Króatar lærðu ekki af Íslandsleiknum og fá bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2016 18:00 Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni við Króata í leiknum í Zagreb 2013. Vísir/Getty Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Króatar eru í riðli með Íslandi í undankeppni HM í fótbolta 2018 en það er enginn búinn að gleyma því þegar króatíska liðið kom í veg fyrir að íslensku strákarnir komust á HM í Brasilíu 2014. Eitt af stærstu fréttunum eftir umspilsleiki Íslands og Króatíu voru níðsöngvar stuðningsmanna Króatíu í sigurgleði sinni eftir 2-0 sigur á Íslandi í seinni leiknum í Zagreb. Króatar hafa ekki lært af hörðum viðbrögðum FIFA við hegðun stuðningsmannanna og áframhald á þessari hegðun hefur nú orsakað það að Króatar þurfa að spila tvo fyrstu heimaleiki sína í undankeppni HM 2018 fyrir luktum dyrum. Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði á mjög umdeildan hátt þegar króatíska landsliðið sló Ísland út en FIFA dæmdi hann í tíu leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til þess að gleðjast yfir sigrinum þegar hann fagnaði með hörðustu stuðningsmönnum króatíska liðsins. Leikurinn á móti Íslandi varð því hans síðasti landsleikur og Josip Simunic fékk ekki að spila á HM í Brasilíu ekki frekar en íslenska landsliðið sem þurfti að horfa upp á hegðun hans eftir leikinn. Hvorugur heimaleikjanna er þó á móti Íslandi því þetta eru heimaleikir Króatíu á móti Tyrklandi 5. september og á móti Finnlandi 9. október næstkomandi. Auk bannsins þarf króatíska knattspyrnusambandið að greiða sekt upp á 150 þúsund svissneska franska sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.Króatar fagna sigrinum á Íslandi.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30 Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00 Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21 FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36 Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Simunic er ekki búinn að gefast upp Josip Simunic stefnir enn að því að spila með Króatíu á HM í sumar þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í bann fyrir nasistakveðju. 20. mars 2014 23:30
Nasista-kveðja Simunic eftir Íslandsleikinn ekki hans lokakveðja Josip Simunic hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, en hann mun aðstoða Ante Cacic, nýjan þjálfa Króata. Ante Cacic tók við liðinu af Niko Kovac sem var rekinn á dögunum. 21. september 2015 23:00
Nasistakveðjan eftir Íslandsleikinn dýrkeypt - Simunic missir af HM Króatíski landsliðsmaðurinn Josip Simunic fagnaði vel þegar króatíska landsliðið sló Ísland út úr umspili um laust sæti á HM í Brasilíu en fagnaðarlæti hans eftir urðu honum afdrifarík. 16. desember 2013 17:21
FIFA tekur fyrir hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi Aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur ákveðið að taka inn á borð hjá sér hegðun Króata eftir sigurinn á Íslandi í seinni umspilsleiknum um laust sæti á HM í Brasilíu. Króatía tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri. 22. nóvember 2013 12:36
Nasistakveðjur Króata skyggja á sigurinn á Íslandi Josip Simunic, varnarmaður Króatíu og fjölmargir stuðningsmenn króatíska landsliðsins hafa verið sakaðir um að nota fræga nasistakveðju til þess að fagna sigrinum á Íslandi í gær en með honum tryggði króatíska landsliðið sér sæti á HM í fótbolta í Brasilíu næsta sumar. 20. nóvember 2013 17:00