Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2016 18:02 Oddur Óli vann Einvígið á Nesinu í fyrsta sinn. mynd/gsí Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. Þetta var í 20. sinn sem Einvígið á Nesinu er haldið en að þessu sinni var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson varð hlutskarpastur á mótinu í ár. Eins og venjulega voru níu holur leiknar og datt síðasti kylfingurinn á hverri holu út, þar til að einn stóð eftir. Á áttundu holunni stóðu þeir Oddur Óli, Aron Snær Júlíusson og Björgvin Sigurbergsson eftir. Sá síðastnefndi féll þar úr leik og því stóðu Oddur Óli og Aron Snær, sigurvegarinn frá því í fyrra, einir eftir. Þeir léku báðir holuna á pari og því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Þar hafði Oddur Óli betur og stóð hann því uppi sem sigurvegari.Þess má geta að mótinu verða gerð skil í sérstökum þætti sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express, fór fram á Nesvellinum í dag. Að venju var tíu af okkar bestu kylfingum var boðið til leiks. Þetta var í 20. sinn sem Einvígið á Nesinu er haldið en að þessu sinni var leikið í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna. Heimamaðurinn Oddur Óli Jónasson varð hlutskarpastur á mótinu í ár. Eins og venjulega voru níu holur leiknar og datt síðasti kylfingurinn á hverri holu út, þar til að einn stóð eftir. Á áttundu holunni stóðu þeir Oddur Óli, Aron Snær Júlíusson og Björgvin Sigurbergsson eftir. Sá síðastnefndi féll þar úr leik og því stóðu Oddur Óli og Aron Snær, sigurvegarinn frá því í fyrra, einir eftir. Þeir léku báðir holuna á pari og því þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Þar hafði Oddur Óli betur og stóð hann því uppi sem sigurvegari.Þess má geta að mótinu verða gerð skil í sérstökum þætti sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á laugardaginn.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira