Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 18-28 | Seltirningar með pálmann í höndunum Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 9. maí 2016 21:45 Gróttustúlkur fagna marki í kvöld. vísir/anton brink Grótta er einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir stórsigur, 18-28, á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. Grótta leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn annað árið í röð með sigri í þriðja leik liðanna á Nesinu á föstudaginn. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ójafn. Seltirningar voru einfaldlega miklu sterkari á öllum sviðum handboltans og unnu afar sannfærandi sigur.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Grótta hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni og virðist vera að toppa á hárréttum tíma. Vörnin var frábær sem og Íris Björk Símonardóttir í markinu og sóknarleikurinn hefur verið góður í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu. Vandamál Stjörnunnar var það sama og í fyrsta leiknum; uppstilltur sóknarleikur. Eins og í leiknum á laugardaginn skaut Helena Rut Örvarsdóttir og skaut með litlum árangri og aðrir leikmenn liðsins ógnuðu lítið sem ekkert. Boltinn gekk sjaldan út í hornin og Stjörnukonur sóttu alltof mikið inn á miðjuna þar sem vörn Gróttu er sterkust fyrir. Þá var Íris Björk frábær í markinu að vanda og varði 12 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hún fékk á sig. Á meðan var Heiða Ingólfsdóttir með sex skot varin í hálfleik (33%). Heimakonur voru líka alltof lengi til baka í upphafi leiks og Grótta refsaði þeim grimmt fyrir tapaða bolta og léleg skot. Til marks um það komu sex af fyrstu níu mörkum Seltirninga eftir hraðaupphlaup. Vörn Stjörnunnar var fín þegar þær komust til baka og náðu að stilla upp, og þær gerðu það mun betur seinni hluta fyrri hálfleiks. Um leið og hraðaupphlaupunum fækkaði varð allt stirðara hjá Gróttu en liðið skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það leiddu Íslandsmeistararnir með fjórum mörkum í hálfleik, 8-12, sem voru sömu hálfleikstölur og í fyrsta leiknum. Fjögur mörk er ekki mikill munur í handbolta en Stjörnukonur voru aldrei líklegar til að vinna hann upp. Grótta náði fljótlega sjö marka forskoti og eftir 15 mínútur í seinni hálfleik var munurinn átta mörk, 12-20. Garðbæingar áttu engin svör við varnarleik Gróttu og þegar vörnin fór að bila var þetta búið spil. Heiða varði þó vel í seinni hálfleik og endaði með 14 skot varin (34%). Grótta skoraði hvert markið á fætur öðru og munurinn jókst smám saman. Mestur varð hann 13 mörk, 15-28, en Stjarnan lagaði stöðuna með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 18-28, Gróttu í vil. Allir útileikmenn Seltirninga nema einn komust á blað í leiknum en Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar í liði Gróttu með fimm mörk hvor. Íris Björk var frábær í markinu og varði 20 skot (59%). Hanna G. Stefánsdóttir og Helena skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Stjörnuna en skotnýting þeirrar síðarnefndu var skelfileg. Helena þurfti 18 skot til að skora mörkin fjögur en hún hefur skorað sjö mörk í úrslitaeinvíginu úr samtals 33 skotum. Afar truflandi tölfræði en Helenu er vorkunn þar sem aðrir leikmenn Stjörnunnar horfa varla á markið. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Garðbæinga, þarf að finna einhverjar lausnir á varnarleik Gróttu, annars er Stjarnan að fara að tapa úrslitaeinvíginu fjórða árið í röð.Kári gerði Gróttu að Íslandsmeisturum í fyrra og er á góðri leið með að endurtaka leikinn í ár.vísir/antonKári: Gekk allt upp Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var skiljanlega kátur eftir öruggan sigur Seltirninga á Stjörnunni í kvöld. „Það gekk í raun allt upp hjá okkur, bæði í vörn og sókn og við fengum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Þær voru í vandræðum í sókninni, að koma boltanum framhjá okkur. Vörnin er einfaldlega búin að vera frábær í úrslitakeppninni og Íris [Björk Símonardóttir] sömuleiðis,“ sagði Kári eftir leik. Uppstilltur sóknarleikur hefur verið helsti veikleiki Gróttu í vetur en hann er búinn að vera góður í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu. „Við höfum fundið ákveðnar lausnir sem hafa gengið vel eftir og við erum að fá framlag frá mörgum. Það er breidd í liðinu og við getum rúllað mikið á því,“ sagði Kári en til marks um breiddina í Gróttuliðinu skoruðu alllir útileikmenn þess nema einn í leiknum. Þrátt fyrir að Grótta sé í góðri stöðu og þurfi aðeins að vinna einn leik í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn segir Kári að ekkert sé enn öruggt. „Það er þétt leikið og við eigum leik næst á föstudaginn og þurfum að nýta tímann vel fram að honum. Það er ekkert komið í hús þótt staðan sé 2-0. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og klára þennan þriðja sigur,“ sagði Kári að lokum.Halldór Harri gefur skipanir í kvöld.vísir/antonHalldór Harri: Ef við spilum eins og í dag eigum við ekki möguleika „Það var margt sem fór úrskeiðis í dag. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður og þær fengu mörg hraðaupphlaup. Svo virkar Gróttuliðið stemmdara og tilbúnari að gefa allt í þetta. „Það er eins og við séum ekki alveg klárar í þetta,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir skellinn gegn Gróttu í kvöld. Þjálfarinn segir að leikurinn í kvöld endurspegli ekki muninn á þessum liðum. „Við erum ekki með neitt mikið slakara lið en Grótta. Við erum búnar að koma okkur í þessa stöðu og verðskuldum að spila þessa leiki. „En eins og við spiluðum í dag eigum við ekki möguleika. Það þarf að vinna þrjá leiki og staðan er bara 2-0,“ sagði Halldór Harri sem hefur trú á því að Stjörnukonur geti komið til baka. Grótta skoraði 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum og Halldór Harri segir að Stjörnukonur verði að vera fljótari að skila sér til baka til að koma í veg fyrir þessi ódýru mörk. „Þetta er eitthvað sem við erum búnar að tala um. Þegar við unnum þær í bikarúrslitaleiknum náðum við að stoppa þetta en höfum ekki gert það í fyrstu tveimur leikjunum núna,“ sagði Halldór Harri að endingu.Íris Björk fagnar með Unni Ómarsdóttur.vísir/antonÍris Björk: Rosalega ánægð með okkur Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, átti enn einn stórleikinn þegar Seltirningar unnu öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Íris varði 20 af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig í leiknum sem gerir 59% hlutfallsmarkvörslu. Hún var að vonum ánægð með eigin frammistöðu og alls Gróttuliðsins. „Við mættum mjög tilbúnar til leiks og ég er rosalega ánægð með okkur. Að sama skapi vorum við heppnar með að þær hittu á slakan dag eins og öll lið geta átt,“ sagði markvörðurinn öflugi. „Ef við mætum svona til leiks held ég að við tökum þetta á föstudaginn. En þetta snýst um að halda áfram og við þurfum að koma okkur niður á jörðina.“ Íris hrósaði varnarleik Gróttu og segir hann eiga stóran þátt í hennar frammistöðu í markinu. „Ég er með frábæra vörn fyrir framan mig og ég held að Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] sé yfirleitt með svipað marga varða bolta og ég. Auðvitað munar rosalega um að hafa svona sterka vörn fyrir framan sig,“ sagði Íris hógvær að lokum.vísir/anton Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Grótta er einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir stórsigur, 18-28, á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. Grótta leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn annað árið í röð með sigri í þriðja leik liðanna á Nesinu á föstudaginn. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ójafn. Seltirningar voru einfaldlega miklu sterkari á öllum sviðum handboltans og unnu afar sannfærandi sigur.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem fylgja umfjölluninni. Grótta hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni og virðist vera að toppa á hárréttum tíma. Vörnin var frábær sem og Íris Björk Símonardóttir í markinu og sóknarleikurinn hefur verið góður í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu. Vandamál Stjörnunnar var það sama og í fyrsta leiknum; uppstilltur sóknarleikur. Eins og í leiknum á laugardaginn skaut Helena Rut Örvarsdóttir og skaut með litlum árangri og aðrir leikmenn liðsins ógnuðu lítið sem ekkert. Boltinn gekk sjaldan út í hornin og Stjörnukonur sóttu alltof mikið inn á miðjuna þar sem vörn Gróttu er sterkust fyrir. Þá var Íris Björk frábær í markinu að vanda og varði 12 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hún fékk á sig. Á meðan var Heiða Ingólfsdóttir með sex skot varin í hálfleik (33%). Heimakonur voru líka alltof lengi til baka í upphafi leiks og Grótta refsaði þeim grimmt fyrir tapaða bolta og léleg skot. Til marks um það komu sex af fyrstu níu mörkum Seltirninga eftir hraðaupphlaup. Vörn Stjörnunnar var fín þegar þær komust til baka og náðu að stilla upp, og þær gerðu það mun betur seinni hluta fyrri hálfleiks. Um leið og hraðaupphlaupunum fækkaði varð allt stirðara hjá Gróttu en liðið skoraði aðeins þrjú mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiks. Þrátt fyrir það leiddu Íslandsmeistararnir með fjórum mörkum í hálfleik, 8-12, sem voru sömu hálfleikstölur og í fyrsta leiknum. Fjögur mörk er ekki mikill munur í handbolta en Stjörnukonur voru aldrei líklegar til að vinna hann upp. Grótta náði fljótlega sjö marka forskoti og eftir 15 mínútur í seinni hálfleik var munurinn átta mörk, 12-20. Garðbæingar áttu engin svör við varnarleik Gróttu og þegar vörnin fór að bila var þetta búið spil. Heiða varði þó vel í seinni hálfleik og endaði með 14 skot varin (34%). Grótta skoraði hvert markið á fætur öðru og munurinn jókst smám saman. Mestur varð hann 13 mörk, 15-28, en Stjarnan lagaði stöðuna með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins. Lokatölur 18-28, Gróttu í vil. Allir útileikmenn Seltirninga nema einn komust á blað í leiknum en Sunna María Einarsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar í liði Gróttu með fimm mörk hvor. Íris Björk var frábær í markinu og varði 20 skot (59%). Hanna G. Stefánsdóttir og Helena skoruðu báðar fjögur mörk fyrir Stjörnuna en skotnýting þeirrar síðarnefndu var skelfileg. Helena þurfti 18 skot til að skora mörkin fjögur en hún hefur skorað sjö mörk í úrslitaeinvíginu úr samtals 33 skotum. Afar truflandi tölfræði en Helenu er vorkunn þar sem aðrir leikmenn Stjörnunnar horfa varla á markið. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Garðbæinga, þarf að finna einhverjar lausnir á varnarleik Gróttu, annars er Stjarnan að fara að tapa úrslitaeinvíginu fjórða árið í röð.Kári gerði Gróttu að Íslandsmeisturum í fyrra og er á góðri leið með að endurtaka leikinn í ár.vísir/antonKári: Gekk allt upp Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var skiljanlega kátur eftir öruggan sigur Seltirninga á Stjörnunni í kvöld. „Það gekk í raun allt upp hjá okkur, bæði í vörn og sókn og við fengum mörg mörk úr hraðaupphlaupum. Þær voru í vandræðum í sókninni, að koma boltanum framhjá okkur. Vörnin er einfaldlega búin að vera frábær í úrslitakeppninni og Íris [Björk Símonardóttir] sömuleiðis,“ sagði Kári eftir leik. Uppstilltur sóknarleikur hefur verið helsti veikleiki Gróttu í vetur en hann er búinn að vera góður í tveimur fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu. „Við höfum fundið ákveðnar lausnir sem hafa gengið vel eftir og við erum að fá framlag frá mörgum. Það er breidd í liðinu og við getum rúllað mikið á því,“ sagði Kári en til marks um breiddina í Gróttuliðinu skoruðu alllir útileikmenn þess nema einn í leiknum. Þrátt fyrir að Grótta sé í góðri stöðu og þurfi aðeins að vinna einn leik í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn segir Kári að ekkert sé enn öruggt. „Það er þétt leikið og við eigum leik næst á föstudaginn og þurfum að nýta tímann vel fram að honum. Það er ekkert komið í hús þótt staðan sé 2-0. Við þurfum að halda okkur á jörðinni og klára þennan þriðja sigur,“ sagði Kári að lokum.Halldór Harri gefur skipanir í kvöld.vísir/antonHalldór Harri: Ef við spilum eins og í dag eigum við ekki möguleika „Það var margt sem fór úrskeiðis í dag. Sóknarleikurinn var ekki nógu góður og þær fengu mörg hraðaupphlaup. Svo virkar Gróttuliðið stemmdara og tilbúnari að gefa allt í þetta. „Það er eins og við séum ekki alveg klárar í þetta,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir skellinn gegn Gróttu í kvöld. Þjálfarinn segir að leikurinn í kvöld endurspegli ekki muninn á þessum liðum. „Við erum ekki með neitt mikið slakara lið en Grótta. Við erum búnar að koma okkur í þessa stöðu og verðskuldum að spila þessa leiki. „En eins og við spiluðum í dag eigum við ekki möguleika. Það þarf að vinna þrjá leiki og staðan er bara 2-0,“ sagði Halldór Harri sem hefur trú á því að Stjörnukonur geti komið til baka. Grótta skoraði 10 mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum og Halldór Harri segir að Stjörnukonur verði að vera fljótari að skila sér til baka til að koma í veg fyrir þessi ódýru mörk. „Þetta er eitthvað sem við erum búnar að tala um. Þegar við unnum þær í bikarúrslitaleiknum náðum við að stoppa þetta en höfum ekki gert það í fyrstu tveimur leikjunum núna,“ sagði Halldór Harri að endingu.Íris Björk fagnar með Unni Ómarsdóttur.vísir/antonÍris Björk: Rosalega ánægð með okkur Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, átti enn einn stórleikinn þegar Seltirningar unnu öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Íris varði 20 af þeim 34 skotum sem hún fékk á sig í leiknum sem gerir 59% hlutfallsmarkvörslu. Hún var að vonum ánægð með eigin frammistöðu og alls Gróttuliðsins. „Við mættum mjög tilbúnar til leiks og ég er rosalega ánægð með okkur. Að sama skapi vorum við heppnar með að þær hittu á slakan dag eins og öll lið geta átt,“ sagði markvörðurinn öflugi. „Ef við mætum svona til leiks held ég að við tökum þetta á föstudaginn. En þetta snýst um að halda áfram og við þurfum að koma okkur niður á jörðina.“ Íris hrósaði varnarleik Gróttu og segir hann eiga stóran þátt í hennar frammistöðu í markinu. „Ég er með frábæra vörn fyrir framan mig og ég held að Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] sé yfirleitt með svipað marga varða bolta og ég. Auðvitað munar rosalega um að hafa svona sterka vörn fyrir framan sig,“ sagði Íris hógvær að lokum.vísir/anton
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira