorri Einarsson nældi sér þá í silfurverðlaun í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð en hann hafði áður verið í áttunda sæti í 10 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Þetta er frábær árangur hjá Snorra sem fékk fyrir þetta 39.24 FIS punkta. Þessi stig munu skila sér á næsta heimslista og færist Snorri því enn framar á listanum sem eru mjög góðar fréttir. Með árangri sínum í gær þá hafi Snorri tryggt sér þátttökurétt í öllum lengri vegalengdum á Heimsmeistaramótinu í Lahti sem fram fer í febrúar 2017. Snorri lét ekki krefjandi aðstæður stoppa sig í dag en mikill kuldi var í Finnlandi, eða um þrettán gráðu frost. Snorri gekk mjög vel í dag og sótti á eftir því sem leið á gönguna. Hann var í fjórða sæti eftir fyrstu 5 kílómetrana og þriðja sæti eftir 10 kílómetra. Lokaspretturinn dugði honum svo til silfurverðlauna en hann var einungis 0,8 sek á undan Perttu Hyvarinen sem endaði þriðji. Finninn Lari Lehtonen vann gönguna en hann var 30,5 sekúndum á undan okkar manni. Sturla Björn Einarsson, yngri bróðir Snorra, endaði í 102. sæti í þessari göngu í dag. Hann var tæpum fjórum mínútum á eftir bróður sínum. Brynjar Leó Kristinsson tók einnig þátt í þessari göngu en hann var rétt tæpum fimm mínútum á eftir efsta manni og endaði í 119. sæti.
Aðrar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira