Fótbolti

Fyrsta flokks hádegi fyrir þá sem eru á leið á EM í Frakklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands.
Íslendingar ætla að fjölmenna til Frakklands. Vísir/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á Evrópumótið í Frakklandi í sumar eins og flestir vita og að sjálfsögðu eru margir Íslendingar á leiðinni til Frakklands í næsta mánuði til að styðja við bakið á strákunum okkar.

Það verða því margir Íslendingar á götum Marseille, Saint-Etienne og Saint-Denis-Paris í júní og Knattspyrnusamband Íslands fékk því Frakka til að segja Íslendingum frá þessum þremur borgum sem munu hýsa leiki Íslands í riðlakeppninni á EM 2016.

KSÍ ætlar nefnilega að bjóða upp á Súpufund í höfuðstöðvum KSÍ milli klukkan tólf og eitt í morgun. Gerard Lemarquis mun halda þar fyrirlestur um umræddar þrjár borgir en þar fjallar hann um sögu leikvallanna í þessum borgum, um borgirnar sjálfar og um áhugaverða staði í nágrenninu. KSÍ segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Gérard Lemarquis, sem er kennari og fréttaritari, hefur verið búsettur á Íslandi í rúmlega 40 ár og kennt frönsku bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands. Hann er eftirsóttur fyrirlesari og hefur haldið mörg vinsæl námskeið um Frakkland hjá Endurmenntun HÍ.

Viðburðurinn er tilvalinn fyrir stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem hafa tryggt sér miða á leiki liðsins í Frakklandi. Ísland mætir Portúgal í Saint-Étienne 14. júní, spilar við Ungverkaland í Marseille 18. júní og mætir loks Austurríki í Saint-Denis-Paris 22. júní.

KSÍ býður upp á súpu og brauð á fyrirlestri Lemarquis og eru allir velkomnir en aðgangur ókeypis. Þeir sem ætla að koma þurfa samt að tilkynna þátttöku með því að senda tölvupóst á á [email protected] eða [email protected].

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×