Kvennaliðið efst í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2016 18:00 Kvennaliðið varð efst í undankeppninni. vísir/ernir Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við. Fimleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. Bæði unglingaliðin tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær og fyrr í dag gerði blandaða liðið slíkt hið sama. Kvennalið Íslands gerði gott betur og endaði í efsta sæti í undankeppninni í dag. Stelpurnar fengu 56,016 í heildareinkunn og flugu inn í úrslitin. Danir enduðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig í úrslitin sem fara fram á laugardaginn. Ísland var fyrsta liðið á svið og opnaði keppnina með látum. Stelpurnar sýndu glæsilegar gólfæfingar sem skiluðu þeim 21,916 í einkunn. Það er þriðja hæsta einkuninn sem hefur verið gefin á mótinu til þessa. Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir stökk á trampólíni og 16,700 fyrir stökk á dýnu. Þær geta gert betur í báðum greinum eins og þær viðurkenndu eftir keppni. Stelpurnar misstu af gullinu á EM á heimavelli fyrir tveimur árum en miðað við frammistöðuna í dag ætla þær ekki að láta það endurtaka sig. Þær ætla sér sigur á laugardaginn og koma með gullið heim.Stelpurnar í gólfæfingum.mynd/steinunn anna svansdóttirBein textalýsing: EM í hópfimleikum 18:00 Ísland endaði í efsta sæti í undankeppninni með 56,016 stig. Danir urðu í 2. sæti og Svíar í því þriðja. 17:50 Ísland fékk 17,400 í einkunn fyrir trampólínið. Íslenska liðið endar því með 56,016 í heildareinkunn og á sigurinn vísan í undankeppninni. 17:25 Stelpurnar voru að klára trampólínið. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel en það voru smávægilegir hnökrar í lendingum í annarri umferðinni. 16:59 Íslenska liðið fékk 16,700 í einkunn fyrir stökkin á dýnu. Það þýðir heildareinkunn upp á 38,616. Stelpurnar fljúga inn í úrslitin, það er nokkuð ljóst. Það er bara spurning í hvaða sæti þær enda. Ekki að það skipti öllu máli, aðalmálið er hvar liðið endar á laugardaginn. 16:55 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára dýnustökkin. Reynsluboltinn Glódís Guðgeirsdóttir fór fyrir sínum stelpum sem áttu nokkur glæsileg stökk. Lendingarnar virtust flestar vera í lagi. 16:30 Þetta líkar mér! Íslenska liðið fær 21,916 í einkunn fyrir gólfæfingarnar. Þetta er þriðja hæsta einkuninn á mótinu til þessa. Góð byrjun hjá stelpunum. 16:20 Keppni í kvennaflokki er hafin og drottningarnar okkar riðu á vaðið með sérlega vel heppnuðum gólfæfingum. Nú er að bara að bíða eftir einkuninni. 15:45 Fimmta sætið er niðurstaðan og Ísland er komið áfram ásamt Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Ítalíu. 15:30 Ísland fékk 15,950 í einkunn fyrir dýnuna. Íslenska liðið er í 3. sæti þegar fjögur lið eiga eftir að fá sína lokaeinkunn. Ísland er komið í úrslit, það er hægt að slá því föstu. 15:18 Íslenska liðið var að klára æfingar á dýnu og hefur þar með lokið leik í dag. Ísland er sem stendur í 3. sæti og er að fara áfram í úrslitin á laugardaginn. 15:07 Ísland datt niður í 2. sætið eftir að Noregur fékk 20,816 stig fyrir gólfæfingar sínar. 14:52 Jahá! Ísland fær 20,566 í einkunn fyrir gólfæfingarnar og hefur þar með tekið forystu í keppninni. Þetta er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í keppninni til þessa. 14:45 Dansinn að baki hjá Íslandi. Þær þrjár einkunnir sem hafa verið gefnar fyrir dansinn hingað til eru ekkert sérstaklega háar: 17,183, 16,400 og 13,700. Það verður spennandi að sjá hvaða einkunn Ísland fær. 14:18 Íslenska liðið fær 16,900 í einkunn fyrir trampólínið. Aðeins þrjú lið eru búin að fá einkunn. 14:12 Æfingar á trampólíni að baki hjá íslenska liðinu. Fyrsta og þriðja umferðin gengu virkilega vel, nokkrar tæpar lendingar í þeirri annarri. 14:05 Ísland er númer þrjú í röðinni í blönduðum flokki. Íslenska liðið byrjar á trampólíni, svo er röðin komin að gólfæfingum og loks að æfingum á dýnu. 13:57Íris Mist Magnúsdóttir keppti á fjórum Evrópumótum, þ.á.m. 2010 og 2012 þegar Ísland tók gullið. Í dag er hún í öðru hlutverki, sem þjálfari kvennaliðsins.Viðtal við Írisi sem birtist í Fréttablaðinu í morgun má lesa með því að smella hér. 13:55 Á EM á Ísland fyrir tveimur árum lenti kvennaliðið okkar í 2. sæti og blandaða liðið í 5. sæti. Stelpurnar hafa endað í tveimur efstu sætunum á öllum Evrópumótum frá 2006. Tvö gull og þrjú silfur er uppskeran. 13:50 Níu lið taka þátt í blönduðum flokki og átta í kvennaflokki. Sex lið fara í úrslit í báðum flokkum. Úrslitin fara svo fram á laugardaginn. 13:45 Góðan daginn og velkominn í beina lýsingu frá öðrum degi á EM í hópfimleikum. Í dag fer fram undankeppni í fullorðinsflokki. Ísland á lið í blönduðum flokki og kvennaflokki. Keppni hjá blönduðu liðunum hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 taka kvennaliðin við.
Fimleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira