Ítalirnir fara vel af stað á Evrópumótinu | Sjáðu mörk Ítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:24 Emanuele Giaccherini fagnar marki sínu. Vísir/Getty Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira