Valdabarátta í danska landsliðinu: Spurði hvort ætti að reka Guðmund daginn eftir úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 13:30 Ulrik Wilbek var áður sjálfur með danska landsliðið. Hann er hér til vinstri. vísir/getty Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016 Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um samskipti Guðmundar Guðmundssonar og Ulrik Wilbæk, íþróttastjóra danska handknattleikssambandsins í dönskum fjölmiðlum. Þar í landi er sagt að Wilbek hafi viljað reka Guðmund á miðjum Ólympíuleikunum í Ríó en Danir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins. TV2 greindi frá þessi á vef sínum í gær og í dag fjallar Berlingske Tidende, BT, um málið í blaði sínu og á vef. Þar segir að Wilbek hafi kallað lykilmenn danska landsliðsins á fund á miðjum Ólympíuleikunum og viðrað þá hugmynd að reka Guðmund á miðju móti. Leikmennirnir hafi slegið þá hugmynd út af borðinu og vildu þeir halda í þjálfarann.Vildi reka Íslendinginn Á forsíðu BT í dag má sjá bæði Guðmund og Wilbek og er fyrirsögnin á blaðinu; „Reiðubúinn að reka á miðjum Ólympíuleikunum.“ Yfirfyrirsögnin er síðan: „Óvæginn Wilbek í valdabaráttu við Guðmund.“ Í grein BT kemur fram að Wilbek hafi fundað með Mikkel Hansen, Jesper Nøddesbo, Henrik Møllegaard, René Toft Hansen, Niklas Landin og Lasse Svan en þetta eru algjörir lykilmenn í danska landsliðinu og svo gott sem allt byrjunarliðið. Í blaðinu kemur fram að leikmennirnir hafi ekki viljað fara á bakvið þjálfarann sinn og viljað halda Guðmundi áfram. Þar segir samt sem áður að þeir hafi verið orðnir þreyttir á löngum og ströngum fundum fyrir leiki, sérstaklega þegar liðið mætti liðum sem það átti að vinna, og það nokkuð auðveldlega.Var enn á því að reka Guðmund eftir úrslitaleikinn Blaðamaður BT segir ennfremur að daginn eftir að Danir hafi tryggt sér Ólympíugullið hafi Wilbek kallað Niklas Landin, markvörð Dana, á fund og spurt hann hvort það ætti að reka Íslendinginn. Landin hafi þá svarað honum harkalega og sagt honum að liðið hafi verið að tryggja sér gull á Ólympíuleikunum og því væri erfitt að meta stöðuna á þeim tímapunkti. Landin hafi samt sem áður kallað liðið saman á fund þar sem leikmenn fengu að segja sína skoðun. Þar hafi verið ákveðið að standa þétt við bakið á Guðmundi. Þessi saga heldur eflaust áfram og erfitt er að sjá hvernig þessir tveir menn geti haldið áfram að starfa saman. Eitthvað verður undan að láta og spurning hvort Guðmundur haldi áfram sem landsliðsþjálfari. Þetta eru í það minnsta ekki ákjósanlegar vinnuaðstæður.Wilbek afviser historie om… https://t.co/35dDcTnZh8...?referrer=RSS&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter pic.twitter.com/3MBDEZAshB— BT (@btdk) August 26, 2016
Handbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34 Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
TV2 í Danmörku: Leikmenn björguðu starfi Guðmundar í Ríó Guðmundur Guðmundsson gerði Danmörku að Ólympíumeisturum í Ríó en starf hans hékk á bláþræði ef marka má frétt TV2 í Danmörku. 26. ágúst 2016 14:34
Ólympíumeistarinn Guðmundur: Mikilvægt að láta ekki toga sig út og suður Ólympíumeistarinn Guðmundur Guðmundsson ræddi við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í gær. 26. ágúst 2016 11:30