Grótta baðst afsökunar á harkalegum ummælum þjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2016 10:44 Vísir/Anton Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á skrifum Karl Erlingssonar, aðstoðarþjálfara í meistaraflokki kvenna hjá félaginu, á samfélagsmiðlum eftir að Grótta tapaði fyrir Haukum, 29-25, á laugardag. Karl var afar óánægður með bæði störf dómara leiksins, þeirra Matthíasar Leifssonar og Arnar Arnarsonar, sem og eftirlitsdómarans Kristjáns Halldórssonar. Hann líkti dómgæslunni í leiknum við lélegan brandara. Karl eyddi skrifum sínum skömmu eftir að þau voru birt en mbl.is birti þau á vef sínum í morgun. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ Ummælum Karls hefur verið vísað til aganefndar en það kom fram á vef Rúv. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Gróttu má lesa hér fyrir neðan: „Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar. Stjórnin biður alla hlutaðeigandi innilegrar afsökunar, mun taka á málinu og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. “ Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Handknattleiksdeild Gróttu hefur beðist afsökunar á skrifum Karl Erlingssonar, aðstoðarþjálfara í meistaraflokki kvenna hjá félaginu, á samfélagsmiðlum eftir að Grótta tapaði fyrir Haukum, 29-25, á laugardag. Karl var afar óánægður með bæði störf dómara leiksins, þeirra Matthíasar Leifssonar og Arnar Arnarsonar, sem og eftirlitsdómarans Kristjáns Halldórssonar. Hann líkti dómgæslunni í leiknum við lélegan brandara. Karl eyddi skrifum sínum skömmu eftir að þau voru birt en mbl.is birti þau á vef sínum í morgun. „Gríðarleg framför hjá HSÍ eða hitt þó heldur, dómararuglið heldur áfram. Þvílíkt rugl. Eigum við ekkert betra skilið? Látum það vera að þessir fábjánar hafa aldrei spilað handbolta sjálfir. En óþarfi að setja hálf vangefið lið í búning og láta þá dæma?“ „Skrípaleikur í boði Kristjáns Halldórssonar. Hvað á þetta fífl að fá að ganga langt í að eyðileggja íslenskan handbolta?“ Ummælum Karls hefur verið vísað til aganefndar en það kom fram á vef Rúv. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Gróttu má lesa hér fyrir neðan: „Stjórn Handknattleiksdeildar Gróttu harmar þau ummæli sem Karl Erlingsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu, hafði eftir leik liðsins gegn Haukum á laugardaginn. Þessi skrif eru sannarlega ekki í anda þess sem félagið starfar eftir og íþróttinni ekki til framdráttar. Stjórnin biður alla hlutaðeigandi innilegrar afsökunar, mun taka á málinu og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. “
Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira