Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 15:15 Viðar Halldórsson hjálpaði leikmönnum Hauka að taka hausinn á sér í gegn. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira