Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 10:30 „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var,“ segir Robert Börjesson. Vísir/Vilhelm Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira