Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Skallagrímur 81-90 | Fyrsti sigur Skallanna Arnar Geir Halldórsson í íþróttahöllinni á Akureyri skrifar 20. október 2016 22:30 Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms. vísir/anton brink Skallagrímur vann sinn fyrsta leik í vetur er liðið sótti Þór heim á Akureyri. Skallagrímur hóf leikinn af miklum krafti með gamla brýnið Darrell Flake í miklum gír. Heimamenn unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og munaði þar mest um frábæra innkomu Ingva Rafns Ingvarssonar af bekknum. Þórsarar fylgdu góðum lokaspretti í fyrri hálfleik eftir með því að byrja síðari hálfleikinn af fítonskrafti. Leit um tíma út fyrir að heimamenn ætluðu að keyra yfir gestina. Borgnesingar gáfust hins vegar ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn með góðum lokakafla í þriðja leikhluta. Skallagrímur átti svo meira eftir á tanknum í fjórða og síðasta leikhluta og höfðu að lokum nokkuð öruggan níu stiga sigur, 81-90.Af hverju vann Skallagrímur? Leikmenn Skallagríms mættu ákveðnir til leiks og hófu leikinn mun betur en heimamenn. Þórsarar fóru raunar ekki í gang fyrr undir lok annars leikhluta og náðu svo að taka yfirhöndina í leiknum snemma í síðari hálfleik. Það virtist hinsvegar fara of mikil orka í það því gestirnir áttu mun meira eftir á tanknum í síðasta leikhlutanum og því fór sem fór.Bestu menn vallarins Gamla brýnið Darrell Flake hóf leikinn frábærlega og þegar fór að draga af honum steig Flenard Whitfield upp en Þórsarar áttu fá svör við honum undir körfunni. Flake náði að hvílast á meðan en steig svo aftur upp þegar á reyndi. Frábær leikur hjá gamla manninum. Hjá heimamönnum stóð frammistaða Ingva Rafns Ingvarssonar upp úr en hann kom inn af bekknum og setti niður stórar körfur sem komu heimamönnum á beinu brautina. Það var þó ekki nóg að þessu sinni.Tölfræðin sem vakti athygli Landsliðsmiðherjinn ungi og bráðefnilegi, Tryggvi Snær Hlinason, nýtti öll skot sín í leiknum en þetta er annar leikurinn í röð sem hann nýtir öll sín skot. Hann var með ellefu stig gegn Tindastól í síðustu umferð og setti tíu stig niður í dag. Spurning hvort Þórsarar eigi ekki að leita meira að honum í teignum.Hvað gekk illa? Heimamenn virðast eiga í vandræðum með að byrja leikina á heimavelli en liðið átti afleitan fyrsta leikhluta gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og voru heillum horfnir í byrjun leiks í kvöld. Þórsarar fara lítið á vítalínuna en þeir nýttu þrjú af níu vítum sínum í kvöld.Benedikt: Of ástfangnir af langskotunum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var að vonum svekktur eftir leikinn en hvað fannst honum fara úrskeiðis hjá liðinu? „Það er hægt að telja sitt lítið af hverju. Varnarlega erum við í vandræðum og ákveðnir leikmenn hjá þeim sem við réðum illa við. Sóknarlega vorum við örlítið betri en við erum fullástfangnir af langskotunum og erum að sætta okkur við hvert langskotið á eftir öðru í fjórða leikhluta í stað þess að sækja á hringinn," sagði Benedikt. Um miðjan fjórða leikhluta var stórt atvik sem Benedikt var ósáttur við. Jalen Riley klúðraði í hraðaupphlaupi en Benedikt vill meina að boltinn hafi verið á leið ofan í. „Það var ekki brotið á honum en ég er nokkuð viss um að boltinn hafi verið ólöglega sleginn af hringnum. Bæði var slegið á spjaldið og boltinn mögulega á leið ofan í. Það bara má ekki. Dómgæslan var allt í lagi í leiknum en það var þetta eina atvik sem var ansi stórt og ég var ósáttur við," sagði Benedikt. Þórsarar eru enn stigalausir eftir þrjá leiki en Benedikt telur enga ástæðu til að örvænta strax. „Við erum ekki að panikka eftir þrjá leiki. Við erum nýliðar í þessari deild og þurfum bara að vinna fyrir öllu. Við höldum áfram að vinna í okkar málum og verðum betri. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu góðir í dag."Finnur: Jólin koma snemma Það var öllu léttara yfir Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms, sem var ánægður með að ná í fyrsta sigur vetrarins og það á Akureyri. „Þetta er svakalega kærkomið. Útisigur á móti Þór í október. Jólin koma snemma," sagði Finnur sigurreifur. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði í kvöld og segir það hafa skilað sigrinum. „Það var leikgleði, barátta og eljusemi. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda alltaf áfram. Við komum þessu í tíu stiga leik þrisvar sinnum í fyrri hálfleik en hendum því alltaf frá okkur. Förum inn í hálfleik með jafnan leik. Lendum svo tíu stigum undir en komum til baka og siglum þessu heim. Þetta er bara karakter." Finnur var að vonum ánægður með framlag Darrell Flake og segir hann vera gífurlega mikilvægan fyrir liðið. „Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir þetta lið. Hann er alveg geggjaður og mikill karakter. Þetta er algjör höfðingi og mikill leiðtogi."Sigtryggur Arnar: Flake er algjör meistari Sigtryggur Arnar Björnsson var í stóru hlutverki hjá Borgnesingum líkt og oft áður. Hann skilaði fimmtán stigum, tveim stoðsendingum og tók fjögur fráköst. Hann var að vonum ánægður með dagsverkið. „Þetta er risasigur fyrir okkur. Þeir voru á botninum með okkur og stigalausir eins og við fyrir þennan leik. Við þurftum þessi tvö stig. Við mættum tilbúnir til leiks og börðumst frá fyrstu mínútu. Ef við hefðum hitt úr sniðskotunum hefðum við verið 20 stigum yfir í fyrsta leikhluta." sagði Sigtryggur áður en hann hrósaði Darrell Flake í hástert. „Það er mjög gaman að spila með honum (Flake). Þetta er algjör reynslubolti og hann hjálpar manni, sama hvort það er innan vallar eða utan. Algjör meistari."Ingvi Rafn: Virðumst vera orkulausir undir lokin Sauðkrækingurinn Ingvi Rafn Ingvarsson átti góða innkomu af bekknum hjá heimamönnum en hann var ekki ánægður með úrslit kvöldsins. „Þetta er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur sigur í kvöld en það gekk ekki. Eins og í síðustu tveim leikjum virðumst við vera orkulausir undir lokin og náum ekki að klára leikina. Í þriðja leikhluta gerum við vel og við fáum ágætis tækifæri til að klára leikinn en skotin duttu ekki og því fór sem fór." Ingvi hefur átt góða innkomu í öllum þrem leikjum Þórs í vetur og viðurkennir að hann horfi girndaraugum á byrjunarliðssæti. „Jú, auðvitað vill maður byrja. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og gerir það sem maður getur til að ná í byrjunarliðssæti. Það vilja allir byrja inn á og það vonandi kemur einhvertímann." Þórsarar eru án sigurs eftir fyrstu þrjá leikina og Ingvi segir eðlilegt að hafa áhyggjur af stigaleysinu. „Já það er alveg eins ástæða til þess að hafa áhyggjur en við ætlum ekkert að gefast upp. Við ætlum að halda áfram og mæta brjálaðir í næsta leik og vinna okkar fyrsta sigur þar. Við þurfum að berjast meira og spila meira sem lið. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga."Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Skallagrímur vann sinn fyrsta leik í vetur er liðið sótti Þór heim á Akureyri. Skallagrímur hóf leikinn af miklum krafti með gamla brýnið Darrell Flake í miklum gír. Heimamenn unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleik og munaði þar mest um frábæra innkomu Ingva Rafns Ingvarssonar af bekknum. Þórsarar fylgdu góðum lokaspretti í fyrri hálfleik eftir með því að byrja síðari hálfleikinn af fítonskrafti. Leit um tíma út fyrir að heimamenn ætluðu að keyra yfir gestina. Borgnesingar gáfust hins vegar ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn með góðum lokakafla í þriðja leikhluta. Skallagrímur átti svo meira eftir á tanknum í fjórða og síðasta leikhluta og höfðu að lokum nokkuð öruggan níu stiga sigur, 81-90.Af hverju vann Skallagrímur? Leikmenn Skallagríms mættu ákveðnir til leiks og hófu leikinn mun betur en heimamenn. Þórsarar fóru raunar ekki í gang fyrr undir lok annars leikhluta og náðu svo að taka yfirhöndina í leiknum snemma í síðari hálfleik. Það virtist hinsvegar fara of mikil orka í það því gestirnir áttu mun meira eftir á tanknum í síðasta leikhlutanum og því fór sem fór.Bestu menn vallarins Gamla brýnið Darrell Flake hóf leikinn frábærlega og þegar fór að draga af honum steig Flenard Whitfield upp en Þórsarar áttu fá svör við honum undir körfunni. Flake náði að hvílast á meðan en steig svo aftur upp þegar á reyndi. Frábær leikur hjá gamla manninum. Hjá heimamönnum stóð frammistaða Ingva Rafns Ingvarssonar upp úr en hann kom inn af bekknum og setti niður stórar körfur sem komu heimamönnum á beinu brautina. Það var þó ekki nóg að þessu sinni.Tölfræðin sem vakti athygli Landsliðsmiðherjinn ungi og bráðefnilegi, Tryggvi Snær Hlinason, nýtti öll skot sín í leiknum en þetta er annar leikurinn í röð sem hann nýtir öll sín skot. Hann var með ellefu stig gegn Tindastól í síðustu umferð og setti tíu stig niður í dag. Spurning hvort Þórsarar eigi ekki að leita meira að honum í teignum.Hvað gekk illa? Heimamenn virðast eiga í vandræðum með að byrja leikina á heimavelli en liðið átti afleitan fyrsta leikhluta gegn Stjörnunni í fyrstu umferð og voru heillum horfnir í byrjun leiks í kvöld. Þórsarar fara lítið á vítalínuna en þeir nýttu þrjú af níu vítum sínum í kvöld.Benedikt: Of ástfangnir af langskotunum Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var að vonum svekktur eftir leikinn en hvað fannst honum fara úrskeiðis hjá liðinu? „Það er hægt að telja sitt lítið af hverju. Varnarlega erum við í vandræðum og ákveðnir leikmenn hjá þeim sem við réðum illa við. Sóknarlega vorum við örlítið betri en við erum fullástfangnir af langskotunum og erum að sætta okkur við hvert langskotið á eftir öðru í fjórða leikhluta í stað þess að sækja á hringinn," sagði Benedikt. Um miðjan fjórða leikhluta var stórt atvik sem Benedikt var ósáttur við. Jalen Riley klúðraði í hraðaupphlaupi en Benedikt vill meina að boltinn hafi verið á leið ofan í. „Það var ekki brotið á honum en ég er nokkuð viss um að boltinn hafi verið ólöglega sleginn af hringnum. Bæði var slegið á spjaldið og boltinn mögulega á leið ofan í. Það bara má ekki. Dómgæslan var allt í lagi í leiknum en það var þetta eina atvik sem var ansi stórt og ég var ósáttur við," sagði Benedikt. Þórsarar eru enn stigalausir eftir þrjá leiki en Benedikt telur enga ástæðu til að örvænta strax. „Við erum ekki að panikka eftir þrjá leiki. Við erum nýliðar í þessari deild og þurfum bara að vinna fyrir öllu. Við höldum áfram að vinna í okkar málum og verðum betri. Við vorum bara einfaldlega ekki nógu góðir í dag."Finnur: Jólin koma snemma Það var öllu léttara yfir Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms, sem var ánægður með að ná í fyrsta sigur vetrarins og það á Akureyri. „Þetta er svakalega kærkomið. Útisigur á móti Þór í október. Jólin koma snemma," sagði Finnur sigurreifur. Hann var ánægður með karakterinn í sínu liði í kvöld og segir það hafa skilað sigrinum. „Það var leikgleði, barátta og eljusemi. Strákarnir fá mikið hrós fyrir að halda alltaf áfram. Við komum þessu í tíu stiga leik þrisvar sinnum í fyrri hálfleik en hendum því alltaf frá okkur. Förum inn í hálfleik með jafnan leik. Lendum svo tíu stigum undir en komum til baka og siglum þessu heim. Þetta er bara karakter." Finnur var að vonum ánægður með framlag Darrell Flake og segir hann vera gífurlega mikilvægan fyrir liðið. „Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir þetta lið. Hann er alveg geggjaður og mikill karakter. Þetta er algjör höfðingi og mikill leiðtogi."Sigtryggur Arnar: Flake er algjör meistari Sigtryggur Arnar Björnsson var í stóru hlutverki hjá Borgnesingum líkt og oft áður. Hann skilaði fimmtán stigum, tveim stoðsendingum og tók fjögur fráköst. Hann var að vonum ánægður með dagsverkið. „Þetta er risasigur fyrir okkur. Þeir voru á botninum með okkur og stigalausir eins og við fyrir þennan leik. Við þurftum þessi tvö stig. Við mættum tilbúnir til leiks og börðumst frá fyrstu mínútu. Ef við hefðum hitt úr sniðskotunum hefðum við verið 20 stigum yfir í fyrsta leikhluta." sagði Sigtryggur áður en hann hrósaði Darrell Flake í hástert. „Það er mjög gaman að spila með honum (Flake). Þetta er algjör reynslubolti og hann hjálpar manni, sama hvort það er innan vallar eða utan. Algjör meistari."Ingvi Rafn: Virðumst vera orkulausir undir lokin Sauðkrækingurinn Ingvi Rafn Ingvarsson átti góða innkomu af bekknum hjá heimamönnum en hann var ekki ánægður með úrslit kvöldsins. „Þetta er mikið svekkelsi. Við ætluðum okkur sigur í kvöld en það gekk ekki. Eins og í síðustu tveim leikjum virðumst við vera orkulausir undir lokin og náum ekki að klára leikina. Í þriðja leikhluta gerum við vel og við fáum ágætis tækifæri til að klára leikinn en skotin duttu ekki og því fór sem fór." Ingvi hefur átt góða innkomu í öllum þrem leikjum Þórs í vetur og viðurkennir að hann horfi girndaraugum á byrjunarliðssæti. „Jú, auðvitað vill maður byrja. Maður reynir að bæta sig á hverjum degi og gerir það sem maður getur til að ná í byrjunarliðssæti. Það vilja allir byrja inn á og það vonandi kemur einhvertímann." Þórsarar eru án sigurs eftir fyrstu þrjá leikina og Ingvi segir eðlilegt að hafa áhyggjur af stigaleysinu. „Já það er alveg eins ástæða til þess að hafa áhyggjur en við ætlum ekkert að gefast upp. Við ætlum að halda áfram og mæta brjálaðir í næsta leik og vinna okkar fyrsta sigur þar. Við þurfum að berjast meira og spila meira sem lið. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga."Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira