Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Jose Costa er hættur og Israel Martin tekur við Tindastóli á nýjan leik en Martin hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Costa. vísir/anton brink „Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51