Keflvíkingar hvolfdu bátnum þegar þeir rugguðu honum í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2016 17:30 Dominique Hudson og Earl Brown yngri. Vísir/Samsett mynd Keflavík er við hlið Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu níu umferðirnar. Engu að síður ákvað stjórnin í Keflavík að reka bandaríska leikmann liðsins. Dominique Hudson er á heimleið og í stað hennar kemur Ariana Moorer. Moorer lék með Virginina í háskólaboltanum í hinni feyki sterku ACC deild. Þar var hún valin í eitt af úrvalsliðum deildarinnar. Samkvæmt pappírnum ætti hún að vera öflugur leikmaður. Það er samt ekkert skrýtið að körfuboltáhugafólk rifji strax upp ákvörðun Keflavíkur að reka Earl Brown yngri í fyrravetur. Earl Brown yngri var látinn fara þegar Keflavíkurliðið var í efsta sæti Domino´s deildar karla og búið að vinna 12 af 15 leikjum sínum. Liðið var með jafnmörg stig og Íslandsmeistarar KR en Keflavíkurkonur eru með jafnmörg stig núna og Íslandsmeistarar Snæfells. Karlalið Keflavíkur vann aðeins 3 af síðustu 7 deildarleikjum sínum eftir brotthvarf Earl Brown yngri og féll út 3-1 á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Liðið sem vann 80 prósent leikja sinn á Íslandsmótinu með Earl Brown yngri innanborðs vann aðeins 36 prósent leikjanna sinn eftir að hann var rekinn (4 af 11). Dominique Hudson byrjaði rólega en hún var með 21,7 stig, 9,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í nóvember eftir sömu tölur höfðu verið 13,5 stig, 7,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar í október. Hudson hefur vaxið með hverjum leik en hefur þó ekki verið eins afgerandi og margir erlendu leikmannanna í hinum liðunum. Það hefur líka oft vantað hjá Hudson að gefa tóninn í byrjun leikja sem og að taka meiri ábyrgð í lok þeirra. Ariana Moorer fær nú það verkefni að breyta því. Smelli Ariana Moorer inn í Keflavíkurliðið gæti hún vissulega haft margföldunaráhrif á þetta unga Keflavíkurlið. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessar óvæntu breytingar á leikmannahópi kvennaliðsins styrki liðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn eða hvort Keflvíkingar muni sjá eftir ákvörðun sinni annað árið í röð. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Keflavík er við hlið Snæfells á toppi Domino´s deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu níu umferðirnar. Engu að síður ákvað stjórnin í Keflavík að reka bandaríska leikmann liðsins. Dominique Hudson er á heimleið og í stað hennar kemur Ariana Moorer. Moorer lék með Virginina í háskólaboltanum í hinni feyki sterku ACC deild. Þar var hún valin í eitt af úrvalsliðum deildarinnar. Samkvæmt pappírnum ætti hún að vera öflugur leikmaður. Það er samt ekkert skrýtið að körfuboltáhugafólk rifji strax upp ákvörðun Keflavíkur að reka Earl Brown yngri í fyrravetur. Earl Brown yngri var látinn fara þegar Keflavíkurliðið var í efsta sæti Domino´s deildar karla og búið að vinna 12 af 15 leikjum sínum. Liðið var með jafnmörg stig og Íslandsmeistarar KR en Keflavíkurkonur eru með jafnmörg stig núna og Íslandsmeistarar Snæfells. Karlalið Keflavíkur vann aðeins 3 af síðustu 7 deildarleikjum sínum eftir brotthvarf Earl Brown yngri og féll út 3-1 á móti Tindastól í átta liða úrslitunum. Liðið sem vann 80 prósent leikja sinn á Íslandsmótinu með Earl Brown yngri innanborðs vann aðeins 36 prósent leikjanna sinn eftir að hann var rekinn (4 af 11). Dominique Hudson byrjaði rólega en hún var með 21,7 stig, 9,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í nóvember eftir sömu tölur höfðu verið 13,5 stig, 7,5 fráköst og 3,8 stoðsendingar í október. Hudson hefur vaxið með hverjum leik en hefur þó ekki verið eins afgerandi og margir erlendu leikmannanna í hinum liðunum. Það hefur líka oft vantað hjá Hudson að gefa tóninn í byrjun leikja sem og að taka meiri ábyrgð í lok þeirra. Ariana Moorer fær nú það verkefni að breyta því. Smelli Ariana Moorer inn í Keflavíkurliðið gæti hún vissulega haft margföldunaráhrif á þetta unga Keflavíkurlið. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessar óvæntu breytingar á leikmannahópi kvennaliðsins styrki liðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn eða hvort Keflvíkingar muni sjá eftir ákvörðun sinni annað árið í röð.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira