Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Aron Pálmarsson var drjúgur á lokakaflanum. Vísir/Ernir Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ísland byrjaði leikinn vel og skoraði tvö fyrstu mörkin. Hafi taugarnar eitthvað ætlað að stríða leikmönnum þá róuðust þær við þessa byrjun og það þó Tékklandi hafi komið í 7-4 eftir stundarfjórðung. Geir Sveinsson tók þá leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið fimm mörk í röð. Ísland hélt tveggja marka forystu fram að hálfleik en vörn og markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar var mjög góð í fyrri hálfleik. Tékkland byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst fljótt yfir. Íslenska liðið náði sér ekki eins vel á strik í seinni hálfleik og var að elta nánast allan hálfleikinn. Vörnin gaf aðeins eftir og markvarslan datt niður samhliða því. Sóknarleikurinn hélst þó fínn þó skotnýtingin hefði getað verið betri. Liðið fór illa með mörg góð færi og kom það í veg fyrir að Ísland næði að slíta sig frá Tékklandi. Ísland komst yfir þegar fimm mínútur rúmar voru eftir en vörn liðsins síðustu mínúturnar var frábær. Geir Sveinsson setti hinn unga Grétar Ara Guðjónsson í markið þegar 12 mínútur voru eftir og fékk hann fá skot á sig fyrir aftan sterka vörnina. Það var því táknrænt að Aron Pálmarsson skildi fiska ruðning þegar fimm sekúndur voru af leiknum og tryggja Íslandi sigurinn með frábærum varnarleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði mest fyrir Ísland en hann náði nokkrum sinnum í leiknum að skora þegar Ísland lenti í vandræðum. Arnór Þór Gunnarsson var einnig drjúgur í hinu horninu og skoraði mörg mikilvæg mörk seint í leiknum eftir að hafa fengið höfuðhögg sem varð til þess að hann missti af þremur sóknum Íslands. Rúnar Kárason var sí ógnandi fyrir utan og Aron Pálmarsson steig upp á ögurstundu þó hann hafi oft leikið betur. Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri„Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Mér fannst við vera fleiri mörkum betri í kvöld en ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn, hugarfarið, baráttuna og innkomu strákanna.“ Ísland byrjaði undankeppni EM í Króatíu 2018 á sigri í kvöld og það gegn liði sem Ísland tapaði með ellefu marka mun gegn á HM í Katar í byrjun árs 2015. „Við erum ánægðir með að hafa byrjað þetta á sigri. Það er alls ekki sjálfsagt. Við vorum að eiga við hörku vörn og svakalega góðan markmann. „Við klúðrum kannski aðeins of mikið af góðum færum. Við erum að spila okkur í góð færi og það er jákvætt. Það væri annað ef við værum ekki að fá færi, þá værum við í erfiðleikum. „Við erum í flestum tilfellum að taka góðar ákvarðanir. Við erum ekki að tapa mörgum boltum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Við erum á réttri leið,“ sagði Guðjón. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum með mjög klókum varnarleik. „Hann er hörku góður handboltamaður, ekki bara sóknarmaður eða varnarmaður. Það hlakkaði í mér þegar ég sá skyttuna færast nær og nær því ég vissi hvað var að fara gerast. Þá féll trjádrumburinn.“ Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mérArnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. Hlutskipti Arnórs hefur oftar en ekki verið að horfa á leikinn af bekknum en spurning hvort hann sé nú búinn að festa sig í sessi í hægra horninu. „Þetta var landsleikur númer 62 hjá mér. Ég hef síðustu fjögur árin verið nánast alltaf með. Þetta er bara gaman og mikið stolt að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Arnór Þór. Arnór þurfti að fara meiddur af velli um stutta stund vegna höggs á höfuð sem hann fékk þegar hann fiskaði ruðning. „Ég man alveg eftir þessu. Ég kjálkabrotnaði fyrir þremur árum síðan og olnboginn fór beint í kjálkann. Maður verður pínu hræddur, skiljanlega. Svo fékk ég högg á hausinn og það er sniðugra að fara útaf í þrjár sóknir heldur en að gera eitthvað heimskulegt og eitthvað alvarlegra gerist. „Ég var í lagi og náði að klára leikinn,“ sagði Arnór sem klikkaði fyrsta skotinu eftir að hann kom aftur inn en bætti fyrir það með þremur mikilvægum mörkum seint í leiknum. „Ef ég get hjálpað liðinu er það frábært en ég er fyrst og fremst ánægður með að geta hjálpað liðinum. Þetta lið Tékklands er erfitt. Þeir eru góðir og sterkir,“ sagði Arnór Þór. Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn„Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirVisirVísir/ernir EM 2018 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ísland byrjaði leikinn vel og skoraði tvö fyrstu mörkin. Hafi taugarnar eitthvað ætlað að stríða leikmönnum þá róuðust þær við þessa byrjun og það þó Tékklandi hafi komið í 7-4 eftir stundarfjórðung. Geir Sveinsson tók þá leikhlé og Ísland skoraði í kjölfarið fimm mörk í röð. Ísland hélt tveggja marka forystu fram að hálfleik en vörn og markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar var mjög góð í fyrri hálfleik. Tékkland byrjaði seinni hálfleikinn betur og komst fljótt yfir. Íslenska liðið náði sér ekki eins vel á strik í seinni hálfleik og var að elta nánast allan hálfleikinn. Vörnin gaf aðeins eftir og markvarslan datt niður samhliða því. Sóknarleikurinn hélst þó fínn þó skotnýtingin hefði getað verið betri. Liðið fór illa með mörg góð færi og kom það í veg fyrir að Ísland næði að slíta sig frá Tékklandi. Ísland komst yfir þegar fimm mínútur rúmar voru eftir en vörn liðsins síðustu mínúturnar var frábær. Geir Sveinsson setti hinn unga Grétar Ara Guðjónsson í markið þegar 12 mínútur voru eftir og fékk hann fá skot á sig fyrir aftan sterka vörnina. Það var því táknrænt að Aron Pálmarsson skildi fiska ruðning þegar fimm sekúndur voru af leiknum og tryggja Íslandi sigurinn með frábærum varnarleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði mest fyrir Ísland en hann náði nokkrum sinnum í leiknum að skora þegar Ísland lenti í vandræðum. Arnór Þór Gunnarsson var einnig drjúgur í hinu horninu og skoraði mörg mikilvæg mörk seint í leiknum eftir að hafa fengið höfuðhögg sem varð til þess að hann missti af þremur sóknum Íslands. Rúnar Kárason var sí ógnandi fyrir utan og Aron Pálmarsson steig upp á ögurstundu þó hann hafi oft leikið betur. Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri„Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands. „Mér fannst við vera fleiri mörkum betri í kvöld en ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn, hugarfarið, baráttuna og innkomu strákanna.“ Ísland byrjaði undankeppni EM í Króatíu 2018 á sigri í kvöld og það gegn liði sem Ísland tapaði með ellefu marka mun gegn á HM í Katar í byrjun árs 2015. „Við erum ánægðir með að hafa byrjað þetta á sigri. Það er alls ekki sjálfsagt. Við vorum að eiga við hörku vörn og svakalega góðan markmann. „Við klúðrum kannski aðeins of mikið af góðum færum. Við erum að spila okkur í góð færi og það er jákvætt. Það væri annað ef við værum ekki að fá færi, þá værum við í erfiðleikum. „Við erum í flestum tilfellum að taka góðar ákvarðanir. Við erum ekki að tapa mörgum boltum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Við erum á réttri leið,“ sagði Guðjón. Aron Pálmarsson fiskaði ruðning þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum með mjög klókum varnarleik. „Hann er hörku góður handboltamaður, ekki bara sóknarmaður eða varnarmaður. Það hlakkaði í mér þegar ég sá skyttuna færast nær og nær því ég vissi hvað var að fara gerast. Þá féll trjádrumburinn.“ Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mérArnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. Hlutskipti Arnórs hefur oftar en ekki verið að horfa á leikinn af bekknum en spurning hvort hann sé nú búinn að festa sig í sessi í hægra horninu. „Þetta var landsleikur númer 62 hjá mér. Ég hef síðustu fjögur árin verið nánast alltaf með. Þetta er bara gaman og mikið stolt að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Arnór Þór. Arnór þurfti að fara meiddur af velli um stutta stund vegna höggs á höfuð sem hann fékk þegar hann fiskaði ruðning. „Ég man alveg eftir þessu. Ég kjálkabrotnaði fyrir þremur árum síðan og olnboginn fór beint í kjálkann. Maður verður pínu hræddur, skiljanlega. Svo fékk ég högg á hausinn og það er sniðugra að fara útaf í þrjár sóknir heldur en að gera eitthvað heimskulegt og eitthvað alvarlegra gerist. „Ég var í lagi og náði að klára leikinn,“ sagði Arnór sem klikkaði fyrsta skotinu eftir að hann kom aftur inn en bætti fyrir það með þremur mikilvægum mörkum seint í leiknum. „Ef ég get hjálpað liðinu er það frábært en ég er fyrst og fremst ánægður með að geta hjálpað liðinum. Þetta lið Tékklands er erfitt. Þeir eru góðir og sterkir,“ sagði Arnór Þór. Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn„Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. „Mér fannst við vera flottir í vörninni og mér fannst mörkin þeirra ekki koma af því að þeir voru að spila eitthvað stórkostlega. Mér fannst við standa mjög þétt. „Síðustu þrjú, fjögur mörkin koma eftir skot yfir hausinn á mönnum þegar við erum hálfu skrefi of aftarlega. Við gerum Bjögga (Björgvini Páli Gústavssyni) og Grétari (Ara Guðjónssyni) erfitt fyrir. „Það er fínt að fá á sig 24 mörk. Við sættum okkur við það á flestum dögum. Við hefðum átt að skora 30 í kvöld. Við fengum færi til þess. Heilt yfir var skotnýtingin var aðeins of slök.“ Nú fer Ísland í langt ferðalag til Úkraínu og er Rúnar vægast sagt ósáttur við staðsetningu leiksins þar ytra. „Þetta ferðalag til Úkraínu er aldrei bærilegt. Þetta ætti að vera bannað. Við fljúgum fyrst til Kiev sem er ákveðið ferðalag en svo tekur við fimm tíma rútuferð. Það ætti að vera bannað í alþjóðabolta, að leggja svona á menn. „Leikirnir ættu alltaf að vera innan við 200 til 300 kílómetra frá alþjóðaflugvelli. Þetta er með ráðum gert í Úkraínu og við þurfum að refsa þeim fyrir þessu mistök. Þetta er ömurlegt ferðalag. „Maður fær oft höfðinglegar móttökur þegar maður er loksins kominn á staðinn hjá þessum þjóðum í Austur-Evrópu en þetta ferðalag er ekki boðlegt,“ sagði harðorður Rúnar Kárason.Ekki alveg fæddur í gær Rúnar byrjaði leikinn og spilaði hann allan fyrir utan þegar hann tók í tvígang út tveggja mínútna refsingu. Rúnar er kominn í stærra hlutverk en áður hjá landsliðinu en hann segir það ekki hafa haft nein áhrif á það hvernig hann kom inn í leikinn. „Þetta er eins hjá mér í nánast öllum leikjum. Ég reyni að hugsa sem minnst um það. Þetta er smá Star Wars-tækni, að láta bara máttinn sjá um sitt,“ sagði Rúnar í léttum dúr en bætti svo við; „nei, við erum búnir að endurtaka þetta allt á æfingum, endalaust. „Það eina sem ég var stressaður fyrir leikinn var hvort tvær æfingar í gær hafi verið of mikið. Svo leið mér bara hrikalega vel í dag. Var rólegur og góður í upphitun og þótt ég hafi fengið þessar tvisvar tvær mínútur þá var ég rólegur á því.“ Þó Rúnar hafi verið í byrjunarliði með landsliðinu í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn hefur hann þó nokkra reynslu og er ekki einn af nýliðunum í liðinu. „Ég var í stærra hlutverki en á móti þá er ég líka 28 ára. Ég er á áttunda tímabilinu mínu í þýsku úrvalsdeildinni. Ég er ekki að segja að ég sé einhver reynslu bolti en maður er ekki alveg fæddur í gær. „Það er gott að halda Arnóri (Atlasyni) inni. Hann er yfirvegaður og reynslumikill. Hann gerir hlutina vel fyrir okkur hina. „Aron (Pálmarsson) er hárkarl. Það er draumur að hafa hann svona eins og svarthol. Hann sogar svo í sig og býr til pláss fyrir aðra. Ég get ekki beðið um það betra. „Það var mjög gaman að spila í fyrsta sinn í byrjunarliði í Höllinni.“ Rúnar byrjaði leikinn á að skora fyrsta mark leiksins en var búinn að næla sér í tvígang í tvær mínútur eftir aðeins 11 mínútna leik. „Fyrri tvær mínúturnar voru rosalega ódýrar. Þeir hefðu átt að gefa mér gult spjald og dæma víti. Svo heldur hann að ég sé ekki kominn með tvær og gefur mér gult spjald. Hann verður að leiðrétta það. Það eru hans mistök í lestri á leiknum og ekkert við því að gera. Við náðum að leysa það með skiptingunni og þeir fengu ekkert út úr því og svo fékk ég að spila vörn í lokin og það gekk mjög vel,“ sagði Rúnar að lokum.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirVisirVísir/ernir
EM 2018 í handbolta Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira