Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Stjarnan 82-91 | Stjörnusigur eftir framlengingu Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. október 2016 20:30 Justin Shouse var stigahæstur í liði Stjörnunnar með 20 stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. vísir/anton Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Vel var mætt í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld þegar Stjarnan heimsótti Þór í Dominos-deild karla í körfubolta. Þórsarar eru nýliðar í deildinni og fengu vægast sagt verðugt verkefni í fyrsta leik en Stjörnunni er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitli Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu yfir heimamenn í fyrsta leikhluta. Gamla brýnið Justin Shouse skoraði átta fyrstu stig Stjörnunnar í leiknum. Þórsarar unnu sig betur inn í leikinn í öðrum leikhlutanum og fór boltinn að rúlla betur í sókninni. Stjarnan hélt þó frumkvæðinu og leiddi í leikhléi með sjö stiga mun, 40-47. Það var vel við hæfi að Stjörnumenn enduðu fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu því þeir skutu afar vel í fyrstu tveim leikhlutunum. Fór Arnþór Freyr Guðmundsson þar fremstur í flokki ásamt Shouse. Stjörnumenn héldu áfram frumkvæðinu í þriðja leikhluta en Þórsarar voru þó aldrei langt undan. Nýjasti liðsmaður Þórs, Bandaríkjamaðurinn Jalen Riley fór að hitta betur og munaði mikið um það. Riley fór svo algjörlega á kostum í fjórða leikhlutanum og var aðalmaðurinn í endurkomu Þórs sem tókst að jafna leikinn skömmu fyrir leikslok. Þórsarar fengu lokasóknina í venjulegum leiktíma en lokaskot þeirra fór ekki niður. Gestirnir virtust eiga meira eftir á tanknum í framlengingunni og fóru að lokum með níu stiga sigur frá Akureyri.Bein lýsing: Þór Ak. - StjarnanHrafn: Frábær leið til að byrja mótið „Mér finnst þetta frábær leið til að byrja mótið. Þetta Þórslið er alvörulið og mér fannst við koma frábærlega inn í leikinn. Ég var búinn að berja á því við strákana að byrja vel því við teljum okkur hafa breidd. En ég var ekki nógu ánægður með hvernig við fylgdum því eftir og þegar ég fór á bekkinn minn fannst mér við ekki ná að halda úti þeim krafti sem við þurftum,“ sagði Hrafn Kristjánsson eftir sigurinn á Þór í kvöld. „Það er ýmislegt sem gerist. Maður á að vera þakklátur fyrir sigra og sérstaklega sigra á erfiðum útivelli. Það eru ákveðin forréttindi að fá framlengingu og fá að reyna sig undir pressu og ná að vinna.“ Hrafn býst við spennandi og skemmtilegri Domino's deild í vetur. „Þessi deild er stórskemmtileg. Við vorum að spila við Þórsliðið sem er búið að bæta við sig fullt af flottum leikmönnum og það sama á við um ÍR-inga. Þeir eru búnir að gera stórar breytingar á sínu liði,“ sagði Hrafn. „Það eru nokkur lið búin að sigla undir radarnum og Benna vini mínum hefur tekist að sigla þessu liði undir radarinn hingað til en ég held honum takist það ekki eftir þennan leik.“Benedikt: Er ekki að fara að gráta mig í svefn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sá margt jákvætt við frammistöðu sinna manna gegn meistarakandítötum Stjörnunnar í kvöld. „Ég minnti bara menn á að þetta er fyrsti leikur tímabilsins og auðvitað var sárt að ná ekki að klára þetta en mótið er bara rétt að byrja og við getum tekið fullt út úr þessu. Framlenging á móti meistaraefnunum; maður er ekkert að fara að gráta sig í svefn en við vorum bara svo nálægt þessu og það er svekkjandi,“ sagði Benedikt eftir leik. „Ég er ánægður að halda þeim í 79 stigum miðað hvað þeir hittu í byrjun leiks. Þeir klikkuðu varla skoti og það rigndi þristum í fyrri hálfleik. Við náðum að loka á það og þá gekk þetta betur.“ Benedikt var ósáttur við byrjunina á leiknum en Stjarnan leiddi með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta. „Kannski var spennustigið eitthvað vitlaust en ég var aðallega svekktur hvað við vorum soft í byrjun. Það vantaði alla hörku og greddu í mína menn en það kom svo loksins. Vonandi var þetta bara aðlögun fyrir Þór Akureyri eftir langa fjarveru og menn vita núna hvað þarf í efstu deild,“ sagði Benedikt að lokum.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira