TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2016 14:34 Guðmundur gefur skipanir í úrslitaleiknum. vísir/anton TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið. Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
TV2 í Danmörku slær því upp á vef sínum að til greina hafi komið að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi þjálfara danska handboltalandsliðsins aðeins níu dögum áður en liðið vann til gullverðlauna á leikunum. Hins vegar hafi leikmenn slegið þá hugmynd af borðinu og þar með bjargað starfi Guðmundar. Guðmundur vildi sjálfur ekki tjá sig um innihald fréttarinnar þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis. Hann tjáði sig heldur ekki við TV2 um málið. Samkvæmt fréttinni munu forráðamenn danska handknattleikssambandsins hafa fundað með sex reyndustu leikmönnum liðsins - án Guðmundar. Var það daginn eftir leik Dana og Króata í riðlakeppninni, sem Danir töpuðu. Á þeim fundi hafi leikmenn verið spurðir að því hvort að þeir vildu Guðmund burt úr starfi landsliðsþjálfara en að því hafi leikmennirnir hafnað. Ulrik Wilbæk, fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana og núverandi íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins, segir að þetta sé einfaldlega lygi. „Þetta er lygi. Mér líkar ekki við orðið lygi en það stóð aldrei til að reka neinn,“ sagði Wilbæk við TV2. Sjá einnig: Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Hann neitar því ekki að hafa fundað með hópi leikmanna. „Já, þegar einhver biður um fund þá held ég fund. Og við höldum marga fundi á svona mótum.“ Wilbæk sagði þó að það hefði aldrei komið til tals að reka þjálfarann. „Nei, það var aldrei rætt. Spurningar voru bornar upp, þeim var svarað og svo haldið áfram. Það var talað um að bæta sig á þessum fundum og eftir þá voru allir ánægðir.“ TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að starf Guðmundar hafi hangið á bláþræði en enginn af þeim leikmönnum sem rætt var við vildi tjá sig um málið.
Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira