Tiger Woods ekki með á U.S. Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods verður ekki með opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku á Oakmont-vellinum. Tiger er enn að jafna sig eftir bakaðgerð. Tiger mun missa af U.S. Open mótinu í þriðja sinn á síðustu sex árum en hann hefur þrisvar sinnum unnið þetta risamót á ferlinum. „Ég er á fullu að vinna í því að ná mér góðum en ég er bara ekki líkamlega tilbúinn að keppa á U.S. Open eða á Quicken Loans National mótinu," sagði Tiger Woods í yfirlýsingu en síðarnefnda mótið fer fram viku síðar. „Ég er að ná framförum en er ekki enn tilbúinn í það að keppa á mótum," sagði Tiger. Tiger Woods er orðinn fertugur en hann er að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í síðasta haust. Hann fór í seinni aðgerðina 28. október. Tiger hefur ekki keppt á móti síðan í ágúst síðastliðnum þegar hann varð í 10. sæti á Wyndham-mótinu. Tiger Woods hefur unnið 79 PGA-titla og fjórtán risamót á ferlinum en eftir að hann missir af þessu opna bandaríska móti þá hefur hann misst af átta risamótum á ferlinum vegna meiðsla. Það er óvissa um hvenær Tiger kemur til baka og svo gæti vel farið að hann verði ekkert með á þessu tímabili. Hann hefur samt verið meira áberandi á síðustu vikum og spilaði meðal annars fimm holur á Bluejack National mótinu 25. apríl. Þess vegna voru upp vangaveltur um hvort að hann gæti spilað á U.S. Open en nú er ljóst að ekkert verður af því.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira