Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2016 19:30 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/afp Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Strákarnir okkar náðu ekki að gefa góða mynd af sér þegar þeir töpuðu fyrir Noregi, 3-2, í næstsíðasta leik sínum fyrir EM í Frakklandi. Ísland fær nú tækifæri gegn Liechtenstein á heimavelli á mánudag til að sýna hvað í sér býr áður en kemur til stóru stundarinnar í St. Etienne, þar sem Ísland mætir Portúgal þan 14. júní. Miðað við frammistöðuna í leiknum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í gær er mikið verk óunnið til að koma liðinu í almennilegt stand fyrir stóru stundina. Sverrir Ingi Ingason skoraði fyrra mark Íslands í fyrri hálfleik er hann jafnaði metin í 1-1 með góðu skallamarki. Noregur komst svo í 3-1 forystu en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sárabótarmark úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Fyrri hálfleikur var langt í frá sannfærandi af hálfu íslenska liðsins. Og fyrsti skellurinn kom eftir aðeins 40 sekúndur er Stefan Johansen skoraði fyrsta mark leiksins eftir mikinn sofandahátt í íslensku vörninni. Eftir fyrsta markið náðu strákarnir sér þó á strik í um tíu mínútna kafla þar sem Jóhann Berg Guðmundsson fékk besta færið er hann skallaði frábæra fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar yfir markið af stuttu færi. En eftir það misstu strákarnir aftur tök á leiknum og þá sérstaklega á miðjunni. Norðmenn náðu hvað eftir annað að skapa sér dauðafæri eftir að hafa unnið boltann af íslenska liðinu og sótt hratt á það. Það kom því nokkuð gegn gangi leiksins er Sverrir Ingi jafnaði metin með skalla eftir sendingu Jóhanns Bergs Guðmundssonar frá vinstri kantinum en markið kom í kjölfar hornspyrnu. Sverrir Ingi hafði staðið upp úr í fyrri hálfleiknum og kórónaði frammistöðuna með þessu góða marki. En strákarnir gengu niðurlútir af velli til búningsklefa eftir að Pål André Helland skoraði beint úr aukaspyrnu. Hún var dæmd á Gylfa Þór Sigurðsson sem braut klaufalega af sér rétt utan teigs en markið verður að skrifa á Ögmund Kristinsson fékk það á sig í markmannshornið. Ísland gerði þrefalda skiptingu í hálfleik og eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en hún skilaði því miður litlu. Á 67. mínútu skoraði Alexander Sörloth þriðja mark Noregs eftir að hann náði að vippa boltanum yfir varamarkvörðinn Ingvar Jónsson en úthlaup hans var klaufalegt. Vítið kom svo eftir að Vegard Forren handlék boltann inni í teig og náði Gylfi að minnka muninn og gefa Íslandi séns á jafntefli. En allt kom fyrir ekki. Frammistaða Íslands olli miklum vonbrigðum í gær og ef til vill kristallaðist það í frammistöðu fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann átti í miklum vandræðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og voru Norðmenn klaufar að refsa ekki betur fyrir mistök sem hann gerði. Það hefði auvðeldlega getað kostað íslenska liðið enn fleiri mörk. Það var heilt yfir lítil stemning á leik íslenska liðsins í gær og skorti þar með eitthvað sem hefur verið aðalmerki þess á undanförnum árum. Þeir hafa nú þrettán daga til að finna gleðina á ný.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira