Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 20-22 | Stjarnan hélt lífi í titilvonum sínum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. maí 2016 16:20 Stjörnukonur fagna sigri í kvöld. Vísir/Anton Stjarnan lagði Gróttu 22-20 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á útivelli í kvöld. Stjarnan minnkaði muninn í einvíginu í 2-1.Anton Brink , ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Grótta gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð en Stjarnan hélt lífi í einvíginu og þurfa liðin að mætast í fjórða sinn í TM höllinni í Garðabæ á sunnudaginn. Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu varði þrjú fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum en gestirnir létu það ekki slá sig útaf laginu. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og gekk nokkuð vel að skora framan af leik. Stjarnan náði mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en með góða vörn sem sitt sterkasta vopn náði Grótta að jafna og var staðan í hálfleik 11-11. Grótta skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en varnarleikur Stjörnunnar í seinni hálfleik var frábær. Grótta skoraði aðeins 5 mörk fyrstu 25 mínúturnar og kom klaufagangur Stjörnunnar í dauðafærum í raun í veg fyrir að liðið gerði út um leikinn fyrir loka mínúturnar. Stjarnan komst fjórum mörkum yfir þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en Grótta skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og opnaði leikinn upp á gátt. Grótta fékk sókn til að jafna metin en líkt og svo oft í seinni hálfleiknum misstu leikmenn liðsins boltann og Stjarnan nýtti sér það með að gera út um leikinn. Grótta virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik þegar liðið lenti í vandræðum með vörn Stjörnunnar. Liðið átti bæði erfitt með að skapa sér færi og missti boltann marg oft sem skilaði Stjörnunni mörkum úr hröðum upphlaupum. Helena Rut Örvarsdóttir var mjög áræðin í liði Stjörnunnar að vanda og óhrædd við að taka á skarið. Leikmann til að taka á skarið sár vantaði hjá Gróttu í leiknum. Florentina Stanciu er enn meidd hjá Stjörnunni en Heiða Ingólfsdóttir stóð vel fyrir sínu í markinu og hélt í við Írisi Björk í marki Gróttu. Liðin mætast í Garðabæ á sunnudaginn en þar vann Grótta auðveldan sigur í öðrum leiknum. Stjarnan svaraði því vel í kvöld og opnaði í raun einvígið upp á gátt. Frábær mæting var í Hertz höllinni í kvöld. Heimamenn ætluðu að styðja lið sitt til sigurs en mjög góð stemning var í húsinu.Halldór Harri: Ætluðum ekki að láta sópa okkur út „Við ætluðum ekki að láta sópa okkur út í þessari úrslitakeppni og keyrðum allt af krafti og það skilaði sér í sigri,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar. Íris Björk Símonardóttir var Stjörnunni mjög erfið í tveimur fyrstu leikjunum og byrjaði á því að verja þrjú fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum. En ólíkt öðrum leiknum þá lét Stjarnan ekki slá sig útaf laginu í kvöld. „Það var barátta og kraftur í okkur í kvöld og þó Íris sé góð hér í kvöld þá létum við það ekki á okkur fá og brotnuðum ekki niður eins og síðast. „Það var kannski ágætt að þennan skell í síðasta leik og fá hann stóran. Fólk var búið að afskrifa okkur og við ætluðum að sýna og sanna að það sé ekki rétt og ber að hrósa stelpunum fyrir það,“ sagði Harri. Stjarnan vann Gróttu í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu og minnti leikurinn í kvöld og þá ekki síst seinni hálfleikurinn á þann leik þar sem Stjarnan lék stórbrotna vörn. „Vörnin var virkilega góð og Heiðar (Ingólfsdóttir) tók mikilvæga bolta. Þetta er það sem við þurfum að fá. Við vitum að í þessum leikjum og líka í leikjunum gegn Haukum að við þurfum að halda þeim í kringum 20 mörkin, þá eigum við séns og við gerðum það í kvöld.“ Florentina Stanciu lék ekki með Stjörnunni í kvöld og vildi Harri lítið gefa upp um hvort möguleiki væri á því að hún gæti leikið með liðinu á sunnudaginn. „Maður veit aldrei. Það veltur svolítið á henni, hvernig henni líður og hvort hún sé tilbúin. Heiða er annars góð og ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Harri að lokum.Þórhildur: Lykilatriði að spila góða vörnÞórhildur Gunnarsdóttir skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna í sigrinum gegn Gróttu í kvöld en hún líkt og liðsfélagar sínir höfðu engan áhuga á að fara strax í sumarfrí. „Okkur langaði ekki í frí. Það er ekki í boði strax,“ sagði Þórhildur eftir leikinn í kvöld. „Við mættum til leiks, annað en í síðasta leik og þá getum við verið kraftmiklar. Við vorum mjög áræðnar í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum.“ Stjarnan lék frábæran varnarleik í seinni hálfleik, ekki ósvipað og liðið gerði þegar það tryggði sér bikarmeistaratitilinn fyrr á leiktíðinni í úrslitum gegn Gróttu. „Það er algjört lykilatriði að spila góða vörn. Þá kemur markmaðurinn með og við fáum þessi einföldu mörk úr hraðaupphlaupum. „Það sýnir sig að þegar við mætum þá getum við verið virkilega góðar. „Okkur líður vel hér. Við ætlum okkur að koma hingað á miðvikudaginn í oddaleik,“ sagði Þórhildur að lokum en liðin mætast í fjórða leiknum í Garðabæ á sunnudaginn þar sem Stjarnan þarf sigur til að tryggja sér oddaleik.Kári: Getum alveg unnið titilinn aftur í MýrinniKári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með sóknarleik síns liðs í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. „Við vorum í veseni í sóknarleiknum allan seinni hálfleikinn, gerum ótrúlega mikið af einföldum mistökum og missum boltann frá okkur,“ sagði Kári en Grótta tapaði boltanum 11 sinnum á síðustu 21 mínútu seinni hálfleiks. „Þær refsuðu okkur mikið með hraðaupphlaupum í dag sem var ansi dýrkeypt.“ Grótta gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld og farið þar með taplaust í gegnum úrslitakeppnina. En fannst Kára spennustig leikmanna Gróttu of hátt í leiknum í kvöld? „Ég veit það ekki. Ég tek ekkert af Stjörnunni, þær voru grimmar og grimmari en við á ýmsum sviðum. Við spiluðum sterkan varnarleik og fengum fullt af hraðaupphlaupum í fyrstu tveimur leikjunum en ekki í dag. „Svo var þéttleikinn í vörninni ekki til staðar, við brutum ekki nógu vel á þeim,“ sagði Kári. Þrátt fyrir tapið í dag fær Grótta tvo möguleika í viðbót til að tryggja sér titilinn sem liðið vann í fyrra. „Það eru ýmsir þættir sem við þurfum að fínpússa fyrir sunnudaginn. Nú er ekkert annað að gera en að þétta raðirnar, nýta kvöldið til undirbúnings og svo er æfing á morgun. Við unnum titilinn í Mýrinni í fyrra og við getum alveg tekið upp á því aftur á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.Vísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Grótta getur orðið Íslandsmeistari í handbolta kvenna annað árið í röð með sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Gróttukonur hafa unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. 13. maí 2016 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 18-28 | Seltirningar með pálmann í höndunum Grótta vann stórsigur, 18-28, á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 9. maí 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-21 | Grótta átti fyrsta höggið Grótta bar sigurorð af Stjörnunni, 25-21, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta á Nesinu í dag. 7. maí 2016 18:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Stjarnan lagði Gróttu 22-20 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á útivelli í kvöld. Stjarnan minnkaði muninn í einvíginu í 2-1.Anton Brink , ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Grótta gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð en Stjarnan hélt lífi í einvíginu og þurfa liðin að mætast í fjórða sinn í TM höllinni í Garðabæ á sunnudaginn. Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu varði þrjú fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum en gestirnir létu það ekki slá sig útaf laginu. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og gekk nokkuð vel að skora framan af leik. Stjarnan náði mest tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en með góða vörn sem sitt sterkasta vopn náði Grótta að jafna og var staðan í hálfleik 11-11. Grótta skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en varnarleikur Stjörnunnar í seinni hálfleik var frábær. Grótta skoraði aðeins 5 mörk fyrstu 25 mínúturnar og kom klaufagangur Stjörnunnar í dauðafærum í raun í veg fyrir að liðið gerði út um leikinn fyrir loka mínúturnar. Stjarnan komst fjórum mörkum yfir þegar fjórar og hálf mínúta var eftir en Grótta skoraði þá þrjú mörk á tveimur mínútum og opnaði leikinn upp á gátt. Grótta fékk sókn til að jafna metin en líkt og svo oft í seinni hálfleiknum misstu leikmenn liðsins boltann og Stjarnan nýtti sér það með að gera út um leikinn. Grótta virtist hreinlega fara á taugum í seinni hálfleik þegar liðið lenti í vandræðum með vörn Stjörnunnar. Liðið átti bæði erfitt með að skapa sér færi og missti boltann marg oft sem skilaði Stjörnunni mörkum úr hröðum upphlaupum. Helena Rut Örvarsdóttir var mjög áræðin í liði Stjörnunnar að vanda og óhrædd við að taka á skarið. Leikmann til að taka á skarið sár vantaði hjá Gróttu í leiknum. Florentina Stanciu er enn meidd hjá Stjörnunni en Heiða Ingólfsdóttir stóð vel fyrir sínu í markinu og hélt í við Írisi Björk í marki Gróttu. Liðin mætast í Garðabæ á sunnudaginn en þar vann Grótta auðveldan sigur í öðrum leiknum. Stjarnan svaraði því vel í kvöld og opnaði í raun einvígið upp á gátt. Frábær mæting var í Hertz höllinni í kvöld. Heimamenn ætluðu að styðja lið sitt til sigurs en mjög góð stemning var í húsinu.Halldór Harri: Ætluðum ekki að láta sópa okkur út „Við ætluðum ekki að láta sópa okkur út í þessari úrslitakeppni og keyrðum allt af krafti og það skilaði sér í sigri,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar. Íris Björk Símonardóttir var Stjörnunni mjög erfið í tveimur fyrstu leikjunum og byrjaði á því að verja þrjú fyrstu skot Stjörnunnar í leiknum. En ólíkt öðrum leiknum þá lét Stjarnan ekki slá sig útaf laginu í kvöld. „Það var barátta og kraftur í okkur í kvöld og þó Íris sé góð hér í kvöld þá létum við það ekki á okkur fá og brotnuðum ekki niður eins og síðast. „Það var kannski ágætt að þennan skell í síðasta leik og fá hann stóran. Fólk var búið að afskrifa okkur og við ætluðum að sýna og sanna að það sé ekki rétt og ber að hrósa stelpunum fyrir það,“ sagði Harri. Stjarnan vann Gróttu í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu og minnti leikurinn í kvöld og þá ekki síst seinni hálfleikurinn á þann leik þar sem Stjarnan lék stórbrotna vörn. „Vörnin var virkilega góð og Heiðar (Ingólfsdóttir) tók mikilvæga bolta. Þetta er það sem við þurfum að fá. Við vitum að í þessum leikjum og líka í leikjunum gegn Haukum að við þurfum að halda þeim í kringum 20 mörkin, þá eigum við séns og við gerðum það í kvöld.“ Florentina Stanciu lék ekki með Stjörnunni í kvöld og vildi Harri lítið gefa upp um hvort möguleiki væri á því að hún gæti leikið með liðinu á sunnudaginn. „Maður veit aldrei. Það veltur svolítið á henni, hvernig henni líður og hvort hún sé tilbúin. Heiða er annars góð og ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Harri að lokum.Þórhildur: Lykilatriði að spila góða vörnÞórhildur Gunnarsdóttir skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna í sigrinum gegn Gróttu í kvöld en hún líkt og liðsfélagar sínir höfðu engan áhuga á að fara strax í sumarfrí. „Okkur langaði ekki í frí. Það er ekki í boði strax,“ sagði Þórhildur eftir leikinn í kvöld. „Við mættum til leiks, annað en í síðasta leik og þá getum við verið kraftmiklar. Við vorum mjög áræðnar í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum.“ Stjarnan lék frábæran varnarleik í seinni hálfleik, ekki ósvipað og liðið gerði þegar það tryggði sér bikarmeistaratitilinn fyrr á leiktíðinni í úrslitum gegn Gróttu. „Það er algjört lykilatriði að spila góða vörn. Þá kemur markmaðurinn með og við fáum þessi einföldu mörk úr hraðaupphlaupum. „Það sýnir sig að þegar við mætum þá getum við verið virkilega góðar. „Okkur líður vel hér. Við ætlum okkur að koma hingað á miðvikudaginn í oddaleik,“ sagði Þórhildur að lokum en liðin mætast í fjórða leiknum í Garðabæ á sunnudaginn þar sem Stjarnan þarf sigur til að tryggja sér oddaleik.Kári: Getum alveg unnið titilinn aftur í MýrinniKári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var ekki sáttur með sóknarleik síns liðs í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. „Við vorum í veseni í sóknarleiknum allan seinni hálfleikinn, gerum ótrúlega mikið af einföldum mistökum og missum boltann frá okkur,“ sagði Kári en Grótta tapaði boltanum 11 sinnum á síðustu 21 mínútu seinni hálfleiks. „Þær refsuðu okkur mikið með hraðaupphlaupum í dag sem var ansi dýrkeypt.“ Grótta gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld og farið þar með taplaust í gegnum úrslitakeppnina. En fannst Kára spennustig leikmanna Gróttu of hátt í leiknum í kvöld? „Ég veit það ekki. Ég tek ekkert af Stjörnunni, þær voru grimmar og grimmari en við á ýmsum sviðum. Við spiluðum sterkan varnarleik og fengum fullt af hraðaupphlaupum í fyrstu tveimur leikjunum en ekki í dag. „Svo var þéttleikinn í vörninni ekki til staðar, við brutum ekki nógu vel á þeim,“ sagði Kári. Þrátt fyrir tapið í dag fær Grótta tvo möguleika í viðbót til að tryggja sér titilinn sem liðið vann í fyrra. „Það eru ýmsir þættir sem við þurfum að fínpússa fyrir sunnudaginn. Nú er ekkert annað að gera en að þétta raðirnar, nýta kvöldið til undirbúnings og svo er æfing á morgun. Við unnum titilinn í Mýrinni í fyrra og við getum alveg tekið upp á því aftur á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn að endingu.Vísir/AntonVísir/AntonVísir/Anton
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Grótta getur orðið Íslandsmeistari í handbolta kvenna annað árið í röð með sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Gróttukonur hafa unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. 13. maí 2016 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 18-28 | Seltirningar með pálmann í höndunum Grótta vann stórsigur, 18-28, á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 9. maí 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-21 | Grótta átti fyrsta höggið Grótta bar sigurorð af Stjörnunni, 25-21, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta á Nesinu í dag. 7. maí 2016 18:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Grótta getur orðið Íslandsmeistari í handbolta kvenna annað árið í röð með sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld. Gróttukonur hafa unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni til þessa. 13. maí 2016 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 18-28 | Seltirningar með pálmann í höndunum Grótta vann stórsigur, 18-28, á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. 9. maí 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-21 | Grótta átti fyrsta höggið Grótta bar sigurorð af Stjörnunni, 25-21, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta á Nesinu í dag. 7. maí 2016 18:00