Rýnt í möguleika Íslands: Fínir möguleikar á sæti í 16-liða úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2016 09:00 Þessir stuðningsmenn Íslands voru mættir á stuðningsmannasvæðið fyrir leikinn í dag og létu vafalítið vel í sér heyra á Stade Vélodrome. Vísir/Vilhelm Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Jafntefli varð í báðum leikjum F-riðills á Evrópumótinu í knattspyrnu í kvöld. Ísland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli eins og allir hljóti að vera meðvitaðir um og í síðari leik kvöldsins skildu Portúgal og Austurríki jöfn 0-0. Ísland getur enn unnið riðilinn en sömuleiðis hafnað í botnsætinu. Ungverjar eru á toppi riðilsins með fjögur stig, Íslendingar koma næstir með tvö stig eins og Portúgalir. Ísland er með markatöluna 2-2 en Portúgalir 1-1 svo Ísland er í 2. sæti með fleiri mörk skoruð. Lestina reka svo Austurríkismenn með eitt stig. Lokaumferðin fer fram miðvikudaginn 22. júní og þá ræðst það hvaða lið fara í 16-liða úrslitin. Báðir leikirnir, þ.e. viðureign Íslands og Austurríkis í París og Ungverjalands og Portúgal í Lyon, hefjast á sama tíma, klukkan 18 að staðartíma, þ.e. klukkan 16 að íslenskum tíma. Tvö efstu liðin í hverjum riðlanna sex komast í sextán liða úrslitin og sömuleiðis þau fjögur í þriðja sæti riðils sem ná bestum árangri. Þetta eru möguleikarnir í stöðunni, fyrir íslenska liðið. Við förum áfram með sigri og jafntefli myndi duga til að komast í sextán liða úrslitin svo framarlega að Portúgal leggi ekki Ungverja að velli eða jafntefli verði niðurstaðan í þeim leik þar sem mörg mörk verða skoruð. Svo gæti einnig farið að Ísland kæmist áfram tapaði liðið gegn Austurríki en þá þurfa úrslit í fjölmörgum öðrum leikjum að hafa orðið okkur hagstæð. 1. Ísland vinnur Austurríki - förum áfram Ísland fer áfram í 16-liða úrslitin í 1. eða 2. sæti riðilsins eftir því hver úrslitin verða í hinum leiknum.a) Portúgalskur sigur þýðir að Ísland lendir í 1. sæti riðilsins svo framarlega sem Portúgal vinni ekki stærri sigur á Ungverjum en Ísland á Austurríki. b) Jafntefli hjá Ungverjum og Portúgölum þýðir að markatala ræður því hvort Ungverjaland eða Ísland verði í efsta sætic) Ungverskur sigur þýðir að Ísland verður í 2. sæti riðilsins 2. Ísland gerir jafntefli við Austurríki - förum líklega áfram a) Ef Ungverjar sigra Portúgali þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli þá fer Ísland áfram sem liðið í 2. sæti riðilsins svo framarlega sem markaskorun í leikjunum tveimur verður ekki til þess að Portúgalir verða með fleiri mörk skoruð. Sem dæmi: Geri Ísland og Austurríki 0-0 jafntefli en Portúgal og Ungverjaland 3-3 jafntefli þá fara Portúgalir upp í 2. sætið með fleiri mörk skoruð en Íslendingar. Verði markatala þeirra jöfn, sem gerist ef mörkin verða einni tölu hærri í jafntefli hjá Portúgal en Íslandi ræður úrslitum hvort liðið hefur fengið færri áminningar á mótinu. c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í 3. sæti riðilsins með þrjú stig. Það gæti skýrst strax á morgun, þegar keppni verður lokið í A og B riðlum, hvort sá stigafjöldi í 3. sæti dugi til þess að Ísland komist áfram. 3. Ísland tapar gegn Austurríki - minnstar líkur en þó von a) Ef Ungverjar sigra Portúgali ræðst það á markatölu hvort Ísland eða Portúgal hafnar í 3. sæti. Verði markatala Íslands betri en Portúgala er von um að komast áfram sem liðið í þriðja sæti með tvö stig en hún er ekki mikil. Hvort möguleiki sé að fara áfram með tvö stig mun mögulega liggja fyrir áður en Ísland mætir Austurríki enda verður keppni í fjórum riðlum af sex lokið þegar flautað verður til leiks í E og F-riðli 22. júní. b) Ef Ungverjar og Portúgalir gera jafntefli hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stig c) Ef Portúgalir sigra Ungverja hafnar Ísland í neðsta sæti riðilsins með tvö stigFréttin var síðast uppfærð klukkan 11:50
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45 Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Sjá meira
Svekkjandi kvöldstund á Stade Vélodrome | Myndasyrpa Frábærar myndir frá spennuþrungnu kvöldi í Marseille. 18. júní 2016 19:18
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 1-1 | Vonbrigðin algjör í Marseille Íslensku strákarnir skoruðu sjálfsmark á 88. mínútu og misstu af dýrmætum sigri gegn Ungverjalandi. 18. júní 2016 17:45
Kampakátir ungverskir stuðningsmenn stálu senunni í beinni í fréttum Stöðvar 2 Ungversku stuðningsmennirnir í Marseille voru skiljanlega kátari en þeir íslensku eftir leik Íslands og Ungverjalands á EM í dag sem lauk með jafntefli. 18. júní 2016 19:43